Erlent

Vörðu tveimur vikum á stýri flutningaskips

Lögregluþjónar í Brasilíu björguðu nýverið fjórum mönnum frá Nígeríu sem vörðu tveimur vikum á stýri flutningaskips. Þeir kláruðu matarbirgðir sínar og vatn á tíunda degi en héldu lífi með því að drekka sjó.

Erlent

Ása búin að tala við Rex

Ása Ellerup, eiginkona hins grunaða raðmorðingja Rex Heuermann, hefur rætt við hann eftir handtökuna. Ekki er vitað hvað um hvað þau ræddu.

Erlent

Musk gert að fjar­lægja risa­stórt X-skilti

Elon Musk, eiganda samfélagsmiðilsins X, áður Twitter, hefur verið gert að fjarlægja ristastórt skilti af vörumerki X af höfuðstöðvum fyrirtækisins X Corp. Yfirvöld í San Fransisco segja hann ekki hafa haft leyfi fyrir skiltinu.

Erlent

Herforingjastjórnir Vestur-Afríku snúa bökum saman

Herforingjastjórnirnar í Búrkína Fasó og Malí hafa varað við því að grípi nágrannaríki Níger til hernaðaraðgerða vegna valdaránsins þar, sé það í raun stríðsyfirlýsing. Búrkína Fasó og Malí muni koma herforingjastjórninni í Níger til aðstoðar.

Erlent

Náða Suu Kyi af nokkrum brotum

Aung San Suu Kyi, fyrrverandi leiðtogi Búrma eða Mjanmar, hefur verið náðuð í fimm af þeim nítján málum sem herstjórn ríkisins hefur sakfellt hana í. Á undanförnum árum hefur hún ítrekað verið dæmd fyrir ýmis brot en í heildina hefur hún verið dæmd í 33 ára fangelsi.

Erlent

Enn gerðar drónaárásir í Moskvu

Yfirvöld í Rússlandi segja dróna hafa hæft byggingu í Moskvu, tveimur dögum eftir að annar dróni hæfði sömu byggingu. Úkraínumenn virðast vera að auka framleiðslu á eigin drónum sem hægt er að nota til árása í Rússlandi.

Erlent

Franskur ofurhugi féll af háhýsi í Hong Kong

Franskur ofurhugi féll af háhýsi í Hong Kong á föstudaginn er hann var að klifra utan á húsinu. Remi Lucidi hefur klifið byggingar víða um heim á undanförnum mánuðum en hann er talinn hafa dáið er hann féll frá 68. hæð.

Erlent

Hitinn í methæðum í mánuð

Hitinn í Phoenix í Arizona í Bandaríkjunum hefur farið yfir 43 gráður á selsíus þrjátíu og einn dag í röð. Ekkert lát virðist á sumarhitunum í Bandaríkjunum en júlímánuður verður sennilega heitasti mánuður sem mælingar hafa nokkru sinni sýnt.

Erlent

Danir og Svíar í­huga bann á Kóran­brennum

Utanríkisráðuneyti Danmerkur hefur gefið frá sér tilkynningu þar sem það segist íhuga að banna mótmæli sem ganga út á að brenna Kóraninn eða önnur trúarleg rit. Mótmælin ógni öryggi íbúa og skaði orðspor Danmerkur út á við. 

Erlent

Hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn til Rússlands

Yfirvöld í Rússlandi hafa flutt fleiri en sjö hundruð þúsund börn frá Úkraínu til Rússlands. Í nýrri skýrslu frá Maríu Lvova-Belova, nokkurs konar umboðskonu barna í Rússlandi, segir að mikill meirihluti þeirra hafi komið til Rússlands með foreldrum sínum.

Erlent

Bað eig­in sjóð um sex­tí­u millj­ón­a end­ur­greiðsl­u

Kosningasjóður Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur farið fram á að sextíu milljónir dala sem veittar voru til pólitískrar aðgerðanefndar (PAC) Trumps sem kallast Save Amcerica, verði endurgreiddar. Krafan þykir benda til þess að Trump eigi í fjárhagskröggum.

Erlent

„Stríðið færist til Rússlands“

Volodomír Selenskí forseti Úkraínu segir stríðið sem geisar nú í landi hans á leið „aftur til Rússlands“. Þetta sagði hann í kjölfar drónaárása sem gerðar voru í Moskvu höfuðborg Rússlands.

Erlent

Vestur-Afríkuríki hóta hernaðaraðgerðum

Þúsundir stuðningsmanna herforingjastjórnarinnar sem framdi valdarán í vestur-Afríkuríkinu Níger í síðustu viku þustu út á götur höfuðborgarinnar Niamey og fögnuðu hinni nýju stjórn. Önnur vestur-Afríkuríki undirbúa inngrip með hernaðaraðgerðum.

Erlent

Hver á lottómiða og 750 milljónir króna?

Tveir bræður á Norðvestur-Spáni eru sakaðir um að hafa stolið lottómiða sem á hafði fallið fyrsti vinningur að andvirði 750 milljónum króna í spænska lottóinu. Saksóknari krefst sex ára fangelsis yfir bræðrunum.

Erlent

Málsókn Trump gegn CNN vísað frá

Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur vísað frá 475 milljóna dala málsókn Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, sem hann höfðaði gegn fréttamiðlinum CNN fyrir að líkja sér við Adolf Hitler.

Erlent