Erlent

Putin með sjónarspil í tilefni ólöglegrar innlimunar

Í hádeginu fer fram athöfn í Kreml þar sem Vladimir Putin forseti Rússlands undirritar formlega yfirlýsingu um innlimun fjögurra héraða í Úkraínu í rússneska sambandslýðveldið. Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni aldrei viðurkenna þennan gjörning.

Erlent

NASA og SpaceX vilja lengja líftíma Hubble

Forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) og SpaceX hafa gert samkomulag um tilraunaverkefni sem snýr að því að hækka mögulega sporbraut geimsjónaukans Hubble og lengja líftíma hans. Það voru forsvarsmenn SpaceX og Polaris Program sem leituðu til NASA og lögðu til að möguleiki þess að þjónusta Hubble á þennan hátt, og mögulega aðra gervihnetti, yrði rannsakaður.

Erlent

Lekinn í Eystra­salti lítill hluti af losun manna á metani

Þrátt fyrir að þúsundir tonna af jarðgasi velli út um göt á Nord Stream-gasleiðslunum tveimur er lekinn lítill í samanburði við aðra losun manna á metani. Áætlað er að ef allt gasið í leiðslunum læki út í andrúmsloftið næmi það um 0,1% af heildarlosun á metani í heiminum.

Erlent

Að minnsta kosti nítján látnir eftir árás á skóla í Kabúl

Að minnsta kosti nítján eru látnir og á þriðja tug slasaðir eftir að sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á Kajj námsmiðstöðina í höfuðborg Afganistan í morgun. Nemendur voru í prófi þegar sprengingin varð en á svæðinu en enginn hefur tekið ábyrgð á árásinni enn sem komið er.

Erlent

Fjöldi látinna í Flórída á reiki eftir fellibylinn Ian

Fellibylurinn Ian sem gekk á land í Flórída á miðvikudag stefnir nú á Suður-Karólínu en fjölmargir íbúar flúðu úr stærstu borg ríkisins, Charleston, í gær. Ríkisstjóri Flórída segir ljóst að fellibylurinn, sem er einn sá stærsti í sögu Bandaríkjanna, hafi verið mannskæður en verið er að staðfesta fjölda látinna. 

Erlent

Ian gæti orðið sá mann­skæðasti í sögu Flórída

Fellibylurinn Ian, sem gekk á land í Flórída í Bandaríkjunum í gær, hefur skilið eftir sig slóð eyðileggingar og óttast er að hann sé mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída. Íbúðarhús eru víða gjörónýt, þak fauk af spítala, vegir skemmdust og brýr hrundu. 

Erlent

Liz Truss gefur ekkert eftir varðandi skattalækkanir

Liz Truss forsætisráðherra Bretlands varði í dag nýlegar efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar sem meðal annars fela í sér miklar skattalækkanir á hina efnameiri. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar við stefnunni og áhrifum hennar á alþjóðlega markaði og hvatti bresku stjórnina í vikunni til að draga þær til baka.

Erlent

Hafi beðið Taí­van um milljarð dala til þess að tryggja banda­lagið

Forseti Paragvæ, Mario Abdo Benítez er sagður hafa beðið taívönsk stjórnvöld um að fjárfesta í bandalagi ríkjanna tveggja fyrir einn milljarð dollara eða rúmlega 147 milljarða króna. Fjárfestinguna er hann sagður biðja um til þess að fá hvata til að láta ekki undan þrýstingi og gerast bandamaður Kína.

Erlent

Ætlar að innlima héruðin á morgun

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, ætlar að skrifa undir innlimun fjögurra héraða Úkraínu á morgun, föstudag. Þetta tilkynnti Kreml nú fyrir skömmu og sagði að klukkan þrjú á morgun, að staðartíma, myndi Pútín skrifa undir innlimun héraðanna í rússneska sambandsríkið og halda ræðu í kjölfarið.

Erlent

Tvær milljónir án rafmagns og fólk innlyksa eftir Ian

Fjöldi fólks er innlyksa í húsum sínum vegna flóða og tvær milljónir manna eru án rafmagns á suðvestanverðum Flórídaskaga í Bandaríkjunum eftir að fellibylurinn Ian gekk þar yfir í nótt. Fellibylurinn er einn sá öflugasti sem gengið hefur á land í Bandaríkjunum.

Erlent

Ian muni valda gríðarlegri eyðileggingu í Flórída

Fellibylurinn Ian hefur hefur valdið gríðarlegum flóðum á vesturströnd Flórída síðan hann gekk á land í kvöld, klukkan sjö að íslenskum tíma. Ríkisstjóri segir viðbúið að fellibylurinn muni skilja eftir sig gríðarlegar rústir. Bylurinn hefur þegar valdið tveimur dauðsföllum á Kúbu og rafmagnsleysi um alla eyjuna. 

Erlent

„Þau hafa gott af þessu“

Margrét Danadrottning segir að barnabörn hennar sem svipt voru titlum sínum fyrr í dag hafi gott af því. Börn Jóakims Prins munu í framtíðinni ekki bera titlana prinsar og prinsessur en fá enn að vera greifar og greifynjur af Monpezat.

Erlent

Leppstjórar biðja Pútín um innlimun

Leppstjórar Rússlands í Luhansk- og Donetsk-héruðum hafa beðið Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um að lýsa yfir innlimun héraðanna og annarra í rússneska sambandsríkið. Búist er við því að Pútín muni lýsa yfir innlimuninni á komandi dögum.

Erlent

Telja gasleiðslurnar geta skemmst varanlega

Óttast er að rússnesku gasleiðslurnar tvær í Eystrasalti kunni að skemmast varanlega eftir skemmdarverk sem virðast hafa verið unnin á þeim. Þýski sjóherinn ætlar að taka þátt í rannsókn á lekanum.

Erlent

Börn Jóa­kims prins svipt titlum sínum

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur ákveðið að börn Jóakims prins beri í framtíðinni ekki titlana prins og prinsessur. Breytingin tekur gildi þann 1. janúar 2023. Breytingin nær bæði til barnanna tveggja sem hann á með fyrrverandi eiginkonu sinni Alexöndru greyfynju og þeirra tveggja sem hann á með Marie prinsessu, núverandi eiginkonu.

Erlent

Milljónum sagt að flýja undan Ian sem nálgast fimmta stigið

Fellibylurinn Ian stefnir hraðbyri á Flórída í Bandaríkjunum eftir að hafa valdið mikilli eyðileggingu og dauðsföllum á Kúbu. Heitur sjór á Mexíkóflóa hefur gefið fellibylnum aukinn kraft og er hann skilgreindur sem fjórða stigs fellibylur og sagður nálægt fimmta stiginu.

Erlent

Siðgæðislögreglan sögð horfin af strætum og torgum

Ekkert hefur sést til fulltrúa siðgæðislögreglu sem á að fylgjast með klæðaburði kvenna á strætum Teheran í Íran undanfarna daga. Raddir um að slaka ætti á ströngum reglum um klæðaburð kvenna hafa orðið háværari eftir dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglunnar fyrr í þessum mánuði.

Erlent

Skaut fast á Repúblikana fyrir fylgispekt þeirra við Trump

Dómari fór hörðum orðum um Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og leiðtoga Repúblikanaflokksins fyrir ítrekaðar lygar þeirra um kosningasvik í Bandaríkjunum. Hún sagði Trump hafa gert háttsetta Repúblikana lafandi hrædda við að missa völd sín svo þeir þorðu ekki að fara gegn honum.

Erlent

Óttast lofts­lags­stór­slys vegna gas­lekans

Losun gróðurhúsalofttegunda frá lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum tveimur í Eystrasalti gæti jafnast á við árslosun heillrar borgar. Vísindamenn óttast loftslagshamfarir en losun vegna lekans gæti í versta falli orðið umtalsvert meiri en árslosun Íslands.

Erlent