Geyma líkin í frystikistum og leita smiða til að smíða líkkistur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2022 07:37 Íbúð í fjölbýlishúsi í Tjernihív, eftir árás Rússa. epa/Natalia Dubrovska Sprengingar hafa heyrst í Kænugarði síðasta sólahringinn, þrátt fyrir yfirlýsingar Rússa um að þeir hyggist draga sig til baka á svæðinu. Svo virðist þó sem um sé að ræða átök á útjaðri borgarinnar en ekki í borginni sjálfri. Rússar sögðust í gær myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina og borgina Tjernihív og settu ákvörðunina í samhengi við gang friðarviðræðnanna milli Úkraínu og Rússa sem hófust á ný í Tyrklandi í gær. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum eru hins vegar fullir efasemda og margar kenningar eru á lofti um að Rússar hafi hreinlega séð fram á að geta ekki sótt fram á mörgum vígstöðvum í einu. Þess vegna hafi þeir ákveðið að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas, eins og þeir hafa sjálfir komist að orði. Það var eitt af höfuðmarkmiðum innrásarinnar og erfitt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að láta af aðgerðum án þess að hafa hertekið héruðin Donetsk og Luhansk. Aðrar kenningar eru einnig uppi um yfirlýsingar Rússa; að um sé að ræða taktík til að tefja fyrir á meðan innrásarhersveitirnar endurskipuleggja sig. „Of margt gott fólk hefur fórnað lífinu“ Vladyslav Atrochenko, borgarstjóri Tjernihív, segir loforð Rússa lofa góðu, ef það væri hægt að treysta þeim. Hins vegar hefðu árásir verið gerðar á borgina síðast í gær. Að minnsta kosti 35 hefðu særst, meðal annars misst útlimi, og einhverjir látist. Atroshenko segist aldrei hefðu trúað því að hann þyrfti að leita að frystum til að geyma lík í þar sem líkhúsin væru full eða að smiðum til að smíða líkkistur. „Rússar segja oft eitt en annað gerist. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hversu mikill sannleikur er að baki þessara orða. Við förum með þessi orð af mikilli varfærni eins og stendur,“ segir borgarstjórinn. BBC hefur eftir Dmytro Natalukha, þingmanni sem búsettur er í Kænugarði, að hann efist um að höfuðborgin muni falla úr þessu. Natalukha er vopnaður og ferðast um klæddur borgaralegum klæðnaði til að koma hjálpargögnum þangað sem þeirra er þörf. „Við verðum að vinna, hvað sem það kostar, því of margt gott fólk hefur fórnað lífinu fyrir þetta,“ segir hann. Einn vina hans hefði særst í Maríupól, ekki þó þannig að það hefði ekki verið hægt að bjarga honum en að engin tæki og tól hefðu verið til þess. Spurður að því hversu lengi hann telji stríðið munu vara segir hann einhverja mánuði, kannski hálft ár. „Þangað til Pútín deyr, eða er handtekinn.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Rússar sögðust í gær myndu draga úr aðgerðum við höfuðborgina og borgina Tjernihív og settu ákvörðunina í samhengi við gang friðarviðræðnanna milli Úkraínu og Rússa sem hófust á ný í Tyrklandi í gær. Leiðtogar og embættismenn á Vesturlöndum eru hins vegar fullir efasemda og margar kenningar eru á lofti um að Rússar hafi hreinlega séð fram á að geta ekki sótt fram á mörgum vígstöðvum í einu. Þess vegna hafi þeir ákveðið að einbeita sér að því að „frelsa“ Donbas, eins og þeir hafa sjálfir komist að orði. Það var eitt af höfuðmarkmiðum innrásarinnar og erfitt fyrir Vladimir Pútín Rússlandsforseta að láta af aðgerðum án þess að hafa hertekið héruðin Donetsk og Luhansk. Aðrar kenningar eru einnig uppi um yfirlýsingar Rússa; að um sé að ræða taktík til að tefja fyrir á meðan innrásarhersveitirnar endurskipuleggja sig. „Of margt gott fólk hefur fórnað lífinu“ Vladyslav Atrochenko, borgarstjóri Tjernihív, segir loforð Rússa lofa góðu, ef það væri hægt að treysta þeim. Hins vegar hefðu árásir verið gerðar á borgina síðast í gær. Að minnsta kosti 35 hefðu særst, meðal annars misst útlimi, og einhverjir látist. Atroshenko segist aldrei hefðu trúað því að hann þyrfti að leita að frystum til að geyma lík í þar sem líkhúsin væru full eða að smiðum til að smíða líkkistur. „Rússar segja oft eitt en annað gerist. Aðeins tíminn mun leiða í ljós hversu mikill sannleikur er að baki þessara orða. Við förum með þessi orð af mikilli varfærni eins og stendur,“ segir borgarstjórinn. BBC hefur eftir Dmytro Natalukha, þingmanni sem búsettur er í Kænugarði, að hann efist um að höfuðborgin muni falla úr þessu. Natalukha er vopnaður og ferðast um klæddur borgaralegum klæðnaði til að koma hjálpargögnum þangað sem þeirra er þörf. „Við verðum að vinna, hvað sem það kostar, því of margt gott fólk hefur fórnað lífinu fyrir þetta,“ segir hann. Einn vina hans hefði særst í Maríupól, ekki þó þannig að það hefði ekki verið hægt að bjarga honum en að engin tæki og tól hefðu verið til þess. Spurður að því hversu lengi hann telji stríðið munu vara segir hann einhverja mánuði, kannski hálft ár. „Þangað til Pútín deyr, eða er handtekinn.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira