Erlent

„Dömur og herrar, notið almenna skynsemi“

Enginn af þremenningunum sem eltu og sátu fyrir Ahmaud Arbery höfðu tilefni til að framkvæma borgaralega handtöku eftir að þeir sáu blökkumanninn í hverfi þeirra í Brunswick í Georgíu í fyrra. Þeir ákváðu að elta hann „vegna þess að hann var blökkumaður á hlaupum eftir götum þeirra“.

Erlent

Rússneskur aðmíráll segir kafbát NATO hafa verið siglt á Kursk

Vyachselav Popov, fyrrverandi aðmíráll í Rússlandi, heldur því fram að kafbátur frá ríki í Atlantshafsbandalaginu hafi valdið því að rússneski kafbáturinn Kursk hafi sokkið árið 2000. Eigin rannsókn Rússa leiddi í ljós að kafbáturinn sökk eftir sprengingu vegna gallaðs tundurskeytis.

Erlent

Kanna hvort ökumaðurinn hafi verið á flótta eftir glæp

Lögregluþjónar í Waukesha í Wisconsin í Bandaríkjunum rannsaka hvort maðurinn sem ók jeppa inn í jólaskrúðgöngu í gær hafi verið að flýja vettvang glæps. Minnst fimm dóu og rúmlega fjörutíu er slasaðir eftir að maðurinn ók inn í þvögu fólks.

Erlent

Segir ofbeldishneigða fávita nýta sér mótmæli

Mark Rutte, fráfarandi forsætisráðherra Hollands, segir ofbeldishneigða fávita hafa valdið ofbeldi á óeirðum í landinu um helgina. Ofbeldisfull mótmæli gegn neyðaraðgerðum vegna Covid-19 voru haldin i Hollandi um helgina og kom til ofbeldis milli mótmælenda og lögreglu.

Erlent

Áttu hálf­tíma langt sím­tal við Peng Shuai

For­svars­menn Al­þjóða­ólympíu­nefndarinnar ræddu við kín­versku tennis­konuna Peng Shuai í gegn um mynd­bands­sím­tal í hálf­tíma í dag. Ekkert hafði spurst til hennar í þrjár vikur frá því að hún birti færslu á kín­verska sam­fé­lags­miðlinum Wei­bo þar sem hún sakaði Z­hang Gaoli, fyrr­verandi vara­for­seta Kína, um að hafa nauðgað sér.

Erlent

„Auð­vitað er þetta svika­mylla“

Sérfræðingur í málefnum Austur-Evrópu segir Hvít-Rússa beita „nýju vopni“ í átökum á landamærunum. Dr. Hilmar Þór Hilmarsson var í viðtali á Sprengisandi í morgun og segir ástandið slæmt. Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Hvíta-Rússlands, hefur verið sakaður um að nota flótta- og farandfólk sem „peð“ í deilum við Evrópusambandið.

Erlent

Óða­got þegar peningum rigndi yfir hrað­brautina

Seðlum hreinlega rigndi á hraðbraut í Kaliforníu í Bandaríkjunum í gær, sem olli því að hraðbrautin lokaðist þegar ökumenn námu staðar og freistuðu þess að ná sér í skjótfenginn gróða. Peningarnir komu úr sendiferðabíl sem virðist ekki hafa verið nægilega vel lokaður.

Erlent

Ekkert lát á Covid-mótmælum í Evrópu

Víða hefur verið mótmælt í Evrópu vegna samkomutakmarkana. Þúsundir hafa streymt út á götur í Austurríki, Króatíu og á Ítalíu og mótmælt aðgerðum vegna faraldursins. Í Hollandi var mótmælt bæði á föstudag- og laugardagskvöld.

Erlent

Segja Peng Shuai hafa verið á tennis­móti tæpum þremur vikum eftir hvarf hennar

Kínverska tenniskonan Peng Shuai, sem ekkert hafði spurst til eftir að hún sakaði fyrrverandi varaforseta Kína um nauðgun fyrr í þessum mánuði, er sögð hafa verið viðstödd tennismót í Kína í dag. Alþjóðlega tennissamfélagið hafði kallað eftir því að kínversk stjórnvöld sýndu fram á að hún væri örugg og á lífi eftir að hún setti ásakanirnar fram á samfélagsmiðlum.

Erlent

Kominn tími til að ræða skyldu­bólu­setningar af al­vöru

Al­þjóða­heil­brigðis­mála­stofnunin hefur gríðar­legar á­hyggjur af mikilli upp­sveiflu far­aldursins í Evrópu síðustu vikurnar. Svæðis­stjóri stofnunarinnar varar við því að 500 þúsund manns geti látist vegna veirunnar í Evrópu fyrir fyrsta árs­fjórðung næsta árs og segir tíma til kominn að taka umræðuna um skyldubólusetningar út frá lagalegu og samfélagslegu samhengi.

Erlent

Börn bjart­sýnni á betri heim en full­orðnir

Niðurstöður nýrrar könnunar UNICEF og Gallup sýna að börn séu bjartsýnni á betri heim en fullorðnir. 21.000 manns, börn og fullorðnir, tóku þátt í könnuninni en hún var framkvæmd í tuttugu og einu landi.

Erlent

Lögregla skaut á Covid-mótmælendur

Mótmælendur í hollensku borginni Rotterdam særðust þegar lögregla skaut á þá. Mótmælin í borginni, sem voru til komin vegna fyrirætlana stjórnvalda um að gera atvinnurekendum kleift að meina óbólusettum aðgang að ákveðnum svæðum, breyttust í óeirðir.

Erlent