Tveir látnir og margir slasaðir eftir fjörutíu bíla árekstur í Danmörku Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2022 11:23 Tveir eru látnir og fleiri sagðir alvarlega slasaðir. Getty Tveir eru látnir eftir árekstur á fjórða tug bíla á hraðbraut á milli bæjanna Randers og Hobro á Jótlandi í Danmörku í morgun. Fjöldahjálparmistöð hefur verið opnuð á lögreglustöðinni í Hobro vegna slyssins. Áreksturinn varð um klukkan 9:30 að dönskum tíma, 8:30 að íslenskum tíma, og liggur fyrir að umferð um hraðbrautina verður lokuð í langan tíma. Haft er eftir lögreglu í dönskum miðlum að fyrst hafi orðið slys á suðurleiðinni og í framhaldinu á norðurleið skömmu síðar. „Við erum við vinnu á vettvangi. Lögregla, sjúkrabílar og björgunaraðilar hafa verið sendir á staðinn,“ segir Henrik Skals, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á Norður-Jótlandi, í tilkynningu til fjölmiðla. Fólk er beðið um að halda kyrru fyrir í bílum sínum á meðan björgunaraðilar mæta á svæðið. Mikil hálka hefur verið á svæðinu og þokubakkar valdið slæmu skyggni. Fram kemur á vef lögreglunnar á Norður-Jótlandi að hinir látnu séu karlmenn. Annar er fertugur frá Himmerland og hafa aðstandendur hans verið látnir vita. Ekki hefur náðst í aðstandendur hins karlmannsins sem lést. Ekstrabladet birtir myndband sem sýnir aðstæður á vettvangi. Der er sket et større færdselsuheld på E45 omkring Fårup mellem afkørsel 37 og 38. Der er både sket færdselsuheld i sydgående og nordgående retning. Politi og redning er fremme på stedet. Trafikken kan ikke passere, så find alternative ruter. @nordjyskedk @TV2Nord #politidk— Nordjyllands Politi (@NjylPoliti) December 15, 2022 Danmörk Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Áreksturinn varð um klukkan 9:30 að dönskum tíma, 8:30 að íslenskum tíma, og liggur fyrir að umferð um hraðbrautina verður lokuð í langan tíma. Haft er eftir lögreglu í dönskum miðlum að fyrst hafi orðið slys á suðurleiðinni og í framhaldinu á norðurleið skömmu síðar. „Við erum við vinnu á vettvangi. Lögregla, sjúkrabílar og björgunaraðilar hafa verið sendir á staðinn,“ segir Henrik Skals, aðstoðarlögreglustjóri hjá lögreglunni á Norður-Jótlandi, í tilkynningu til fjölmiðla. Fólk er beðið um að halda kyrru fyrir í bílum sínum á meðan björgunaraðilar mæta á svæðið. Mikil hálka hefur verið á svæðinu og þokubakkar valdið slæmu skyggni. Fram kemur á vef lögreglunnar á Norður-Jótlandi að hinir látnu séu karlmenn. Annar er fertugur frá Himmerland og hafa aðstandendur hans verið látnir vita. Ekki hefur náðst í aðstandendur hins karlmannsins sem lést. Ekstrabladet birtir myndband sem sýnir aðstæður á vettvangi. Der er sket et større færdselsuheld på E45 omkring Fårup mellem afkørsel 37 og 38. Der er både sket færdselsuheld i sydgående og nordgående retning. Politi og redning er fremme på stedet. Trafikken kan ikke passere, så find alternative ruter. @nordjyskedk @TV2Nord #politidk— Nordjyllands Politi (@NjylPoliti) December 15, 2022
Danmörk Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira