Erdogan ræddi við Andersson og Niinistö um áhyggjur Tyrkja Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. maí 2022 22:25 Aðrir leiðtogar Nató virðast nú vera á því að Erdogan muni láta undan en ef til vill ekki fyrr en eftir að hann fær eitthvað fyrir sinn snúð. epa Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, átti samtöl við leiðtoga Svíþjóðar og Finnlands í dag, þar sem umræðuefnið voru umsóknir ríkjanna um aðild að Atlantshafsbandalaginu og andstaða Tyrklands við inngöngu þeirra. Aðild ríkjanna að Nató þarfnast samþykki allra aðildarríkja bandalagsins en stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu segja já, þar sem Svíþjóð og Finnland hafi skotið skjólshúsi yfir meinta hryðjuverkamenn tengda Verkamannaflokki Kúrdistan (PKK) og fylgjendum Fethulla Gulen. Tyrkir segja Gulen hafa staðið fyrir valdaránstilrauninni í landinu árið 2016. Erdogan ræddi við Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar í síma og sagði henni að tyrknesk stjórnvöld ætluðust til þess að Svíar tækju afdráttarlaus skref til þess að mæta athugasemdum sínum. Þá sagðist forsetinn einnig ætlast til þess að stjórnvöld í Svíþjóð afléttu vopnasölubanni sem þeir komu á í kjölfar þátttöku Tyrkja í átökunum í Sýrlandi árið 2019. Andersson sagði eftir á að hún hefði kunnað að meta símtalið og að Svíar vonuðust til að geta styrkt tvíhliða samskipti sín við Tyrki. Sagðist hún hafa lagt áherslu á að sænsk stjórnvöld styddu ótvírætt baráttuna gegn hryðjuverkum og að skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök. Erdogan átti annað símtal við Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og sagði það ekki samrýmast anda Nató að taka ekki á hryðjuverkasamtökum sem ógnuðu bandalaginu. Niinistö sagði fyrir sitt leyti að leiðtogarnir hefðu átt hreinskipt samtal og myndu halda áfram að eiga viðræður. Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Aðild ríkjanna að Nató þarfnast samþykki allra aðildarríkja bandalagsins en stjórnvöld í Tyrklandi segjast ekki munu segja já, þar sem Svíþjóð og Finnland hafi skotið skjólshúsi yfir meinta hryðjuverkamenn tengda Verkamannaflokki Kúrdistan (PKK) og fylgjendum Fethulla Gulen. Tyrkir segja Gulen hafa staðið fyrir valdaránstilrauninni í landinu árið 2016. Erdogan ræddi við Magdalenu Andersson, forsætisráðherra Svíþjóðar í síma og sagði henni að tyrknesk stjórnvöld ætluðust til þess að Svíar tækju afdráttarlaus skref til þess að mæta athugasemdum sínum. Þá sagðist forsetinn einnig ætlast til þess að stjórnvöld í Svíþjóð afléttu vopnasölubanni sem þeir komu á í kjölfar þátttöku Tyrkja í átökunum í Sýrlandi árið 2019. Andersson sagði eftir á að hún hefði kunnað að meta símtalið og að Svíar vonuðust til að geta styrkt tvíhliða samskipti sín við Tyrki. Sagðist hún hafa lagt áherslu á að sænsk stjórnvöld styddu ótvírætt baráttuna gegn hryðjuverkum og að skilgreina PKK sem hryðjuverkasamtök. Erdogan átti annað símtal við Sauli Niinistö, forseta Finnlands, og sagði það ekki samrýmast anda Nató að taka ekki á hryðjuverkasamtökum sem ógnuðu bandalaginu. Niinistö sagði fyrir sitt leyti að leiðtogarnir hefðu átt hreinskipt samtal og myndu halda áfram að eiga viðræður.
Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira