Erlent Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. Erlent 27.9.2022 11:21 Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. Erlent 27.9.2022 10:47 Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu. Erlent 27.9.2022 10:42 Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. Erlent 27.9.2022 10:19 Jarðvarnartilraun talin hafa heppnast Fyrstu merki benda til þess að tilraun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til að breyta stefnu smástirnis hafi heppnast í gær. Það gæti þó tekið nokkra mánuði að staðfesta hversu mikið árekstur geimfars við smástirnið breytti stefnu þess. Erlent 27.9.2022 09:25 Bæði Karl og Elísabet munu prýða breska mynt Mynt með andlitsmynd Karls Bretakonungs mun fara í umferð en mynt með andlitsmynd Elísabetar heitinnar Bretadrottningu verður einnig lögmætur gjaldmiðill. Þetta er í fyrsta sinn í rúm fimmtíu ár sem mynt með andliti bæði drottningar og konungs verða í umferð á sama tíma. Erlent 27.9.2022 08:26 Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir Lekar sem uppgötvuðust í báðum Nord Stream-gasleiðslunum Eystrasalti í gær - Nord Stream 1 og 2 - kunna skýrast af því að skipulögð árás hafi verið gerð á leiðslunar. Erlent 27.9.2022 08:03 Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. Erlent 27.9.2022 07:32 Japanir saka Rússa um að hafa beitt meintan njósnara harðræði Rússneska öryggisþjónustan greindi frá því í gær að japanskur konsúll hefði verið handtekinn vegna gruns um njósnir og skipað að yfirgefa landið. Erlent 27.9.2022 06:52 Risastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. Erlent 26.9.2022 21:44 Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. Erlent 26.9.2022 21:18 Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. Erlent 26.9.2022 19:45 Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. Erlent 26.9.2022 18:32 Hjónabönd samkynhneigðra verða lögleg á Kúbu Kúbverjar gengu að kjörborðinu í gær þar sem kjósendur greiddu atkvæði um hvort gera ætti hjónabönd samkynhneigðra lögleg í landinu. Nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða er ljóst að þau verði gerð lögleg. Erlent 26.9.2022 18:20 Edward Snowden fær rússneskan ríkisborgararétt Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið rússneskan ríkisborgararétt. Erlent 26.9.2022 17:10 Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. Erlent 26.9.2022 15:52 Kanslarinn greindist með Covid-19 Olaf Scholz Þýskalandskanslari hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er með væg einkenni og hefur afboðað sig á fjölda viðburða sem hann hugðist sækja í vikunni. Erlent 26.9.2022 14:44 Ellefu börn í hópi hinna fimmtán látnu í Izhevsk Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grunnskóla í rússnesku borginni Izhevsk í morgun. Ellefu af hinum látnu voru börn, en auk þeirra fórust tveir öryggisverðir og tveir kennarar í árásinni. Erlent 26.9.2022 14:17 Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. Erlent 26.9.2022 12:36 Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. Erlent 26.9.2022 11:53 Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. Erlent 26.9.2022 10:24 Norlén áfram forseti sænska þingsins Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var í morgun endurkjörinn sem forseti sænska þingsins. Norlén hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. Erlent 26.9.2022 10:22 Þrettán látnir eftir skotárás í skóla í Rússlandi Að minnsta kosti þrettán eru látnir og fjöldi manns særður eftir að maður hóf skotárás í skóla í rússneska bænum Izhevsk í morgun. Erlent 26.9.2022 08:43 Þúsundum stolinna listaverka hefur ekki verið skilað Stærsta listasafn Spánar viðurkennir að á safninu sé að finna meira en 60 listaverk sem einræðisstjórn Francos stal af réttmætum eigendum þeirra. Hundruð stolinna listaverka eru enn á söfnum í eigu ríkisins. Erlent 26.9.2022 07:54 Ætluðu sér að ræna dómsmálaráðherranum Lögregla í Hollandi hefur handtekið fjóra vegna gruns um að hafa haft í hyggju að ræna belgíska dómsmálaráðherranum Vincent Van Quickenborne. Erlent 26.9.2022 07:48 „Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. Erlent 26.9.2022 07:22 Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. Erlent 25.9.2022 23:30 Rúmlega tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Mikil ólga er í Rússlandi í kjölfar herkvaðningar Vladímír Pútíns Rússlandsforseta. Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið handtekin víðs vegar í Rússlandi síðan mótmæli hófust gegn ákvörðun forsetans um umfangsmikla herkvaðningu. Erlent 25.9.2022 15:12 Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. Erlent 25.9.2022 13:48 „Algjör eyðilegging“ vegna Fionu Hitabeltisstormurinn Fiona hefur valdið mikilli eyðileggingu á húsum og vegum á Atlantshafsströnd Kanada. smábæjar á Nýfundnalandi segir algjöra eyðileggingu hafa átt sér stað í bænum Erlent 24.9.2022 21:48 « ‹ 224 225 226 227 228 229 230 231 232 … 334 ›
Berlusconi aftur á þing eftir áratugs fjarveru Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, tekur sæti á ítalska þinginu í fyrsta skipti í tæpan áratug eftir að meirihluti kjósenda í Monza greiddi honum atkvæði um helgina. Berlusconi var bannað að gegna opinberu embætti vegna dóms sem hann fékk fyrir skattsvik. Erlent 27.9.2022 11:21
Fjarlægðu börn og ungmenni úr gyðinglegum sértrúarsöfnuði Lögregla í Mexíkó fjarlægði börn og ungmenni úr búðum gyðinglegs sértrúarsafnaðar í frumskógi í sunnanverðu landinu á föstudag. Söfnuðurinn er þekktur fyrir barnabrúðkaup og harðar refsingar við jafnvel minnstu brotum. Erlent 27.9.2022 10:47
Leita heimsþekkts göngugarps eftir slys í Nepal Fjallgöngukonunnar Hilaree Nelson er saknað eftir að hafa toppað Manaslu í Nepal, áttunda hæsta fjall í heimi, á mánudag. Nelson var á leiðinni niður á skíðum þegar slysið varð. Talið er að hún hafi fallið í sprungu. Erlent 27.9.2022 10:42
Ian búinn að ná landi á Kúbu Fellibylurinn Ian hefur náð landi á Kúbu en yfirvöld þar hafa flutt um fimmtíu þúsund manns úr vegi fellibyljarins. Ian er þriðja stigs fellibylur og óttast Bandaríkjamenn að hann muni ná fjórða stiginu og ná landi á vesturströnd Flórída seinna í vikunni. Erlent 27.9.2022 10:19
Jarðvarnartilraun talin hafa heppnast Fyrstu merki benda til þess að tilraun bandarísku geimvísindastofnunarinnar NASA til að breyta stefnu smástirnis hafi heppnast í gær. Það gæti þó tekið nokkra mánuði að staðfesta hversu mikið árekstur geimfars við smástirnið breytti stefnu þess. Erlent 27.9.2022 09:25
Bæði Karl og Elísabet munu prýða breska mynt Mynt með andlitsmynd Karls Bretakonungs mun fara í umferð en mynt með andlitsmynd Elísabetar heitinnar Bretadrottningu verður einnig lögmætur gjaldmiðill. Þetta er í fyrsta sinn í rúm fimmtíu ár sem mynt með andliti bæði drottningar og konungs verða í umferð á sama tíma. Erlent 27.9.2022 08:26
Lekar í Nord Stream 1 og 2 mögulega skipulagðar árásir Lekar sem uppgötvuðust í báðum Nord Stream-gasleiðslunum Eystrasalti í gær - Nord Stream 1 og 2 - kunna skýrast af því að skipulögð árás hafi verið gerð á leiðslunar. Erlent 27.9.2022 08:03
Mótmæli við opinbera útför Shinzo Abe Opinber útför Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra Japans, fer fram í höfuðborginni Tókýó í dag. Þúsundir hafa safnast sérstaklega saman til að mótmæla því að verið sé að nýta almannafé til útfararinnar og segja það geta nýst betur í önnur verkefni, en opinberar útfarir í japan eru vanalega einungis haldnar þegar meðlimir japönsku keisarafjölskyldunnar falla frá. Erlent 27.9.2022 07:32
Japanir saka Rússa um að hafa beitt meintan njósnara harðræði Rússneska öryggisþjónustan greindi frá því í gær að japanskur konsúll hefði verið handtekinn vegna gruns um njósnir og skipað að yfirgefa landið. Erlent 27.9.2022 06:52
Risastór viðburður innan vísindasamfélagsins Í kvöld fer fram risastór viðburður innan stjörnufræðisamfélagsins þegar NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna, gerir tilraun til að færa smástirni. Það verður gert með því að brotlenda geimfarinu DART á smástirninu og allt fer þetta fram í beinni útsendingu. Erlent 26.9.2022 21:44
Talaði við rétta fólkið og sagði réttu hlutina Ítalir vildu breytingar og Giorgia Meloni varð niðurstaðan. Þetta segir ítalskur doktorsnemi sem hefur ekki þungar áhyggjur af uppgangi þjóðernispopúlisma í heimalandi sínu. Erlent 26.9.2022 21:18
Tugir látnir og hundruð handtekin í mótmælunum Rúmlega 450 mótmælendur hafa verið handteknir í fjölmennum mótmælum í norðurhluta Íran. 41 hafa látið lífið og mannréttindasamtök segja að fjögur börn séu meðal látinna. Erlent 26.9.2022 19:45
Brotlentu geimfarinu í beinni útsendingu Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður brotlent á smástirni í kvöld. Tilgangurinn er að athuga hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn og kanna þannig hvort hægt sé að breyta stefnu smástirnis, ef slíkt kynni að stefna að jörðinni. Erlent 26.9.2022 18:32
Hjónabönd samkynhneigðra verða lögleg á Kúbu Kúbverjar gengu að kjörborðinu í gær þar sem kjósendur greiddu atkvæði um hvort gera ætti hjónabönd samkynhneigðra lögleg í landinu. Nú þegar búið er að telja um 95 prósent atkvæða er ljóst að þau verði gerð lögleg. Erlent 26.9.2022 18:20
Edward Snowden fær rússneskan ríkisborgararétt Bandaríski uppljóstrarinn Edward Snowden hefur fengið rússneskan ríkisborgararétt. Erlent 26.9.2022 17:10
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Ná enn árangri í austri og reyna að umkringja rússneska hermenn Úkraínumenn virðast enn ná góðum árangri í áframhaldandi gagnsókn þeirra gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar eru sagðir í töluverðum vandræðum með hverkvaðningu og hafa verið að senda lítið sem ekkert þjálfaða menn á víglínurnar í Úkraínu. Erlent 26.9.2022 15:52
Kanslarinn greindist með Covid-19 Olaf Scholz Þýskalandskanslari hefur greinst með kórónuveiruna. Hann er með væg einkenni og hefur afboðað sig á fjölda viðburða sem hann hugðist sækja í vikunni. Erlent 26.9.2022 14:44
Ellefu börn í hópi hinna fimmtán látnu í Izhevsk Að minnsta kosti fimmtán eru látnir eftir að maður hóf skothríð í grunnskóla í rússnesku borginni Izhevsk í morgun. Ellefu af hinum látnu voru börn, en auk þeirra fórust tveir öryggisverðir og tveir kennarar í árásinni. Erlent 26.9.2022 14:17
Saka Bandaríkin um að reyna að veikja Íran í skugga mótmæla Yfirvöld í Íran hafa sakað bandarísk stjórnvöld um að nýta sér mótmælin sem nú standa yfir vegna dauða ungrar konu til að veikja Íran og segjast munu bregðast við. Ekkert lát er á mótmælunum sem hófust um þar síðustu helgi en á fimmta tug hafa látist samkvæmt opinberum tölum. Erlent 26.9.2022 12:36
Ian sækir í sig veðrið á leið til Kúbu Hitabeltisstormurinn Ian stefnir nú hraðbyr á Kúbu og sækir í sig veðrið á leiðinni. Óveðrið hefur nú náð fellibylsstyrk en er enn að verða öflugri. Talið er að Ian muni ná landi á vesturhluta Kúbu í nótt og ná landi í Flórída seinna í vikunni. Erlent 26.9.2022 11:53
Kokkur Pútíns játar að eiga Wagner Rússneski auðjöfurinn Yevgeny Prigozhin hefur viðurkennt að hafa stofnað og eiga málaliðahópinn Wagner Group. Hann segist hafa stofnað hópinn eftir innrás Rússa í Úkraínu 2014 og með því markmiði að senda málaliða til austurhluta Úkraínu. Erlent 26.9.2022 10:24
Norlén áfram forseti sænska þingsins Andreas Norlén, þingmaður hægriflokksins Moderaterna, var í morgun endurkjörinn sem forseti sænska þingsins. Norlén hefur gegnt embættinu frá árinu 2018. Erlent 26.9.2022 10:22
Þrettán látnir eftir skotárás í skóla í Rússlandi Að minnsta kosti þrettán eru látnir og fjöldi manns særður eftir að maður hóf skotárás í skóla í rússneska bænum Izhevsk í morgun. Erlent 26.9.2022 08:43
Þúsundum stolinna listaverka hefur ekki verið skilað Stærsta listasafn Spánar viðurkennir að á safninu sé að finna meira en 60 listaverk sem einræðisstjórn Francos stal af réttmætum eigendum þeirra. Hundruð stolinna listaverka eru enn á söfnum í eigu ríkisins. Erlent 26.9.2022 07:54
Ætluðu sér að ræna dómsmálaráðherranum Lögregla í Hollandi hefur handtekið fjóra vegna gruns um að hafa haft í hyggju að ræna belgíska dómsmálaráðherranum Vincent Van Quickenborne. Erlent 26.9.2022 07:48
„Ítalía valdi okkur“ Flokkarnir á hægri vængnum á Ítalíu ættu að vera með meirihluta í báðum deildum þingsins en kosningar þar í landi fóru fram í gær. Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðra Ítalíu, fagnaði sigri í sjónvarpsávarpi í nótt en hún gæti orðið fyrsti kvenkyns forsætisráðherrann á Ítalíu og fyrsti öfgahægri ráðherrann frá því að Mussolini var við völd. Erlent 26.9.2022 07:22
Allt útlit fyrir mikinn sigur hægri-öfga afla á Ítalíu Útgönguspár gera ráð fyrir því að hægri-öfgakonan Giorgia Meloni og flokkur hennar hafi sigrað í ítölsku þingkosningunum í dag. Allt útlit er fyrir að hún verði fyrsti kvenforsætisráðherra landsins. Erlent 25.9.2022 23:30
Rúmlega tvö þúsund handtekin í mótmælum í Rússlandi Mikil ólga er í Rússlandi í kjölfar herkvaðningar Vladímír Pútíns Rússlandsforseta. Rúmlega tvö þúsund manns hafa verið handtekin víðs vegar í Rússlandi síðan mótmæli hófust gegn ákvörðun forsetans um umfangsmikla herkvaðningu. Erlent 25.9.2022 15:12
Kosið á Ítalíu í dag: Yfirgnæfandi líkur á öfga-hægri leiðtoga Ítalir ganga til þingkosninga í dag og baráttan hörð milli flokkanna á hægri og vinstri væng. Allt stefnir í að öfgahægriflokkurinn Bræður Ítalíu muni vinna stórsigur og fyrsti öfgahægrimaðurinn sitji á forsætisráðherrastóli frá brotthvarfi einræðisherrans Benito Mussolini. Erlent 25.9.2022 13:48
„Algjör eyðilegging“ vegna Fionu Hitabeltisstormurinn Fiona hefur valdið mikilli eyðileggingu á húsum og vegum á Atlantshafsströnd Kanada. smábæjar á Nýfundnalandi segir algjöra eyðileggingu hafa átt sér stað í bænum Erlent 24.9.2022 21:48