Segir bönnuðu blaðamennina hafa deilt ígildi „launmorðshnita“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. desember 2022 09:00 Elon Musk er umdeildur. Jakub Porzycki/NurPhoto via Getty Images Bandaríski samfélagsmiðillinn Twitter hefur eytt reikningum nokkra þekktra blaðamanna sem að undanförnu hafa fjallað um auðkýfinginn Elon Musk, eiganda Twitter. Sjálfur segir Musk að blaðamennirnir hafi deilt staðsetningu hans, sem ígildi „launmorðshnitum“. Á meðal þeirra sem bannaðir hafa verið eru Drew Harrel, blaðamaður Washington Post sem sérhæfir sig í í tæknimálum. Donie O'Sullivan, blaðamaður CNN og Ryan Mac, blaðamaður New York Times. Í frétt Washington Post um málið segir að um tugur blaðamanna hafi verið sparkað fyrirvaralaust af samfélagsmiðlinum, án viðvörunar. Þar kemur fram að Twitter hafi gefið litlar skýringar á þessari ákvörðun. Í frétt Post kemur einnig fram að meirihluti þeirra blaðamanna sem sparkað var af Twitter hafi að undanförnu fjallað um Musk og hinn svokallaða ElonJet reikning sem fylgst hafði með einkaflugvél Musk. ElonJet var sparkað af Twitter fyrir að deila upplýsingum um ferðir einkaflugvélarinnar. Reglum Twitter var þá einnig breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntíma staðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum. Í frétt Post segir að Twitter hafi ekki svarað spurningum um ákvörðunina að banna blaðamennina. Sjálfur hefur Musk hins vegar virkur á Twitter nú í morgunsárið. Sjá má að hann hefur fest tíst efst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann segir að það sé ekkert mál að gagnrýna hann, en það fari yfir strikið að deila upplýsingum um rauntíma staðsetningu hans sem ógni fjölskyldu hans. Criticizing me all day long is totally fine, but doxxing my real-time location and endangering my family is not— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í öðru svari á Twitter segir hann að blaðamennirnir hafi deilt rauntíma staðsetningu hans, sem sé ígildi þess að deila „launmorðshnitum“, líkt og hann orðar það. They posted my exact real-time location, basically assassination coordinates, in (obvious) direct violation of Twitter terms of service— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í frétt Post segir að blaðið hafi ekki séð neinar upplýsingar um að tíst blaðamannanna hafi ógnað fjölskyldu Musk. Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Á meðal þeirra sem bannaðir hafa verið eru Drew Harrel, blaðamaður Washington Post sem sérhæfir sig í í tæknimálum. Donie O'Sullivan, blaðamaður CNN og Ryan Mac, blaðamaður New York Times. Í frétt Washington Post um málið segir að um tugur blaðamanna hafi verið sparkað fyrirvaralaust af samfélagsmiðlinum, án viðvörunar. Þar kemur fram að Twitter hafi gefið litlar skýringar á þessari ákvörðun. Í frétt Post kemur einnig fram að meirihluti þeirra blaðamanna sem sparkað var af Twitter hafi að undanförnu fjallað um Musk og hinn svokallaða ElonJet reikning sem fylgst hafði með einkaflugvél Musk. ElonJet var sparkað af Twitter fyrir að deila upplýsingum um ferðir einkaflugvélarinnar. Reglum Twitter var þá einnig breytt til að koma í veg fyrir að upplýsingum um rauntíma staðsetningu einstaklinga yrði deilt á samfélagsmiðlinum. Í frétt Post segir að Twitter hafi ekki svarað spurningum um ákvörðunina að banna blaðamennina. Sjálfur hefur Musk hins vegar virkur á Twitter nú í morgunsárið. Sjá má að hann hefur fest tíst efst á Twitter-reikningi sínum þar sem hann segir að það sé ekkert mál að gagnrýna hann, en það fari yfir strikið að deila upplýsingum um rauntíma staðsetningu hans sem ógni fjölskyldu hans. Criticizing me all day long is totally fine, but doxxing my real-time location and endangering my family is not— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í öðru svari á Twitter segir hann að blaðamennirnir hafi deilt rauntíma staðsetningu hans, sem sé ígildi þess að deila „launmorðshnitum“, líkt og hann orðar það. They posted my exact real-time location, basically assassination coordinates, in (obvious) direct violation of Twitter terms of service— Elon Musk (@elonmusk) December 16, 2022 Í frétt Post segir að blaðið hafi ekki séð neinar upplýsingar um að tíst blaðamannanna hafi ógnað fjölskyldu Musk.
Samfélagsmiðlar Twitter Fjölmiðlar Bandaríkin Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira