Í daglegri ræðu sinni í nótt hvatti hann vesturlönd þó til að gera enn meira og bað um langdræg flugskeyti og orrustuþotur. Þjóðverjar og Bandaríkjamenn tilkynntu um það í gær að ríkin muni senda skriðdreka til Úkraínu og fjölmörg Evrópuríki munu fylgja í kjölfarið og senda sína þýsku dreka, en það var ekki hægt á meðan Þjóðverjar, sem framleiða Leopard skriðdrekana, höfðu ekki tekið ákvörðun.
Rússar voru fljótir til að fordæma ákvörðunina sem þeir kölluðu óforskammaða ögrun og lofuðu því að allir skriðdrekar sem vesturlönd sendi á vígstöðvarnar verði eyðilagðir.
Ólíklegt er þó talið að leiðtogar vesturlanda fallist á að senda Úkraínumönnum herþotur, því þeir eru sagðir óttast að slíkt gæti orðið Úkraínumönnum freisting til að ráðast að skotmörkum inni í sjálfu Rússlandi.