Mótmæltu eftir grimmilegt morð á sex lögregluþjónum Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2023 16:08 Vopnaðir lögregluþjónar á mótmælum í gær. AP/Odelyn Joseph Rúmlega hundrað núverandi og fyrrverandi lögregluþjónar mótmæltu á götum Port-au-Prince, höfuðborgar Haítí, í gær. Þeir lokuðu götum, skutu út í loftið og brutu sér leið inn í flugvöll borgarinnar og heimili forsætisráðherra landsins til að mótmæla því hve margir lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana af meðlimum glæpagengja að undanförnu. Minnst tíu lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana á undanfarinni viku samkvæmt upplýsingum sem AP fréttaveitan fékk hjá lögreglunni. Einn til viðbótar er alvarlega særður og annars er saknað. Myndbönd hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á Haítí sem sýna nakin lík sex lögregluþjóna sem skotnir voru af glæpamönnum. Annað myndband sýnir tvo grímuklædda menn reykja sígarettur með afskornum höndum og fótum mannanna. Líkin eru enn í höndum meðlima gengisins Gan Grif. Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sjá einnig: Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Ariel Henry, sem leiðir núverandi ríkisstjórn Haítí, hefur kallað eftir því að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að hermenn verði sendir til eyríkisins til að koma þar á lög og reglu. Hingað til hefur enginn verið tilbúinn til þess. Sendiherra Haítí gagnvart Sameinuðu þjóðunum kallaði síðast eftir aðstoð í dag en verið er að ræða mögulegt inngrip á Haítí. #BREAKING #CBSAlert #Haiti "The situation is grave." "We cannot wait. The security situation could worsen any day, and worsen the fate of the people who are already suffering terribly."@CBSNews | UnitedNations @HaitiMissionONU @USUN @BobRae48 @POTUS @JustinTrudeau pic.twitter.com/iGOh09pEV4— Pamela Falk CBS News Correspondent United Nations (@PamelaFalk) January 27, 2023 Henry var aldrei kjörinn í embætti en kosningar hafa ekki verið haldnar á Haítí um langt skeið. Til stóð að halda kosningar í nóvember en Henry rak alla meðlimi ráð sem skipuleggur kosningar landsins. Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða hann í fyrra þegar verið var að halda upp á viðburð til að marka sjálfstæði ríkisins. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Eins og lögregluþjónarnir, krefjast glæpamenn þess einnig að Henry segi af sér. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum. Haítí Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Minnst tíu lögregluþjónar hafa verið skotnir til bana á undanfarinni viku samkvæmt upplýsingum sem AP fréttaveitan fékk hjá lögreglunni. Einn til viðbótar er alvarlega særður og annars er saknað. Myndbönd hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum á Haítí sem sýna nakin lík sex lögregluþjóna sem skotnir voru af glæpamönnum. Annað myndband sýnir tvo grímuklædda menn reykja sígarettur með afskornum höndum og fótum mannanna. Líkin eru enn í höndum meðlima gengisins Gan Grif. Óreiða hefur lengi einkennt Haítí en hún hefur náð nýjum hæðum frá því Jovenelle Moise, forseti landsins, var myrtur á heimili sínu árið 2021. Sjá einnig: Ákæra fyrrverandi þingmann vegna morðsins á forsetanum Ariel Henry, sem leiðir núverandi ríkisstjórn Haítí, hefur kallað eftir því að á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að hermenn verði sendir til eyríkisins til að koma þar á lög og reglu. Hingað til hefur enginn verið tilbúinn til þess. Sendiherra Haítí gagnvart Sameinuðu þjóðunum kallaði síðast eftir aðstoð í dag en verið er að ræða mögulegt inngrip á Haítí. #BREAKING #CBSAlert #Haiti "The situation is grave." "We cannot wait. The security situation could worsen any day, and worsen the fate of the people who are already suffering terribly."@CBSNews | UnitedNations @HaitiMissionONU @USUN @BobRae48 @POTUS @JustinTrudeau pic.twitter.com/iGOh09pEV4— Pamela Falk CBS News Correspondent United Nations (@PamelaFalk) January 27, 2023 Henry var aldrei kjörinn í embætti en kosningar hafa ekki verið haldnar á Haítí um langt skeið. Til stóð að halda kosningar í nóvember en Henry rak alla meðlimi ráð sem skipuleggur kosningar landsins. Þungvopnaðir glæpamenn reyndu að myrða hann í fyrra þegar verið var að halda upp á viðburð til að marka sjálfstæði ríkisins. Glæpagengi Haítí eru nánast hömlulaus og skipta Port-au-Prince og stórum hlutum landsins sín á milli. Í fyrra var talið að um það bil níu þúsund lögregluþjónar hafi starfað á Haítí, sem er hlutfallslega mjög lítið miðað við að íbúar landsins eru rúmlega ellefu milljónir. Eins og lögregluþjónarnir, krefjast glæpamenn þess einnig að Henry segi af sér. Glæpagengi Haítí er bæði mun fjölmennari og betur búin en lögregla landsins. Stjórnmálamenn hafa í gegnum árin dælt peningum í mismunandi gengi og beitt þeim gegn pólitískum andstæðingum sínum.
Haítí Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira