Erlent Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. Erlent 28.8.2022 09:44 Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. Erlent 27.8.2022 22:09 Leystu 34 ára gamalt mál eftir að morðinginn sleikti umslag Lögreglunni í Pennsylvaníu tókst nýlega að leysa morðmál 34 árum eftir að morðið átti sér stað. Upp komst um morðingjann þar sem hann sleikti umslag bréfs sem hann sendi lögreglunni. Erlent 27.8.2022 21:31 Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Erlent 27.8.2022 21:06 Telja sig hafa fundið bein úr stærstu risaeðlu sögunnar Fornleifafræðingar telja að risaeðlubein sem fundust í Portúgal árið 2017 gætu verið úr stærstu risaeðlutegund sögunnar. Enn er unnið að uppgrefti beinanna en aldrei hafa bein úr stærri risaeðlu fundist í Evrópu. Erlent 27.8.2022 20:31 Nokkrir látnir eftir að trukkur keyrði á fólk við götugrill Nokkrir létu lífið er trukkur keyrði í gegnum grindverk og á gesti götugrills í borginni Rotterdam í Hollandi í dag. Þá voru einhverjir fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús eftir slysið. Erlent 27.8.2022 18:40 Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. Erlent 27.8.2022 17:32 Simon Spies beitti ungar stúlkur kynferðisofbeldi Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman. Erlent 27.8.2022 10:05 Segja rússneskan njósnara hafa heillað starfsfólk Nato upp úr skónum Hópur rannsóknarblaðamanna birti í dag grein þar sem því er haldið fram að rússneskur njósnari hafi árum saman þóst vera skartgripasali frá Perú. Hún hafi á endanum sest að í Napólí, skammt frá herstjórn Atlantshafssambandsins þar, og vingast við starfsfólk Nato, fengið vinnu sem móttökuritari og átt í stuttu ástarsambandi með starfsmanni sambandsins. Erlent 27.8.2022 00:14 Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. Erlent 26.8.2022 21:04 Kona og barn skotin á leikvelli í Svíþjóð Kona og ungt barn voru flutt særð á sjúkrahús eftir að hafa verið skotin á leikvelli í Årby í Eskilstuna, borg vestur af Stokkhólmi. Þau eru þó ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Erlent 26.8.2022 19:23 Moderna lögsækir Pfizer Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna ætlar að lögsækja lyfjarisann Pfizer og BioNTech, þýska samstarfsaðila hans, fyrir brot á einkaleyfisrétti við þróun fyrsta bóluefnisins við Covid-19. Erlent 26.8.2022 14:03 Björgun innilokaðra námumanna gæti tekið ellefu mánuði Leit að tíu námumönnum sem eru fastir ofan í kolanámu í Mexíkó gæti tekið á bilinu sex til ellefu mánuði, segja yfirvöld við ættingja mannanna. Erlent 26.8.2022 13:34 Spænska þingið segir „aðeins já þýðir já“ Spænska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að hægt sé að sækja menn til saka vegna alls kynlífs sem á sér stað án þess að aðilar hafi veitt samþykki. Áður var ekki hægt að sækja menn til saka nema ef kynlífið fól í sér einhvers konar þvingun eða valdbeitingu. Erlent 26.8.2022 12:20 Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. Erlent 26.8.2022 10:02 Bjartur logi við landamærin reyndist vera umfangsmikill gasbruni Rússa Rússar hafa verið sakaðir um brenna allt að 4,3 milljónum kúbikmetra á gasi á degi hverjum í gasvinnsluveri skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Íbúar Finnlandsmegin við landamæri Rússa og Finnlands vöktu fyrst athygli á málinu, eftir að bjartur og þrálátur logi birtist við sjóndeildarhringinn. Erlent 26.8.2022 09:10 Ætlaði sér að bana formanni sænska Miðflokksins Lögregla í Svíþjóð segir að maður, sem stakk konu á sjötugsaldri til bana í Visby á Gotlandi í júlí, hafi ætlað sér að myrða Annie Lööf, formann sænska Miðflokksins. Árásin átti sér stað þann 6. júlí þegar hin árlega stjórnmálavika í Almedalnum fór fram þar sem allir helstu stjórnmálaleiðtogar Svíþjóðar safnast saman. Erlent 26.8.2022 08:00 Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. Erlent 26.8.2022 07:22 Webb greindi koltvísýring í andrúmslofti fjarreikistjörnu Geimvísindamenn hafa fundið skýr og greinileg ummerki koltvísýrings í andrúmslofti gasrisa í annarri stjörnuþoku. Þetta er í fyrsta sinn sem koltvísýringur greinst í andrúmslofti fjarreikistjörnu. Erlent 25.8.2022 23:46 Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. Erlent 25.8.2022 22:42 Rússneskir grínistar blekktu Ian McKellen í spjall við Zelenskí Breski leikarinn Ian McKellen greindi frá því í gær að tveir rússneskir grínistar, sem hugðust notfæra sér leikarann, hafi sent honum boð um einkasamtal við Volodímír Zelenskí, Úkraínuforseta. Þegar samtalið við forsetann hófst runnu tvær grímur á leikarann og lagði hann á þá. Erlent 25.8.2022 22:03 Finnskir blaðamenn sakaðir um landráð neita sök Réttarhöld yfir þremur finnskum blaðamönnum sem sakaðir eru um að hafa opinberað ríkisleyndarmál Finnlands hófust í Helsinki í dag. Þeir neita sök. Erlent 25.8.2022 13:47 Yfirmaður löggæslumála í Robb-grunnskóla rekinn Yfirmaður löggæslumála Robb-grunnskóla í Uvalde í Texas er sagður hafa verið rekinn í gær vegna lélegrar meðhöndlunar á aðstæðum þegar árásarmaður réðst inn í skólann 24. maí síðastliðinn. Erlent 25.8.2022 08:59 40 prósent meintra kókaínefna innihéldu alls ekkert kókaín Ríkisrekin rannsóknarmiðstöð þar sem neytendur eiturlyfja geta komið og látið prófa efnin sem þeir kaupa hefur nú verið starfrækt í Canberra í Ástralíu í einn mánuð en niðurstöður prófananna eru sláandi. Erlent 25.8.2022 08:09 Ríkislögreglustjórinn hættir í kjölfar morðsins á Shinzo Abe Ríkislögreglustjóri Japans, Itaru Nakamura, hefur ákveðið að láta í störfum og þannig axla ábyrgð á því að lögreglu hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að forsætisráðherrann Shinzo Abe hafi verið ráðinn af dögum í júlí síðastliðinn. Erlent 25.8.2022 07:15 Skiptast á skotum við sveitir Írans í Sýrlandi Þrír bandarískir hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í eldflaugaárásum á bandarískar herstöðvar í Sýrlandi. Það er í kjölfar þess að Bandaríkin gerðu loftárásir á vopnaðar sveitir í Sýrlandi sem studdar eru af Íran. Erlent 24.8.2022 23:49 Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. Erlent 24.8.2022 22:31 Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. Erlent 24.8.2022 22:23 Fönguðu snekkju sökkva á myndband Engan sakaði þegar stærðarinnar snekkja sökk undan ströndum Ítalíu um helgina. Strandgæsla Ítalíu birti í dag myndband af snekkjunni, sem bar nafnið MY Saga, sökkva. Erlent 24.8.2022 18:17 Fyrrverandi kærasta John McAfee segir hann hafa sviðsett dauða sinn Í nýrri heimildarmynd um líf tæknimógúlsins John McAfee sem kemur út á Netflix í dag heldur fyrrverandi kærasta hans því fram að hann hafi sviðsett dauða sinn og sé enn á lífi í Texas. Á sama tíma berst ekkja hans áfram fyrir því að fá að sjá lík McAfee sem hefur legið í líkhúsi í Barcelona í meira en ár. Erlent 24.8.2022 16:06 « ‹ 236 237 238 239 240 241 242 243 244 … 334 ›
Sigldu í gegnum Taívansund í fyrsta sinn frá heimsókn Pelosi Bandarísk herskip sigldu um Taívansund í fyrsta sinn í dag eftir umdeilda heimsókn Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar bandaríska þingsins, til Taívan í ágústbyrjun. Kínverjar segjast vakta bandarísku skipin og hafa efnt til heræfinga á svæðinu í dag. Spennan hefur því sjaldan verið meiri á svæðinu. Erlent 28.8.2022 09:44
Neyðarástandi lýst yfir víða í Pakistan Hamfaraflóð í Pakistan hafa nú dregið tæplega þúsund manns til dauða síðan í júní. Flóðin eru þau mestu í seinni tíð og þykja sambærileg gríðarlegum flóðum sem urðu í landinu 2010. Erlent 27.8.2022 22:09
Leystu 34 ára gamalt mál eftir að morðinginn sleikti umslag Lögreglunni í Pennsylvaníu tókst nýlega að leysa morðmál 34 árum eftir að morðið átti sér stað. Upp komst um morðingjann þar sem hann sleikti umslag bréfs sem hann sendi lögreglunni. Erlent 27.8.2022 21:31
Söngvari Arcade Fire sakaður um kynferðisbrot Fjórir einstaklingar hafa sakað Win Butler, söngvara kanadísku hljómsveitarinnar Arcade Fire, um að hafa brotið á sér kynferðislega. Atvikin áttu sér stað á árunum 2015 til 2020 en Butler hefur verið í hjónabandi með Régine Chassagne, meðlim Arcade Fire, síðan árið 2003. Erlent 27.8.2022 21:06
Telja sig hafa fundið bein úr stærstu risaeðlu sögunnar Fornleifafræðingar telja að risaeðlubein sem fundust í Portúgal árið 2017 gætu verið úr stærstu risaeðlutegund sögunnar. Enn er unnið að uppgrefti beinanna en aldrei hafa bein úr stærri risaeðlu fundist í Evrópu. Erlent 27.8.2022 20:31
Nokkrir látnir eftir að trukkur keyrði á fólk við götugrill Nokkrir létu lífið er trukkur keyrði í gegnum grindverk og á gesti götugrills í borginni Rotterdam í Hollandi í dag. Þá voru einhverjir fluttir alvarlega slasaðir á sjúkrahús eftir slysið. Erlent 27.8.2022 18:40
Rússar komu í veg fyrir endurnýjun samnings SÞ um kjarnorkuvopn Andstaða Rússlands kom í gær í veg fyrir samþykkt sameiginlegrar yfirlýsingar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um takmörkun kjarnorkuvopna. Erlent 27.8.2022 17:32
Simon Spies beitti ungar stúlkur kynferðisofbeldi Fyrrverandi starfskonur dönsku ferðaskrifstofunnar Spies-Rejser og ættingjar látinna kvenna sem þar störfuðu krefjast þess að fyrirtækið biðjist afsökunar á kynferðislegu ofbeldi sem stofnandi fyrirtækisins beitti þær árum saman. Erlent 27.8.2022 10:05
Segja rússneskan njósnara hafa heillað starfsfólk Nato upp úr skónum Hópur rannsóknarblaðamanna birti í dag grein þar sem því er haldið fram að rússneskur njósnari hafi árum saman þóst vera skartgripasali frá Perú. Hún hafi á endanum sest að í Napólí, skammt frá herstjórn Atlantshafssambandsins þar, og vingast við starfsfólk Nato, fengið vinnu sem móttökuritari og átt í stuttu ástarsambandi með starfsmanni sambandsins. Erlent 27.8.2022 00:14
Ástæða leitar á heimili Trumps opinberuð Rökstuðningur Alríkislögreglunnar vegna húsleitar á heimili Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, hefur nú verið birtur. Með yfirlýsingu dómsmálaráðuneytis hafa nú fengist frekari upplýsingar um rannsóknina sem nú stendur yfir vegna skjala sem Trump er grunaður um að hafa haft með sér frá Hvíta húsinu við lok forsetíðar hans árið 2020. Erlent 26.8.2022 21:04
Kona og barn skotin á leikvelli í Svíþjóð Kona og ungt barn voru flutt særð á sjúkrahús eftir að hafa verið skotin á leikvelli í Årby í Eskilstuna, borg vestur af Stokkhólmi. Þau eru þó ekki í lífshættu að sögn lögreglu. Erlent 26.8.2022 19:23
Moderna lögsækir Pfizer Bandaríska lyfjafyrirtækið Moderna ætlar að lögsækja lyfjarisann Pfizer og BioNTech, þýska samstarfsaðila hans, fyrir brot á einkaleyfisrétti við þróun fyrsta bóluefnisins við Covid-19. Erlent 26.8.2022 14:03
Björgun innilokaðra námumanna gæti tekið ellefu mánuði Leit að tíu námumönnum sem eru fastir ofan í kolanámu í Mexíkó gæti tekið á bilinu sex til ellefu mánuði, segja yfirvöld við ættingja mannanna. Erlent 26.8.2022 13:34
Spænska þingið segir „aðeins já þýðir já“ Spænska þingið hefur samþykkt lög sem kveða á um að hægt sé að sækja menn til saka vegna alls kynlífs sem á sér stað án þess að aðilar hafi veitt samþykki. Áður var ekki hægt að sækja menn til saka nema ef kynlífið fól í sér einhvers konar þvingun eða valdbeitingu. Erlent 26.8.2022 12:20
Hættuástand sé yfirvofandi í orkumálum í Bretlandi Forstjóri bresku orkuyfirlitsstofnunarinnar Ofgem segir hættuástand yfirvofandi fyrir bresk heimili hvað varðar verð á gasi í landinu. Heimilin geti búist við 80 prósenta hækkun að meðaltali á verði á ári frá október og mögulega aftur í janúar á næsta ári. Hækkunin sem er spáð nemur 3.549 pundum á ári. Erlent 26.8.2022 10:02
Bjartur logi við landamærin reyndist vera umfangsmikill gasbruni Rússa Rússar hafa verið sakaðir um brenna allt að 4,3 milljónum kúbikmetra á gasi á degi hverjum í gasvinnsluveri skammt frá landamærum Finnlands og Rússlands. Íbúar Finnlandsmegin við landamæri Rússa og Finnlands vöktu fyrst athygli á málinu, eftir að bjartur og þrálátur logi birtist við sjóndeildarhringinn. Erlent 26.8.2022 09:10
Ætlaði sér að bana formanni sænska Miðflokksins Lögregla í Svíþjóð segir að maður, sem stakk konu á sjötugsaldri til bana í Visby á Gotlandi í júlí, hafi ætlað sér að myrða Annie Lööf, formann sænska Miðflokksins. Árásin átti sér stað þann 6. júlí þegar hin árlega stjórnmálavika í Almedalnum fór fram þar sem allir helstu stjórnmálaleiðtogar Svíþjóðar safnast saman. Erlent 26.8.2022 08:00
Selenskí segir varaaflstöðvar hafa forðað kjarnorkuslysi Vólódimír Selenskí Úkraínuforseti segir að litlu hafi mátt muni að kjarnorkuslys yrði þegar síðasta rafmagnslínan að Zaporizhzhia kjarnorkuverinu datt út í átökum í kringum verið. Nokkrar klukkustundir tók að gera við línuna. Erlent 26.8.2022 07:22
Webb greindi koltvísýring í andrúmslofti fjarreikistjörnu Geimvísindamenn hafa fundið skýr og greinileg ummerki koltvísýrings í andrúmslofti gasrisa í annarri stjörnuþoku. Þetta er í fyrsta sinn sem koltvísýringur greinst í andrúmslofti fjarreikistjörnu. Erlent 25.8.2022 23:46
