Erlent Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur áhyggjur en Rússar vísa ásökunum á bug Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur miklar áhyggjur af aðstæðum í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu. Innviðir skemmdust töluvert í eldflaugaárásum fyrir helgi en verið er hið stærsta í Evrópu. Úkraínumenn og Rússar benda hver á annan. Erlent 7.8.2022 10:55 Fleiri skip sigla úr höfn Fjögur skip með korn innanborðs sigldu út á Svartahaf frá Úkraínu í morgun. Um tuttugu milljónir tonna bíða útflutnings frá Úkraínu en samanlagt voru um 160 þúsund tonn í skipunum fjórum. Erlent 7.8.2022 10:37 Annar eldsneytisgeymslutankur sprakk á Kúbu Eldsneytisgeymslutankur við höfnina í Matanzas á Kúbu sprakk nú í morgun vegna elds sem hafði logað á svæðinu um nóttina. Eldurinn logaði vegna eldingar sem hafði slegið niður í samskonar tank á föstudagskvöld og hann einnig sprungið. Erlent 6.8.2022 19:47 Biden búinn að losna við Covid, aftur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú aftur losað sig við kórónuveiruna. Forsetinn greindist með veiruna um síðustu helgi en hann mun þó halda áfram í einangrun þar til prófið er staðfest. Erlent 6.8.2022 18:59 Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp 22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó. Erlent 6.8.2022 15:15 Hafa áhyggjur af horuðum mjaldri sem er fastur í Signu Yfirvöld í Frakklandi hafa áhyggjur af mjaldri sem fastur er í ánni Signu. Hvalurinn hefur ekki viljað borða neitt síðan hann fannst. Erlent 6.8.2022 15:09 Rúmlega fimm hundruð manns látist í skyndiflóðum í Pakistan Alls hafa 549 manns látið lífið í Pakistan síðasta mánuðinn vegna skyndiflóða. Yfir 42 þúsund heimili eru eyðilögð vegna þeirra. Erlent 6.8.2022 14:21 Segja Kínverja hafa æft árásir á Taívan Varnarmálaráðuneyti Taívans segir mikinn fjölda kínverskra herskipa og -flugvéla hafa verið við æfingar í Taívansundi. Sum þeirra hafi farið yfir miðlínu sundsins. Erlent 6.8.2022 13:30 Tólf manns látnir eftir rútuslys í Króatíu Tólf manns eru látnir eftir að rúta með 43 farþega lenti utan vegar nálægt þorpinu Jarek Bisaki í Króatíu í morgun. Allir þeir farþegar sem enn eru á lífi eru slasaðir og nokkrir þeirra alvarlega. Erlent 6.8.2022 12:10 Auknar áhyggjur af kjarnorkuverinu eftir árás Rússa Yfirvöld í Úkraínu hafa auknar áhyggjur af öryggi í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu eftir loftárás rússneskra hersveita hinn 5. ágúst síðastliðinn. Kjarnorkuverið er hið stærsta í Evrópu. Erlent 6.8.2022 12:09 Ellefu látnir eftir árás á Gaza-svæðið Ellefu létu lífið er ísraelski herinn skaut eldflaugum á Gaza-svæðið í gær. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur en einhverjir þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar. Erlent 6.8.2022 10:22 Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. Erlent 5.8.2022 23:56 Herða öryggi af ótta við tölvuþrjóta Íhaldsflokkurinn í Bretlandi tók ákvörðun að herða öryggið í kringum kosningu forystu flokksins sem fer fram þessa dagana en flokkurinn var varaður við því að tölvuþrjótar gætu reynt að breyta niðurstöðu kjörsins. Niðurstaða kosninganna verður ljós þann 5. september næstkomandi. Erlent 5.8.2022 14:27 Alvarlega slösuð eftir öfluga eldingu við Hvíta húsið Tveir karlmenn og tvær konur slösuðust alvarlega þegar öflugri eldingu eða eldingum laust niður skammt frá Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Erlent 5.8.2022 12:03 Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. Erlent 5.8.2022 11:52 Þrettán létust í eldsvoða á skemmtistað Minnst þrettán létust og 35 slösuðust eftir að eldur kviknaði á skemmtistað í Taílandi í nótt. Erlent 5.8.2022 07:48 Kornútflutningur hefst á ný og H&M efnir til lagerhreinsunar Þrjú flutningaskip með korn innanborðs lögðu úr höfn í Úkraínu í dag. Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra landsins, segir Úkraínumenn treysta því að öryggistryggingar frá Sameinuðu þjóðunum og Tyrklandi um örugga för skipanna frá Úkraínu haldi og að útflutningur kornvöru komist í stöðugan og fyrirsjáanlegan farveg. Erlent 5.8.2022 07:42 Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. Erlent 4.8.2022 23:56 Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. Erlent 4.8.2022 16:00 Lokun þýskra kjarnorkuvera óljós vegna skorts á gasi Kanslari Þýskalands Olaf Scholz segir það geta hugsast að gott væri að halda starfsemi þýskra kjarnorkuvera gangandi í ljósi rýrnunar á gasflæði frá Rússlandi. Erlent 4.8.2022 14:07 Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. Erlent 4.8.2022 09:33 Öldungadeildin samþykkir aðild Svía og Finna Allir þingmenn öldungadeildar bandaríska þingsins nema einn samþykktu í gær aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, sagði aðild ríkjanna myndu efla Nató og auka öryggi Bandaríkjanna. Erlent 4.8.2022 07:40 Kínverjar hefja heræfingar umhverfis Taívan Ríkismiðlar í Kína hafa greint frá því að umfangsmiklar heræfingar kínverska hersins umhverfis Taívan séu hafnar. Æfingarnar eru sagðar fara fram á sex svæðum umhverfis eyjuna og hafa tilmæli verið send út um að flugvélar og skip forðist svæðin á meðan þær standa yfir. Erlent 4.8.2022 06:53 „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. Erlent 3.8.2022 22:48 Rándýrt að skoða Komododreka og starfsmenn farnir í verkfall Kostnaður við að ferðast á tvær eyjur sem eru heimkynni Komododrekans átjánfaldaðist um mánaðamót júlí og ágúst. Ferðamenn þurfa nú að borga 3,75 milljónir indónesískra rúpía til að fá aðgang að eyjunni, tæpar 35 þúsund íslenskar krónur. Erlent 3.8.2022 11:29 Túrbínan sé tilbúin fyrir flutning til Rússlands Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz mun í dag skoða rússneska túrbínu frá Gazprom sem hefur valdið miklum flækjum fyrir gasflutning í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Túrbínan er staðsett í borginni Mulheim í Þýskalandi. Erlent 3.8.2022 08:31 Ríkur tannlæknir dæmdur fyrir að bana eiginkonunni með haglabyssu í veiðiferð Auðugur bandarískur tannlæknir sem sakaður var um að hafa skotið eiginkonu sína til bana með haglabyssu í veiðileiðangri í Afríku var í gær sakfelldur fyrir morð og póstsvik. Hinn 67 ára Lawrence Rudolph var ákærður fyrir að hafa myrt Bianca Rudolph í Sambíu árið 2016 og brotið lög þegar hann leysti út 4,8 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni hennar. Erlent 3.8.2022 08:01 Ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Taívan og skaut á forseta Kína Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hét áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Taívan í opinberri heimsókn sinni þar í gær. Pelosi fundaði meðal annars með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, sem hét því að láta ekki undan hernaðarlegum hótunum Kína. Erlent 3.8.2022 07:35 Íbúar Kansas standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs Íbúar í Kansas í Bandaríkjunum höfnuðu því í atkvæðagreiðslu í gær að fjarlægja ákvæði úr stjórnarskrá ríkisins þar sem konum er tryggður rétturinn til þungunarrofs. Erlent 3.8.2022 06:41 Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. Erlent 2.8.2022 18:10 « ‹ 256 257 258 259 260 261 262 263 264 … 334 ›
Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur áhyggjur en Rússar vísa ásökunum á bug Alþjóðakjarnorkumálastofnunin hefur miklar áhyggjur af aðstæðum í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu. Innviðir skemmdust töluvert í eldflaugaárásum fyrir helgi en verið er hið stærsta í Evrópu. Úkraínumenn og Rússar benda hver á annan. Erlent 7.8.2022 10:55
