Erlent

Sagði R. Kelly vera rándýr

Saksóknari í máli bandaríska tónlistarmannsins R. Kelly dró upp mynd af honum sem algjöru rándýri sem krafðist yfirráða yfir þeim fjölmörgu kvenna og stúlkna undir lögaldri sem hann er sakaður um að hafa brotið á. 

Erlent

Örvunar­skammtar ríku þjóðanna eins og að út­deila öðru björgunar­vesti á meðan aðrir drukkna án vestis

Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis.

Erlent

Ghani kominn til furstadæmanna

Stjórnvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum staðfesta að Ashraf Ghani, forseti Afganistans, sé staddur þar. Ghani flúði heimalandið um helgina þegar talibarnar nálguðust höfuðborgina Kabúl.

Erlent

Herða tökin á netinu eftir mótmæli á Kúbu

Kommúnistastjórnin á Kúbu hefur lagt fram nýjar og hertar reglur um samfélagsmiðla og internetið í kjölfar óvenjuáberandi mótmæla þar nýlega. Gagnrýnendur halda því fram að breytingunum sé ætla að þagga niður í andófsröddum.

Erlent

Mannfall í mótmælum gegn talibönum

Að minnsta kosti þrír eru sagðir látnir eftir að liðsmenn talibana börðu niður mótmæli í borginni Jalalabad í austanverðu Afganistan í dag. Á annan tug manns hafi særst þegar talibanar skutu á mótmælendur.

Erlent

Mikil flóð eftir úrhelli í sænsku Dölunum

Skemmdir hafa orðið á vegum og brúm og flætt hefur inn í íbúðarhús í miklum flóðum í kjölfar úrhellisúrkomu í Gävleborg og Dölunum í austanverðri Svíþjóð. Íbúar á svæðinu eru varaðir við því að vera á ferðinni nema alger nauðsyn krefji.

Erlent

Ritstjóra saknað eftir húsleit í Minsk

Ekkert hefur spurst til Irinu Levshynu, ritstjóra helstu sjálfstæðu fréttastofu Hvíta-Rússlands, eftir að lögregla gerði húsleit heima hjá henni í nótt. Samtök blaðamanna í landinu segja að í það minnsta þrjátíu blaðamenn sitji nú í fangelsi.

Erlent

Tæplega tvö þúsund manns hafi látist á Haítí

Tala látinna og slasaðra eftir öflugan jarðskjálfta á Haíti á laugardag hækkar stöðugt. Nú er talið að tæplega tvö þúsund manns hafi látist og hefur sú tala hækkað um fimm hundruð á einum degi. Þá er eru tíu þúsund manns slasaðir.

Erlent

Leiðtogar Talibana koma úr felum

Leiðtogar Talibana sem undanfarna áratugi hafa verið í felum og sjaldan veitt viðtöl nema með mikilli leynd, sýna sig nú hver á fætur öðrum opinberlega í Kabúl.

Erlent

Heilagir nem­endur í þrjá­tíu ár

Mikil ringulreið hefur ríkt í Afganistan undanfarna daga eftir að hersveitir Talibana náðu yfirráðum á höfuðborginni Kabúl og í raun landinu öllu. Þetta er fyrsta sinn í tuttugu ár sem Talibanar hafa haft raunveruleg völd í Afganistan eftir að þeir voru hraktir á brott af her Bandaríkjanna og bandamanna þeirra árið 2001.

Erlent

Fundu mörg hundruð látna til viðbótar í dag

Stað­festum dauðs­föllum eftir skjálftann sem reið yfir Haítí á laugar­dag fjölgaði mjög í dag. Opin­berar tölur frá Haítí yfir fjölda látinni fóru úr 1.419 í morgun upp í 1.941 nú í kvöld. Ekki er ljóst hve margra er enn saknað.

Erlent

Reikna með stuttum réttarhöldum í máli Freyju

Flemming Mogensen, 51 árs barnsfaðir Freyju heitinnar Egilsdóttur, hefur verið ákærður fyrir morðið á Freyju. Saksóknari reiknar með því að Flemming játi morðið fyrir dómi í Danmörku líkt og hann hafi gert á fyrri stigum.

Erlent

Rýmdu flugbrautina til að halda brottflutningi áfram

Brottflutningur erlendra erindreka og óbreyttra borgara hélt áfram í dag eftir að þúsundir örvæntingarfullra Afgana voru reknar af flugbraut flugvallarins í Kabúl. Forseti Þýskalands lýsir glundroðanum í landinu sem skammarlegum fyrir vesturlönd.

Erlent

Malala hvetur ríki heims til að taka við Afgönum

Ríki heims þurfa að opna landamæri sín fyrir afgönskum flóttamönnum eftir að land þeirra féll í hendur talibana, að sögn Malölu Yousafzai sem komst naumlega lífs af þegar talibanar skutu hana í höfuðið fyrir tæpum áratug.

Erlent