Erlent Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. Erlent 21.12.2021 09:57 Þrír dauðadæmdir fangar teknir af lífi í Japan Þrír dauðadæmdir fangar hafa verið teknir af lífi í Japan og er um að ræða fyrstu aftökurnar í landinu frá í desember 2019. Japan er í hópi fárra iðnríka, auk Bandaríkjunum, þar sem enn er notast við dauðarefsingar. Erlent 21.12.2021 07:57 WHO hvetur fólk um allan heim til að aflýsa eða fresta jólaboðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur fólk um allan heim til að aflýsa eða fresta jólaboðum og öðrum mannfögnuðum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 21.12.2021 07:56 Aðalleikonurnar úr Sex and the City lýsa yfir stuðningi við meinta þolendur Noth Aðalleikonurnar í Sex and the City og framhaldsþáttunum And Just Like That hafa birt yfirlýsingu á Twitter þar sem þær segjast afar daprar vegna ásakana á hendur meðleikara þeirra, Chris Noth, um meint kynferðisbrot. Erlent 21.12.2021 07:46 Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. Erlent 20.12.2021 16:56 Ungabörn komust lífs af eftir flugferð með biblíu í baðkarinu Fimmtán og þriggja mánaða gömul börn komust lífs af þegar fellibylur feykti húsi ömmu þeirra um koll í Kentucky síðustu helgi en amman hafði komið börnunum fyrir í baðkari þegar óveðrið gekk yfir og kann það að hafa bjargað lífi þeirra. Erlent 20.12.2021 11:41 Peng Shuai segist mögulega hafa verið misskilin í nýju myndbandi Kínverska tenniskonan Peng Shuai segist nú aldrei hafa sakað einn af valdamestu mönnum Kína um kynferðisofbeldi. Þetta segir hún í myndbandi sem dagblaðið Lianhe Zaobao, sem er í eigu kínverska ríkisins og gefið út í Singapúr, birti í morgun. Erlent 20.12.2021 09:56 Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. Erlent 20.12.2021 09:09 Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. Erlent 20.12.2021 08:36 35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. Erlent 20.12.2021 07:45 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. Erlent 20.12.2021 07:05 Að minnsta kosti 208 látnir og eyðileggingin gríðarleg Dánartalan af völum ofur-fellibylsins Rai sem reið yfir Filippseyjar á fimmtudag hefur hækkað mikið um helgina en nú er talið að 208 hið minnsta hafi látið lífið í óveðrinu. Erlent 20.12.2021 06:36 Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. Erlent 19.12.2021 11:31 Þjóðverjar skikka Breta í sóttkví Stjórnvöld í Þýskalandi hafa tekið ákvörðun um að skikka ferðalanga frá Bretlandi í sóttkví við komuna til Þýskalands. Takmarkanirnar taka gildi á morgun, mánudag. Erlent 19.12.2021 10:09 Sjötta barnið látið eftir hoppukastalaslysið Lögregluyfirvöld í Tasmaníu í Ástralíu hafa greint frá því að sjötta barnið sé látið eftir hoppukastalaslys sem átti sér stað á fimmtudag. Ellefu ára drengur lést á spítala í morgun en áður hafði verið greint frá því að ellefu ára barn og fjögur 12 ára hefðu látist. Erlent 19.12.2021 09:46 Maður barinn til dauða fyrir meint helgispjöll á Indlandi Karlmaður var barinn til dauða í indversku borginni Amritsar, grunaður um að hafa framið helgispjöll í Gullna hofinu. Hofið er heilagasti helgidómur Síka en atvikið átti sér stað þegar Síkar voru við bænir í hofinu. Erlent 19.12.2021 08:11 Meira en tíu þúsund ómíkron-smitaðir í Bretlandi Enn eru met slegin í fjölda kórónuveirusmita í Bretlandi. Borgarstjóri Lundúna hefur nú lýst yfir alvarlegu ástandi (e. major incident). Yfir 93.000 manns greindust með kórónuveiruna í Bretlandi landi í gær og fjöldi ómíkron-smitaðra er kominn upp í tíu þúsund. Erlent 19.12.2021 07:28 Brexitmálaráðherra segir af sér og staða Johnson sögð veik David Frost Brexitmálaráðherra hefur sagt af sér embætti. Brotthvarf hans úr ríkisstjórn er talið veikja stöðu Borisar Johnson forsætisráðherra enn meira en nokkurrar óánægju hefur gætt með hann innan Íhaldsflokksins upp á síðkastið. Erlent 18.12.2021 23:37 Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. Erlent 18.12.2021 19:40 Hræðast að tugir hafi látist vegna „ofurfellibyljar“ Talið er að minnst þrjátíu hafi farist á Filippseyjum eftir að ofurfellibylurinn Rai reið yfir í gær og í dag. Tuga er enn saknað. Erlent 18.12.2021 14:23 Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. Erlent 18.12.2021 13:40 Biden fær að skylda starfsfólk í bólusetningu Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hafa nú kveðið á um að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, verði heimilt að skylda starfsmenn stærri fyrirtækja í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Ákvörðunin gæti haft áhrif á um 84 milljónir manna. Erlent 18.12.2021 12:40 Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. Erlent 17.12.2021 23:36 Fórnarlömb GirlsDoPorn eiga klámmyndböndin sjálfar Konur sem voru plataðar og þvingaðar til að gera klámmyndbönd fyrir vefsíður sem kölluðust GirlsDoPorn og GirlsDoToys eiga höfundaréttinn á myndböndunum. Því getur fólkið krafist þess að þau verði fjarlægð af netinu og sektað fyrirtæki og einstaklinga sem neita að verða við þeim kröfum. Erlent 17.12.2021 22:44 Umdeildu Alzheimer-lyfi hafnað í Evrópu Evrópska lyfjastofnunin hefur hafnað því að veita bandaríska lyfjafyrirtækinu Biogen markaðsleyfi fyrir nýju en umdeildu Alzheimer-lyfi sem kom á markaðinn í Bandaríkjunum í sumar. Erlent 17.12.2021 13:59 Mæla með notkun annarra bóluefna fram yfir efnið frá Johnson & Johnson Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur ráðlagt notkun annarra bóluefna fram yfir bóluefnið frá Johnson & Johnson vegna blóðsegavandamála, sem eru talin hafa valdið níu dauðsföllum í Bandaríkjunum. Erlent 17.12.2021 12:49 Nokkrar Afríkuþjóðir næstum alveg óbólusettar Austur-Kongó, Búrúndí, Kamerún, Tjad og Malí eru meðal þeirra ríkja þar sem fæstir eru bólusettir. Í Evrópu hafa bólusetningar gengið hvað hægast í Búlgaríu, Moldavíu og Bosníu og Hersegóvínu. Erlent 17.12.2021 11:54 Jólahafurinn í Gävle varð eldi að bráð í nótt Jólageitin í sænska bænum Gävle brann til ösku í nótt. Karlmaður upp úr fertugu hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Erlent 17.12.2021 08:51 Lögregla fær heimild til að leggja hald á síma Baldwin Lögregluyfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa fengið heimild til að leggja hald á síma Alec Baldwin. Segja þau mögulegt að sönnunargögn er varða atvikið á tökustað kvikmyndarinnar Rust sé að finna á símanum. Erlent 17.12.2021 07:51 27 látnir og lögreglu grunar íkveikju Talið er að allt að 27 hafi látið lífið eftir að eldur kom upp í byggingu í miðborg Osaka í Japan. Lögregla rannsakar nú málið en grunur leikur á að kveikt hafi verið í af yfirlögðu ráði. Erlent 17.12.2021 07:42 « ‹ 329 330 331 332 333 334 … 334 ›
Ómíkron úr einu prósenti í 73 á þremur vikum 73 prósent þeirra Bandaríkjamanna sem smituðust af Covid-19 í síðustu viku, smituðust af ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna (CDC) segir hlutfall ómíkron-afbrigðisins af smitum vikunnar vera sex sinnum hærra en í vikunni á undan. Erlent 21.12.2021 09:57
Þrír dauðadæmdir fangar teknir af lífi í Japan Þrír dauðadæmdir fangar hafa verið teknir af lífi í Japan og er um að ræða fyrstu aftökurnar í landinu frá í desember 2019. Japan er í hópi fárra iðnríka, auk Bandaríkjunum, þar sem enn er notast við dauðarefsingar. Erlent 21.12.2021 07:57
WHO hvetur fólk um allan heim til að aflýsa eða fresta jólaboðum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hvetur fólk um allan heim til að aflýsa eða fresta jólaboðum og öðrum mannfögnuðum til að stemma stigu við útbreiðslu ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Erlent 21.12.2021 07:56
Aðalleikonurnar úr Sex and the City lýsa yfir stuðningi við meinta þolendur Noth Aðalleikonurnar í Sex and the City og framhaldsþáttunum And Just Like That hafa birt yfirlýsingu á Twitter þar sem þær segjast afar daprar vegna ásakana á hendur meðleikara þeirra, Chris Noth, um meint kynferðisbrot. Erlent 21.12.2021 07:46
Íhaldsmaður sökkvir innviðaáætlun Bidens Charles E. Schumer, leiðtogi Demókrata í öldungadeild Bandaríkjaþings, segir að þingmenn muni greiða atkvæði um innviðafrumvarp Joes Biden, forseta. Það er þrátt fyrir að einn af þingmönnum flokksins hafi svo gott sem gert út af við vonir um að frumvarpið verði samþykkt. Erlent 20.12.2021 16:56
Ungabörn komust lífs af eftir flugferð með biblíu í baðkarinu Fimmtán og þriggja mánaða gömul börn komust lífs af þegar fellibylur feykti húsi ömmu þeirra um koll í Kentucky síðustu helgi en amman hafði komið börnunum fyrir í baðkari þegar óveðrið gekk yfir og kann það að hafa bjargað lífi þeirra. Erlent 20.12.2021 11:41
Peng Shuai segist mögulega hafa verið misskilin í nýju myndbandi Kínverska tenniskonan Peng Shuai segist nú aldrei hafa sakað einn af valdamestu mönnum Kína um kynferðisofbeldi. Þetta segir hún í myndbandi sem dagblaðið Lianhe Zaobao, sem er í eigu kínverska ríkisins og gefið út í Singapúr, birti í morgun. Erlent 20.12.2021 09:56
Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. Erlent 20.12.2021 09:09
Vara við því að milljón afgönsk börn deyi úr hungri í vetur Neyðarástand ríkir í Afganistan vegna þurrka og matarskorts. Sameinuðu þjóðirnar hafa varað við því að grípi alþjóðasamfélagið ekki inn í muni allt að milljón afgönsk börn deyja úr hungri áður en veturinn líður undir lok, fleiri landsmenn en létust í tuttugu ára löngu stríði. Erlent 20.12.2021 08:36
35 ára vinstrimaður nýr forseti Chile Vinstrimaðurinn Gabriel Boric vann sigur í annarri umferð forsetakosninganna í Chile sem fram fór í gær. Hann hafði þar betur gegn hægriöfgamanninum José Antonio Kast. Erlent 20.12.2021 07:45
Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. Erlent 20.12.2021 07:05
Að minnsta kosti 208 látnir og eyðileggingin gríðarleg Dánartalan af völum ofur-fellibylsins Rai sem reið yfir Filippseyjar á fimmtudag hefur hækkað mikið um helgina en nú er talið að 208 hið minnsta hafi látið lífið í óveðrinu. Erlent 20.12.2021 06:36
Þúsundir fallið í árásum byggðum á slæmum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum Drónahernaður Bandaríkjamanna hefur oftsinnis byggt á gölluðum upplýsingum og illa ígrunduðum ákvörðunum um árásir. Af þessum sökum hafa þúsundir almennra borgara látið lífið, þeirra á meðal mörg börn. Erlent 19.12.2021 11:31
Þjóðverjar skikka Breta í sóttkví Stjórnvöld í Þýskalandi hafa tekið ákvörðun um að skikka ferðalanga frá Bretlandi í sóttkví við komuna til Þýskalands. Takmarkanirnar taka gildi á morgun, mánudag. Erlent 19.12.2021 10:09