Skipun um stærri her ólíkleg til að skila árangri í Úkraínu Vladimír Pútin, forseti Rússlands, gaf í dag þá skipun að her Rússlands yrði stækkaður. Hermönnum yrði fjölgað um þrettán prósent fyrir enda þessa árs. Það þýðir að þeim yrði fjölgað um 137 þúsund og yrði her Rússlands þá skipaður 1,15 milljónum hermanna. Erlent 25.8.2022 22:42
Rússneskir grínistar blekktu Ian McKellen í spjall við Zelenskí Breski leikarinn Ian McKellen greindi frá því í gær að tveir rússneskir grínistar, sem hugðust notfæra sér leikarann, hafi sent honum boð um einkasamtal við Volodímír Zelenskí, Úkraínuforseta. Þegar samtalið við forsetann hófst runnu tvær grímur á leikarann og lagði hann á þá. Erlent 25.8.2022 22:03
Finnskir blaðamenn sakaðir um landráð neita sök Réttarhöld yfir þremur finnskum blaðamönnum sem sakaðir eru um að hafa opinberað ríkisleyndarmál Finnlands hófust í Helsinki í dag. Þeir neita sök. Erlent 25.8.2022 13:47
Yfirmaður löggæslumála í Robb-grunnskóla rekinn Yfirmaður löggæslumála Robb-grunnskóla í Uvalde í Texas er sagður hafa verið rekinn í gær vegna lélegrar meðhöndlunar á aðstæðum þegar árásarmaður réðst inn í skólann 24. maí síðastliðinn. Erlent 25.8.2022 08:59
40 prósent meintra kókaínefna innihéldu alls ekkert kókaín Ríkisrekin rannsóknarmiðstöð þar sem neytendur eiturlyfja geta komið og látið prófa efnin sem þeir kaupa hefur nú verið starfrækt í Canberra í Ástralíu í einn mánuð en niðurstöður prófananna eru sláandi. Erlent 25.8.2022 08:09
Ríkislögreglustjórinn hættir í kjölfar morðsins á Shinzo Abe Ríkislögreglustjóri Japans, Itaru Nakamura, hefur ákveðið að láta í störfum og þannig axla ábyrgð á því að lögreglu hafi ekki tekist að koma í veg fyrir að forsætisráðherrann Shinzo Abe hafi verið ráðinn af dögum í júlí síðastliðinn. Erlent 25.8.2022 07:15
Skiptast á skotum við sveitir Írans í Sýrlandi Þrír bandarískir hermenn eru sagðir hafa særst lítillega í eldflaugaárásum á bandarískar herstöðvar í Sýrlandi. Það er í kjölfar þess að Bandaríkin gerðu loftárásir á vopnaðar sveitir í Sýrlandi sem studdar eru af Íran. Erlent 24.8.2022 23:49
Er rauða flóðbylgjan að verða að smá skvettu? Svo virðist sem að sú „rauða flóðbylgja“ sem spáð hefur verið að skelli á Bandaríkjunum í þingkosningunum í nóvember, ætli ekki að raungerast. Undanfarna mánuði hafa Repúblikanar virst í góðri stöðu til að ná völdum í fulltrúadeild Bandaríkjaþings og mögulega öldungadeildinni einnig. Erlent 24.8.2022 22:31
Tuttugu og tveir látnir eftir eldflaugaárás á lestarstöð Minnst tuttugu og tveir eru látnir og tugir eru særðir eftir að Rússar skutu eldflaugum að lestarstöð í bænum Chaplyne. Eldflaugar eru sagðar hafa lent á farþegalest og stóðu fjórir lestarvagnar í ljósum logum eftir árásina. Erlent 24.8.2022 22:23
Fönguðu snekkju sökkva á myndband Engan sakaði þegar stærðarinnar snekkja sökk undan ströndum Ítalíu um helgina. Strandgæsla Ítalíu birti í dag myndband af snekkjunni, sem bar nafnið MY Saga, sökkva. Erlent 24.8.2022 18:17
Fyrrverandi kærasta John McAfee segir hann hafa sviðsett dauða sinn Í nýrri heimildarmynd um líf tæknimógúlsins John McAfee sem kemur út á Netflix í dag heldur fyrrverandi kærasta hans því fram að hann hafi sviðsett dauða sinn og sé enn á lífi í Texas. Á sama tíma berst ekkja hans áfram fyrir því að fá að sjá lík McAfee sem hefur legið í líkhúsi í Barcelona í meira en ár. Erlent 24.8.2022 16:06