Fótbolti

Dramatískir sigrar hjá Real Madríd og Barcelona

Real Madríd vann gríðarlega dramatískan sigur á botnliði Almería í La Liga, úrvalsdeild karla í knattspyrnu á Spáni. Lokatölur 3-2 þar sem gestirnir komust 2-0 yfir. Spánarmeistarar Barcelona unnu einnig dramatískan sigur þökk sé Ferran Torres þegar þeir sóttu Real Betis heim. 

Fótbolti

Hákon Arnar skaut Lil­le á­fram í bikarnum

Franska úrvalsdeildarliðið Lille lenti í kröppum dansi gegn D-deildarliði Racing CFF í frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu. Hákon Arnar Haraldsson sá hins vegar til þess að Lille skreið áfram en hann skoraði eina mark leiksins.

Fótbolti

Kristian Nökkvi skoraði í stór­sigri

Ajax vann einkar þægilegan 4-1 sigur á Waalwijk í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Þetta var góður dagur fyrir Íslendingana í deildinni en Willum Þór Willumsson skoraði einnig í 2-0 útisigri Go Ahead Eagles.

Fótbolti

Ton­ey skoraði í endur­komunni

Framherjinn Ivan Toney sneri aftur í lið Brentford í ensku úrvalsdeildinni eftir margra mánaða fjarveru en hann var dæmdur í leikbann af ensku úrvalsdeildinni þar sem hann hafði veðjað á leiki deildarinnar. Hann fagnaði endurkomunni með marki í 3-2 sigri á Nottingham Forest.

Enski boltinn

Toney snýr aftur til keppni sem fyrir­liði

Ivan Toney stígur aftur inn á keppnisvöllinn þegar Brentford tekur á móti Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir langt bann vegna brota á veðmálareglum. Hann mun bera fyrirliðabandið í leiknum.

Fótbolti

Inter flaug í úr­slit

Inter tryggði sér í kvöld sæti í úrslitum ítalska ofurbikarsins með öruggum 3-0 sigri gegn Lazio á King Saud University vellinum í Sádi-Arabíu.

Fótbolti