Fleiri skip sigla úr höfn Fjögur skip með korn innanborðs sigldu út á Svartahaf frá Úkraínu í morgun. Um tuttugu milljónir tonna bíða útflutnings frá Úkraínu en samanlagt voru um 160 þúsund tonn í skipunum fjórum. Erlent 7.8.2022 10:37
Annar eldsneytisgeymslutankur sprakk á Kúbu Eldsneytisgeymslutankur við höfnina í Matanzas á Kúbu sprakk nú í morgun vegna elds sem hafði logað á svæðinu um nóttina. Eldurinn logaði vegna eldingar sem hafði slegið niður í samskonar tank á föstudagskvöld og hann einnig sprungið. Erlent 6.8.2022 19:47
Biden búinn að losna við Covid, aftur Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur nú aftur losað sig við kórónuveiruna. Forsetinn greindist með veiruna um síðustu helgi en hann mun þó halda áfram í einangrun þar til prófið er staðfest. Erlent 6.8.2022 18:59
Kona sem drap nauðgara sinn ákærð fyrir manndráp 22ja ára mexíkósk kona á yfir höfði sér 7 ára fangelsi fyrir að hafa orðið manni, sem var að nauðga henni, að bana. Ákæruvaldið segir konuna hafa beitt óhóflegu ofbeldi. Tæplega 50 konum er nauðgað að meðaltali á degi hverjum í Mexíkó. Erlent 6.8.2022 15:15
Hafa áhyggjur af horuðum mjaldri sem er fastur í Signu Yfirvöld í Frakklandi hafa áhyggjur af mjaldri sem fastur er í ánni Signu. Hvalurinn hefur ekki viljað borða neitt síðan hann fannst. Erlent 6.8.2022 15:09
Rúmlega fimm hundruð manns látist í skyndiflóðum í Pakistan Alls hafa 549 manns látið lífið í Pakistan síðasta mánuðinn vegna skyndiflóða. Yfir 42 þúsund heimili eru eyðilögð vegna þeirra. Erlent 6.8.2022 14:21
Segja Kínverja hafa æft árásir á Taívan Varnarmálaráðuneyti Taívans segir mikinn fjölda kínverskra herskipa og -flugvéla hafa verið við æfingar í Taívansundi. Sum þeirra hafi farið yfir miðlínu sundsins. Erlent 6.8.2022 13:30
Tólf manns látnir eftir rútuslys í Króatíu Tólf manns eru látnir eftir að rúta með 43 farþega lenti utan vegar nálægt þorpinu Jarek Bisaki í Króatíu í morgun. Allir þeir farþegar sem enn eru á lífi eru slasaðir og nokkrir þeirra alvarlega. Erlent 6.8.2022 12:10
Auknar áhyggjur af kjarnorkuverinu eftir árás Rússa Yfirvöld í Úkraínu hafa auknar áhyggjur af öryggi í Zaporizhzhya kjarnorkuverinu eftir loftárás rússneskra hersveita hinn 5. ágúst síðastliðinn. Kjarnorkuverið er hið stærsta í Evrópu. Erlent 6.8.2022 12:09
Ellefu látnir eftir árás á Gaza-svæðið Ellefu létu lífið er ísraelski herinn skaut eldflaugum á Gaza-svæðið í gær. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur en einhverjir þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar. Erlent 6.8.2022 10:22
Gert að greiða nærri sjö milljarða króna vegna lyga um skotárásina í Sandy Hook Bandaríski samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones þarf að greiða rúmar 49 milljónir bandaríkjadala, jafnvirði um 6,8 milljarða íslenskra króna, vegna ítrekaðra staðhæfinga um að skotárásin í Sandy Hook grunnskólanum hafi verið sviðsett. Erlent 5.8.2022 23:56
Herða öryggi af ótta við tölvuþrjóta Íhaldsflokkurinn í Bretlandi tók ákvörðun að herða öryggið í kringum kosningu forystu flokksins sem fer fram þessa dagana en flokkurinn var varaður við því að tölvuþrjótar gætu reynt að breyta niðurstöðu kjörsins. Niðurstaða kosninganna verður ljós þann 5. september næstkomandi. Erlent 5.8.2022 14:27
Alvarlega slösuð eftir öfluga eldingu við Hvíta húsið Tveir karlmenn og tvær konur slösuðust alvarlega þegar öflugri eldingu eða eldingum laust niður skammt frá Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum í gærkvöldi. Erlent 5.8.2022 12:03
Segir hald Rússa á Griner óréttmætt Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari. Erlent 5.8.2022 11:52
Þrettán létust í eldsvoða á skemmtistað Minnst þrettán létust og 35 slösuðust eftir að eldur kviknaði á skemmtistað í Taílandi í nótt. Erlent 5.8.2022 07:48
Kornútflutningur hefst á ný og H&M efnir til lagerhreinsunar Þrjú flutningaskip með korn innanborðs lögðu úr höfn í Úkraínu í dag. Oleksandr Kubrakov, innviðaráðherra landsins, segir Úkraínumenn treysta því að öryggistryggingar frá Sameinuðu þjóðunum og Tyrklandi um örugga för skipanna frá Úkraínu haldi og að útflutningur kornvöru komist í stöðugan og fyrirsjáanlegan farveg. Erlent 5.8.2022 07:42
Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. Erlent 4.8.2022 23:56
Fjögur ákærð vegna máls Breonna Taylor Bandaríska alríkislögreglan hefur handtekið og ákært fjóra nú- og fyrrverandi lögregluþjóna í Louisville í Kentucky vegna máls sjúkraliðans Breonna Taylor. Taylor var skotin til bana af lögregluþjónum sem brutust inn á heimili hennar árið 2020. Hún var aðeins 26 ára gömul. Erlent 4.8.2022 16:00
Lokun þýskra kjarnorkuvera óljós vegna skorts á gasi Kanslari Þýskalands Olaf Scholz segir það geta hugsast að gott væri að halda starfsemi þýskra kjarnorkuvera gangandi í ljósi rýrnunar á gasflæði frá Rússlandi. Erlent 4.8.2022 14:07
Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. Erlent 4.8.2022 09:33
Öldungadeildin samþykkir aðild Svía og Finna Allir þingmenn öldungadeildar bandaríska þingsins nema einn samþykktu í gær aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana, sagði aðild ríkjanna myndu efla Nató og auka öryggi Bandaríkjanna. Erlent 4.8.2022 07:40
Kínverjar hefja heræfingar umhverfis Taívan Ríkismiðlar í Kína hafa greint frá því að umfangsmiklar heræfingar kínverska hersins umhverfis Taívan séu hafnar. Æfingarnar eru sagðar fara fram á sex svæðum umhverfis eyjuna og hafa tilmæli verið send út um að flugvélar og skip forðist svæðin á meðan þær standa yfir. Erlent 4.8.2022 06:53
„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. Erlent 3.8.2022 22:48
Rándýrt að skoða Komododreka og starfsmenn farnir í verkfall Kostnaður við að ferðast á tvær eyjur sem eru heimkynni Komododrekans átjánfaldaðist um mánaðamót júlí og ágúst. Ferðamenn þurfa nú að borga 3,75 milljónir indónesískra rúpía til að fá aðgang að eyjunni, tæpar 35 þúsund íslenskar krónur. Erlent 3.8.2022 11:29
Túrbínan sé tilbúin fyrir flutning til Rússlands Kanslari Þýskalands, Olaf Scholz mun í dag skoða rússneska túrbínu frá Gazprom sem hefur valdið miklum flækjum fyrir gasflutning í gegnum Nord Stream 1 gasleiðsluna. Túrbínan er staðsett í borginni Mulheim í Þýskalandi. Erlent 3.8.2022 08:31
Ríkur tannlæknir dæmdur fyrir að bana eiginkonunni með haglabyssu í veiðiferð Auðugur bandarískur tannlæknir sem sakaður var um að hafa skotið eiginkonu sína til bana með haglabyssu í veiðileiðangri í Afríku var í gær sakfelldur fyrir morð og póstsvik. Hinn 67 ára Lawrence Rudolph var ákærður fyrir að hafa myrt Bianca Rudolph í Sambíu árið 2016 og brotið lög þegar hann leysti út 4,8 milljónir bandaríkjadala út úr líftryggingunni hennar. Erlent 3.8.2022 08:01
Ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Taívan og skaut á forseta Kína Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar bandaríska þingsins, hét áframhaldandi stuðningi Bandaríkjanna við Taívan í opinberri heimsókn sinni þar í gær. Pelosi fundaði meðal annars með Tsai Ing-wen, forseta Taívan, sem hét því að láta ekki undan hernaðarlegum hótunum Kína. Erlent 3.8.2022 07:35
Íbúar Kansas standa vörð um rétt kvenna til þungunarrofs Íbúar í Kansas í Bandaríkjunum höfnuðu því í atkvæðagreiðslu í gær að fjarlægja ákvæði úr stjórnarskrá ríkisins þar sem konum er tryggður rétturinn til þungunarrofs. Erlent 3.8.2022 06:41
Pelosi lent í Taívan og kínverskum orustuþotum flogið inn í loftvarnarsvæði þeirra Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lenti í Taívan síðdegis í dag þrátt fyrir mikla andstöðu Kínverja. Talið er að heimsóknin gæti aukið verulega á spennu á milli stórveldanna tveggja. Erlent 2.8.2022 18:10