Meint raunasaga úkraínskrar flóttakonu tekin upp af leyniþjónustu Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 30. mars 2022 11:51 Um fimm þúsund almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í árásum Rússa í Maríupól. AP/Alexei Alexandrov Ríkismiðlar Rússlands birtu nýverið myndband af úkraínskri flóttakonu frá Marípuól þar sem hún sagði Azov-herdeildina umdeildu og aðra úkraínska hermenn hafa framið umfangsmikla stríðsglæpi í borginni. Hún sagði úkraínska hermenn hafa myrt íbúa og skýlt sér bakvið þá. Lyubov Ustinova þakkaði rússneskum hermönnum fyrir að hafa bjargað henni frá hræðilegu ástandi í Marípól og kenndi hún Úkraínumönnum um. Hún sagði meðal annars að Úkraínumenn hefðu sjálfir sprengt upp stóran hluta borgarinnar og þar á meðal fæðingar- og barnaspítala og sögufrægt leikhús. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu hér í vakt Vísis. Fréttaveitan RIA var meðal þeirra sem birti þetta myndband og RT sömuleiðis en aldrei var tekið fram hvaðan það væri komið. Nú segir rússneski miðillinn Mediazona, sem er ekki í eigu ríkisins, að myndbandið hafi verið tekið upp at starfsmönnum FSB, leyniþjónustu Rússlands. Miðillinn segir Ustinova hafa verið í haldi um langt skeið og yfirheyrð af FSB, eins og aðrir flóttamenn frá Úkraínu. Þá segir Mediazona að hún hafi ekki fengið að tala við fjölskyldumeðlimi sína í rúma viku. Lýsigögn myndbandsins sem blaðamenn Mediazona greindu sýna að þau hafi verið skráð í eigu fjölmiðladeildar FSB. Leyniþjónustan er sögð hafa dreift öðrum sambærilegum myndböndum til rússneskra miðla og öllum myndböndunum fylgdi það skilyrði að miðlarnir segðu ekki frá því hvaðan þau kæmu. Vilja koma sökinni á Úkraínumenn Vert er að taka fram að það er ekki að ástæðulausu að Ustinova nefnir fæðingar- og barnaspítala í Maríupól eða leikhúsið. Ráðamenn Rússlands hafa verið margsaga um árásina á sjúkrahúsið en áður en Úkraínumenn voru sjálfir sakaðir um að hafa sprengt það upp sagði utanríkisráðuneytið að nasistar hefðu verið í sjúkrahúsinu og þess vegna hefðu Rússar gert loftárás á það. Rússar hafa einnig logið um að árásin hafi verið sviðsett og að um leikara hafi verið að ræða. Hersveitir Rússa hafa setið um borgina í margar vikur og gert linnulausar árásir á hana. Borgarstjóri Maríupól sagði fyrr í vikunni að um fimm þúsund almennir borgarar hefðu fallið í árásum Rússa. Þar á meðal eru fjölmargir sem sagðir eru hafa dáið þegar Rússar gerðu loftárás á sögufrægt leikhús í Maríupól sem hafði verið notað sem loftvarnaskýli og var merkt sem slíkt. Rússar hafa haldið því fram að Úkraínumenn hafi sjálfir sprengt það upp til að koma sökinni á Rússa. Þá hafa Úkraínumenn sakað Rússa um að ræna fólki frá Úkraínu og flytja það til Rússlands. Hin umdeilda Azov-herdeild Margir af verjendum Maríupól tilheyra Azov-herdeildinni. Það er umdeild herdeild sem tilheyrir þjóðvarðliði Úkraínu og hefur lengi verið bendluð við nýnasista. Hún og fjölmargar aðrar sjálfboðaliðasveitir voru stofnaðar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þær voru svo færðar undir þjóðvarðliðið með formlegum hætti. Höfuðstöðvar Azov-herdeildarinnar eru í Maríupól og fyrir innrásina var talið að meðlimir hennar væru um þúsund talsins, samkvæmt fréttaskýringu DW. Forsvarsmenn Azov-herdeildarinnar reyndu að komast á þing í Úkraínu árið 2019, með öðrum fjarhægri öfgamönnum í landinu. Öll hreyfingin fékk þó einungis 2,5 prósent atkvæða og náði ekki inn á þing. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól í tali Rússa um valdamikla nasista í Úkraínu og hefur Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagt að innrásinni sé ætlað að koma nasistum frá völdum í Úkraínu. Sérfræðingur sem ræddi við DW sagði umsvif Azov-herdeildarinnar í Úkraínu vera ofmetin vegna áróðurs Rússa. DW segir þó að enn séu öfgamenn í herdeildinni. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni. 30. mars 2022 11:03 Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. 30. mars 2022 08:55 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Lyubov Ustinova þakkaði rússneskum hermönnum fyrir að hafa bjargað henni frá hræðilegu ástandi í Marípól og kenndi hún Úkraínumönnum um. Hún sagði meðal annars að Úkraínumenn hefðu sjálfir sprengt upp stóran hluta borgarinnar og þar á meðal fæðingar- og barnaspítala og sögufrægt leikhús. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu hér í vakt Vísis. Fréttaveitan RIA var meðal þeirra sem birti þetta myndband og RT sömuleiðis en aldrei var tekið fram hvaðan það væri komið. Nú segir rússneski miðillinn Mediazona, sem er ekki í eigu ríkisins, að myndbandið hafi verið tekið upp at starfsmönnum FSB, leyniþjónustu Rússlands. Miðillinn segir Ustinova hafa verið í haldi um langt skeið og yfirheyrð af FSB, eins og aðrir flóttamenn frá Úkraínu. Þá segir Mediazona að hún hafi ekki fengið að tala við fjölskyldumeðlimi sína í rúma viku. Lýsigögn myndbandsins sem blaðamenn Mediazona greindu sýna að þau hafi verið skráð í eigu fjölmiðladeildar FSB. Leyniþjónustan er sögð hafa dreift öðrum sambærilegum myndböndum til rússneskra miðla og öllum myndböndunum fylgdi það skilyrði að miðlarnir segðu ekki frá því hvaðan þau kæmu. Vilja koma sökinni á Úkraínumenn Vert er að taka fram að það er ekki að ástæðulausu að Ustinova nefnir fæðingar- og barnaspítala í Maríupól eða leikhúsið. Ráðamenn Rússlands hafa verið margsaga um árásina á sjúkrahúsið en áður en Úkraínumenn voru sjálfir sakaðir um að hafa sprengt það upp sagði utanríkisráðuneytið að nasistar hefðu verið í sjúkrahúsinu og þess vegna hefðu Rússar gert loftárás á það. Rússar hafa einnig logið um að árásin hafi verið sviðsett og að um leikara hafi verið að ræða. Hersveitir Rússa hafa setið um borgina í margar vikur og gert linnulausar árásir á hana. Borgarstjóri Maríupól sagði fyrr í vikunni að um fimm þúsund almennir borgarar hefðu fallið í árásum Rússa. Þar á meðal eru fjölmargir sem sagðir eru hafa dáið þegar Rússar gerðu loftárás á sögufrægt leikhús í Maríupól sem hafði verið notað sem loftvarnaskýli og var merkt sem slíkt. Rússar hafa haldið því fram að Úkraínumenn hafi sjálfir sprengt það upp til að koma sökinni á Rússa. Þá hafa Úkraínumenn sakað Rússa um að ræna fólki frá Úkraínu og flytja það til Rússlands. Hin umdeilda Azov-herdeild Margir af verjendum Maríupól tilheyra Azov-herdeildinni. Það er umdeild herdeild sem tilheyrir þjóðvarðliði Úkraínu og hefur lengi verið bendluð við nýnasista. Hún og fjölmargar aðrar sjálfboðaliðasveitir voru stofnaðar eftir innrás Rússa í Úkraínu. Þær voru svo færðar undir þjóðvarðliðið með formlegum hætti. Höfuðstöðvar Azov-herdeildarinnar eru í Maríupól og fyrir innrásina var talið að meðlimir hennar væru um þúsund talsins, samkvæmt fréttaskýringu DW. Forsvarsmenn Azov-herdeildarinnar reyndu að komast á þing í Úkraínu árið 2019, með öðrum fjarhægri öfgamönnum í landinu. Öll hreyfingin fékk þó einungis 2,5 prósent atkvæða og náði ekki inn á þing. Þó herdeildin sé einungis lítill hluti úkraínska hersins og þó meðlimir hennar fari ekki með nein völd, hefur hún reynst ríkisstjórn Rússlands sem áróðurstól í tali Rússa um valdamikla nasista í Úkraínu og hefur Vladimír Pútín, forseti Rússlands, sagt að innrásinni sé ætlað að koma nasistum frá völdum í Úkraínu. Sérfræðingur sem ræddi við DW sagði umsvif Azov-herdeildarinnar í Úkraínu vera ofmetin vegna áróðurs Rússa. DW segir þó að enn séu öfgamenn í herdeildinni.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40 Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni. 30. mars 2022 11:03 Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. 30. mars 2022 08:55 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
Sendiherra Úkraínu hjá SÞ segir afvopnun Rússa vel á veg komna Sendiherra Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum segir afvopnun Rússa í Úkraínu ganga vel. Úkraínski herinn hafi skotið niður fjölda rússneskra flugvéla og eytt eða náð fjölda annarra hernaðartóla á sitt vald. Framkvæmdastjóri matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna varar við miklu matvælaskorti í öðrum hrjáðum ríkjum og svæðum vegna stríðsins. 30. mars 2022 11:40
Talsmaður Pútín slær á væntingar til friðarviðræðanna Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, sagði á daglegum fundi með blaðamönnum í morgun að ekkert hefði komið fram í viðræðum Rússa og Úkraínumanan í Tyrklandi í gær sem gæfi sérstakt tilefni til bjartsýni. 30. mars 2022 11:03
Pólland ætlar að hætta notkun rússnesks jarðefnaeldsneytis Pólverjar hyggjast hætta öllum innflutningi á olíu frá Rússlandi fyrir lok þessa árs. Þetta tilkynnti Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra landsins í morgun. Hann sagði stjórnvöld nú þegar hafa tekið skref til að draga úr notkun á rússneskri olíu. 30. mars 2022 08:55