Formúla 1

Sviptingar framundan á ökumannsmarkaðnum

Kappaksturinn á Spa er um næstu helgi og mitt í undirbúningi fyrir hann er stöðug umræða um hina ýmsu ökumenn sem skipta munu um lið fyrir næsta tímabil eða möguleika þeirra sem eru með lausa samning í lok árs.

Formúla 1

Button verður sókndjafur á Spa

Uppáhaldsbraut ökumanna, Spa í Belgíu er á dagskrá um næstu helgi og Jenson Button, forystumaðurinn í stigamótinu telur að hann þurfi að vera sókndjarfari en í síðustu mótum.

Formúla 1

Barrichello stal sigrinum af Hamilton

Rubens Barrichello frá Brasilíu sá við heimsmeistarnum Lewis Hamilton í Valenciu kappakstrinum á Spání dag. Hamilton leiddi mótið frá byrjun, en Barrichello sá við honum með hörkuakstri og ekki hjálpaði klúður á þjónustusvæði Hamiltons í lok mótsins.

Formúla 1

Titilslagurinn riðlast vegna árangurs McLaren

Árangur McLaren manna í tímatökum á Spáni í dag mun setja svip sinn á titilslaginn, þar sem Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen eru fremstir á ráslínu. Fjórir ökumenn eru að berjast um titilinn og Rubens Barrichello er fremstur þeirra í þriðja sæti.

Formúla 1

Hamilton fremstur í flokki á Spáni

Lewis Hamilton frá Bretlandi er kominn á beinu brautina í Formúlu 1. Hann vann síðasta mót og náði besta tíma í tímatökum á Valencia brautinni á Spáni í dag, rétt á undan Heikki Kovalainen á samskonar bíl.

Formúla 1

Sutil óvænt fljótastur í Valencia

Þýski ökumaðurinn Adrian Sutil á Force India náði besta tíma á lokaæfingu Formúlu 1 ökumanna í Valencia í morgun. Félagi hans Giancarlo Fisichella varð sjötti og árangur liðsins indverska er því engin tilviljun.

Formúla 1

Staðgengill Massa fékk 1 miljón í hraðasekt

Luca Baoder frá Ítalíu sem ekur í staðinn fyrir Felipe Massa þarf að punga út einni miljón króna í hraðasektir eftir daginn. Hann ók fjórum sinnum of hratt á þjónustusvæði Formúlu 1 bíla á tveimur æfingum í dag.

Formúla 1

Alonso stal senunni á heimavelli

Spánverjinn Fernando Alonso hjá Renault náði besta tíma á síðari æfingu Formúlu 1 liða í dag á Valencia brautinni á Spáni. Keppt verður á brautinni á sunnudaginn. Alonso náði besta tíma í tímatökum í síðustu keppni og virðist tilbúinn í toppslaginn.

Formúla 1

Barrichello beit frá sér í Valencia

Rubens Barrichello var ökumanna sprettharðastur á götum Valencia í dag á Brawn bíl, en McLaren ökumennirnir Heikki Kovalainen og Lewis Hamilton voru skammt undan.Munaði liðlega 0.1 sekúndu á köppunum þremur.

Formúla 1

Fyrsta viðtalið við Massa eftir slysið

Ítalrlegt sjónvarpsviðtal við brasilíska ökumanninn Felipe Massa verður birt í þættinum Rásmarkið á Stöð 2 Sport í kvöld. Þá verður til umfjöllunar slysið sem hann lenti í á brautinni í Ungtverjalandi. Staðgengill hans, Luca Badoer verður einnig í viðtali í þættinum, en hann hefur verið ökumaður Ferrari í áratug.

Formúla 1

Stofnandi You Tube fjárfestir í Formúlu 1

Chad Hurley, annar af stofnendum hins vinsæla vefsvæðis You Tube hefur ákveðið að fjárfesta í nýja USF1 liðinu frá Bandaríkjunum. Liðið byrjar að keppa í Formúlu 1 árið 2010. Hurely er margfaldur miljarðamæringur á ameríska vísu og fyrirtækið sem hann stofnaði var selt Google fyrir 1.65 miljarða dala árið 2006.

Formúla 1

Hamilton stefnir á sigur á Spáni

McLaren liðið vann síðasta Formúlu 1 mót og stefnir á annan sigur í röð á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi. Nýr og endurbættur bíll verður í höndum Lewis Hamilton og Heikki Kovalainen.

Formúla 1

Groesjan staðfestur sem ökumaður Renault

Frakkinn Romain Goresjan var í dag staðfestur sem ökumaður Renault í stað Nelson Piquet, sem var sagt upp störfum fyrir nokkrum vikum. Groesjan keppir fyrir Renault á Valencia brautinni á Spáni um næstu helgi.

Formúla 1

Ferrari vill Schumacher í bíl 2010

Þó Michael Schumacher hafi ákveðið að keppa ekki i Valencia á Spáni um aðra helgi, þá er enn ekki ljóst hvort hann tekur þátt í öðrum mótum á árinu með Ferrari. Luca Badoer mun keyra bíl Massa í Valencia, en framhaldið er ekki ljóst.

Formúla 1

Frakkinn Groesjean í stað Nelson Piquet

Franski ökumaðurinn Romain Groesejan tekur við hlutverki Nelson Piquet hjá Renault, sem var rekinn úr sæti ökumanns eftir síðasta kappakstur. Groesejan fær sitt fyrsta tækifæri á Valencia brautinni á Spáni, á sama tíma og Luca Badoer ekur í stað Felipe Massa hjá Ferrari.

Formúla 1

Shumacher: Leiður og vonsvikinn

Michael Schumacher er hundsvekktur að geta ekki keppt að sinni í Formúlu 1, vegna hálsmeiðsla sem hann hlaut í mótorhjólakappakstri í febrúar. Ekki er þó útséð með hvort hann keyrir síðar á árinu, eða jafnvel á því næsta samkvæmt fréttum frá Ferrari.

Formúla 1

Ferrari forsetinn svekktur útaf Schumacher

Luca Montezemolo, forseti Ferrari eru verulega svekktur að Michael Schumacher getur ekki keppt. Hann segir að Schumacher hafi verið eins og lítill spenntur strákur þegar honum var boðið að keyra bíl Felipe Massa og honum þyki verulega leitt að geta ekki keppt vegna meiðsla sem hann hlaut í mótorhjólaóhappi í febrúar.

Formúla 1

Schumacher getur ekki keppt í Valencia

Michael Schumacher tilkynnti formlega í morgun að hann getur ekki keppt í Valencia um aðra helgi eins og til stóð. Meiðsli sem hann hlaut í mótorhjólaslysi í febrúar sködduðu hann á hálsi og hann telur ljóst eftir æfingar að það gangi ekki upp að keppa í Formúlu 1 að sinni.

Formúla 1

Schumacher varði brúðkaupsafmælinu í kappakstri

Michael Schumacher er eldheitur þessa dagana í undirbúningi fyrir fyrsta Formúlu 1 kappakstur sinn síðan 2006. Hann æfði kart kappakstur í tvo daga í vikunni og svo mikill er áhuginn að á afmæli brúðkaups síns dvaldi hann á kartbraut við Garda vatnið við æfingar.

Formúla 1

Niki Lauda: Schumacher sá eftir að hætta

Austurríkismaðurinn Niki Lauda telur að Michael Schumacher hafi séð eftir að hætt árið 2006 og hann hafi aldrei losnað við kappaksturs bakteríuna. Þess vegna hafi hann farið í mótorhjólakappakstur.

Formúla 1

Stóru liðin sækjast eftir Nico Rosberg

Frank Williams segir að mörg lið hafi áhuga á Nico Rosberg. sem er liðsmaður Williams ásamt Kazuki Nakajima. Rosberg ákvað að vera áfram hjá Williams í fyrra, þó McLaren hefði áhuga á kappanum.

Formúla 1

Ekki tekist að bjarga BMW

BMW liðið sem er hætt að keppa í Formúlu 1 tókst ekki að selja liðið í tæka tíð fyrir undirskrift FOTA keppnisliða við FIA, en skráningu lauk í gær og tólf lið eru skráð í Formúlu 1 frá 2010 til 2011.

Formúla 1

Ferrari í fýlu við Frank Williams

Forráðamenn Ferrari eru afar ósáttir að Frank Williams og lið hans hafi sett sig á móti því að Michael Schumacher fái einn æfingadag á 2009 bíl. Williams vill að farið sé að reglum um æfingabann og ekki skapað fordæmi á breytingum.

Formúla 1