Barrichello var nærri atvinnulaus fyrir tímabilið 13. september 2009 17:23 Rubens Barrichello ók vel á Monza brautinn í dag og er í öðru sæti í stigamóti ökumanna. mynd: kappakstur.is Sigurvegarinn í Formúlu 1 mótið á Monza um helgina var nærri orðinn atvinnulaus fyrir tímabilið, rétt eins og Jenson Button sem er með forystu í stigamótinu. Honda dró sig í hlé frá Formúlu 1 og með herkjum tókst að bjarga liðinu frá því að leggjast af, en Ross Brawn keypti liðið og endurskírði það. Mercedes hjálpaði til með vélar fyrir tímabilið. Barrichello vann annan sigurinn um helgina í þremur mótum, en hann vann í Valencia á dögunum. "Það er ánægjulegt að ná þessum árangri, en ekki eins gott og hjá Jenson Button að vinna sex mót af sjö í upphafi ársins", sagði Barrichello. Hann er nú 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna. "Ég var í vandræðum með bílinn í byrjun tímabils, en breytti bremsukerfinu eftir mótið á Silverstone og þá fór mér að ganga betur. Mér líður því betur í bílnum og það skiptir mestu máli." "Ég hafði áhyggjur af gírkassanum fyrir keppnina, þar sem það kviknaði í bílnum í lok mótsins á Spa. Við ákváðum að nota hann áfram, því annars hefði ég fengið 5 sæta refsingu á ráslínu. Gírkassinn hélt og ég landaði kærkomnum sigri fyrir framan Ítali", sagði Barriochello sem vann á árum áður með Ferrari og vann sigur á Monza í þá daga. Allt um ferill Barrichello Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sigurvegarinn í Formúlu 1 mótið á Monza um helgina var nærri orðinn atvinnulaus fyrir tímabilið, rétt eins og Jenson Button sem er með forystu í stigamótinu. Honda dró sig í hlé frá Formúlu 1 og með herkjum tókst að bjarga liðinu frá því að leggjast af, en Ross Brawn keypti liðið og endurskírði það. Mercedes hjálpaði til með vélar fyrir tímabilið. Barrichello vann annan sigurinn um helgina í þremur mótum, en hann vann í Valencia á dögunum. "Það er ánægjulegt að ná þessum árangri, en ekki eins gott og hjá Jenson Button að vinna sex mót af sjö í upphafi ársins", sagði Barrichello. Hann er nú 14 stigum á eftir Button í stigamóti ökumanna. "Ég var í vandræðum með bílinn í byrjun tímabils, en breytti bremsukerfinu eftir mótið á Silverstone og þá fór mér að ganga betur. Mér líður því betur í bílnum og það skiptir mestu máli." "Ég hafði áhyggjur af gírkassanum fyrir keppnina, þar sem það kviknaði í bílnum í lok mótsins á Spa. Við ákváðum að nota hann áfram, því annars hefði ég fengið 5 sæta refsingu á ráslínu. Gírkassinn hélt og ég landaði kærkomnum sigri fyrir framan Ítali", sagði Barriochello sem vann á árum áður með Ferrari og vann sigur á Monza í þá daga. Allt um ferill Barrichello
Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira