Erlent

Eldur gleypir í sig íbúðablokk í Mílanó

Að minnsta kosti 20 fengu reykeitrun þegar eldur breiddist út um 20 hæða íbúðablokk í Mílanó í gær. Ekki er vitað um dauðsföll en slökkviliðsmenn fóru á milli hæða og börðu á dyr til að freista þess að koma öllum út.

Erlent

Eldflaugum skotið á Kabúl

Eldflaugum var skotið á hverfi í grennd við flugvöllinn í Kabúl í Afganistan í morgun. AP fréttastofan greinir frá þessu en segir enn óljóst hver hafi verið þar að verki.

Erlent

Íbúar New Orleans án rafmagns

Íbúar borgarinnar New Orleans í Bandaríkjunum eru án rafmagns, eftir að fellibylurinn Ída gekk yfir Louisiana. Vindhraðinn Ídu var allt að 240 km/klst þegar fellibylurinn gekk á land og þeim sem ekki flúðu áður hefur verið ráðlagt að halda kyrru fyrir.

Erlent

Þúsundir flýja fellibylinn Idu sem eflist hratt

Tugir þúsunda manna hafa flúið heimili sín í Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna áður en fellibylurinn Ida gengur þar á land síðar í dag. Ida hefur safnað styrk hratt og telst nú fjórða stigs fellibylur.

Erlent

Delta tvöfaldaði líkur á sjúkrahúsinnlögnum

Fólk sem smitaðist af delta-afbrigði kórónuveirunnar var tvöfalt líklegra til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en þeir sem fengu alfa-afbrigðið sem var algengast við upphafi faraldursins í Bretlandi. 

Erlent

Telja miklar líkur á annarri hryðjuverkaárás

Joe Biden Bandaríkjaforseti segir mjög líklegt að reynt verði að fremja aðra hryðjuverkaárás í Kabúl á næstu sólarhringum. Hann boðar áframhaldandi loftárásir á Ríki íslams sem lýsti yfir ábyrgð á sjálfsmorðssprengjuárásinni sem felldi á annað hundrað manns á fimmtudag.

Erlent

Norska lögreglan skaut mann til bana

Lögreglumenn skutu mann til bana fyrir utan veitingahús í Sarpsborg í suðaustanverðum Noregi í morgun. Ekki hefur komið fram hver maðurinn var né hvers vegna lögreglan skaut hann.

Erlent

Fellibylurinn Ida ógnar íbúum Lúisíana

Íbúar við strendur Lúisíana á suðausturströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir að fellibylurinn Ida gangi á land um helgina. Varað er við því að fellibylurinn muni „breyta lífi“ fólks sem er óviðbúið hamförunum.

Erlent

Morðingi Roberts Kennedy gæti gengið laus

Nefnd, sem ákveður hvort föngum skuli veitt reynslulausn, hefur ákveðið að morðingi Roberts F Kennedy, sem sóttist eftir að verða forsetaefni Demókrata árið 1968, skuli látinn laus úr fangelsi. 

Erlent

Breivik sækist eftir reynslulausn

Norskur dómstóll þarf að taka fyrir ósk hryðjuverkamannsins Anders Behring Breivik um reynslulausn eftir að ríkissaksóknari hafnaði beiðninni. Breivik hefur nú afplánað tíu ár af 21 árs fangelsisdómi sem hann hlaut.

Erlent

Berlusconi aftur lagður inn á sjúkrahús

Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í gærkvöldi. Hann hefur ítrekað lent inni á sjúkrahúsi frá því að hann smitaðist af kórónuveirunni í september.

Erlent

Óttast frekari árásir ISIS í Afganistan

Viðbúnaður er hjá bandarísku herliði sem aðstoðar við brottflutning afganskra flóttamanna frá Kabúl vegna möguleikans á fleiri hryðjuverkaárásum. Fleiri en hundrað manns, afganskir borgarar og bandarískir hermenn, féllu í sjálfsmorðssprengjuárás í gær.

Erlent

Danir mynda bandalag til að stöðva olíu- og gasvinnslu

Stjórnvöld í Danmörku og Kosta Ríka vinna nú saman að því að mynda bandalag þjóða sem eru viljug til að hætta olíu- og gasvinnslu og hætta að gefa út ný leyfi til leitar. Ekki er hægt að ráðast í ný verkefni í jarðefnaeldsneyti ef markmið Parísarsamkomulagsins eiga að nást.

Erlent

Fundu lík þúsunda fórnarlamba Stalíns í Úkraínu

Líkamsleifar allt frá fimm til átta þúsund manns fundust í 29 fjölgagröfum á framkvæmdasvæði í borginni Odessu í sunnanverðri Úkraínu. Talið er að fólkið hafi verið fórnarlömb sovésku leynilögreglunnar í tíð alræðisherrans Jósefs Stalín.

Erlent