Sjötta barnið látið eftir hoppukastalaslysið Lögregluyfirvöld í Tasmaníu í Ástralíu hafa greint frá því að sjötta barnið sé látið eftir hoppukastalaslys sem átti sér stað á fimmtudag. Ellefu ára drengur lést á spítala í morgun en áður hafði verið greint frá því að ellefu ára barn og fjögur 12 ára hefðu látist. Erlent 19.12.2021 09:46
Maður barinn til dauða fyrir meint helgispjöll á Indlandi Karlmaður var barinn til dauða í indversku borginni Amritsar, grunaður um að hafa framið helgispjöll í Gullna hofinu. Hofið er heilagasti helgidómur Síka en atvikið átti sér stað þegar Síkar voru við bænir í hofinu. Erlent 19.12.2021 08:11
Meira en tíu þúsund ómíkron-smitaðir í Bretlandi Enn eru met slegin í fjölda kórónuveirusmita í Bretlandi. Borgarstjóri Lundúna hefur nú lýst yfir alvarlegu ástandi (e. major incident). Yfir 93.000 manns greindust með kórónuveiruna í Bretlandi landi í gær og fjöldi ómíkron-smitaðra er kominn upp í tíu þúsund. Erlent 19.12.2021 07:28
Brexitmálaráðherra segir af sér og staða Johnson sögð veik David Frost Brexitmálaráðherra hefur sagt af sér embætti. Brotthvarf hans úr ríkisstjórn er talið veikja stöðu Borisar Johnson forsætisráðherra enn meira en nokkurrar óánægju hefur gætt með hann innan Íhaldsflokksins upp á síðkastið. Erlent 18.12.2021 23:37
Rússar krefjast þess að NATO hverfi frá austur Evrópu Á sama tíma og rússneski herinn er grár fyrir járnum við landamærin að Úkraínu krefjast Rússar þess að NATO herir megi nánast ekki athafna sig í bandalagsríkjum Atlantshafsbandalagsins í austur Evrópu. Úkraínumenn vilja hins vegar kasta sovéttímanum á öskuhauga sögunnar. Erlent 18.12.2021 19:40
Hræðast að tugir hafi látist vegna „ofurfellibyljar“ Talið er að minnst þrjátíu hafi farist á Filippseyjum eftir að ofurfellibylurinn Rai reið yfir í gær og í dag. Tuga er enn saknað. Erlent 18.12.2021 14:23
Hvert Evrópuríkið á fætur öðru skellir í lás fyrir jólin Hvert Evrópuríkið á fætur öðru grípur til hertra sóttvarnaaðgerða fyrir jólin vegna þess að ómíkron afbrigði kórónuveirunnar dreifir sér með leifturhraða um álfuna. Erlent 18.12.2021 13:40
Biden fær að skylda starfsfólk í bólusetningu Alríkisdómstóll í Bandaríkjunum hafa nú kveðið á um að Joe Biden, forseta Bandaríkjanna, verði heimilt að skylda starfsmenn stærri fyrirtækja í bólusetningu gegn kórónuveirunni. Ákvörðunin gæti haft áhrif á um 84 milljónir manna. Erlent 18.12.2021 12:40
Maxwell neitaði að bera vitni Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, vildi ekki bera vitni í dómsal í dag. Verjendur hennar luku vörnum sínum í dag en undanfarna daga hefur hann að mestu snúist um að grafa undan vitnisburði þeirra fjögurra kvenna sem hafa borið vitni gegn Maxwell. Erlent 17.12.2021 23:36
Fórnarlömb GirlsDoPorn eiga klámmyndböndin sjálfar Konur sem voru plataðar og þvingaðar til að gera klámmyndbönd fyrir vefsíður sem kölluðust GirlsDoPorn og GirlsDoToys eiga höfundaréttinn á myndböndunum. Því getur fólkið krafist þess að þau verði fjarlægð af netinu og sektað fyrirtæki og einstaklinga sem neita að verða við þeim kröfum. Erlent 17.12.2021 22:44
Umdeildu Alzheimer-lyfi hafnað í Evrópu Evrópska lyfjastofnunin hefur hafnað því að veita bandaríska lyfjafyrirtækinu Biogen markaðsleyfi fyrir nýju en umdeildu Alzheimer-lyfi sem kom á markaðinn í Bandaríkjunum í sumar. Erlent 17.12.2021 13:59
Mæla með notkun annarra bóluefna fram yfir efnið frá Johnson & Johnson Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna hefur ráðlagt notkun annarra bóluefna fram yfir bóluefnið frá Johnson & Johnson vegna blóðsegavandamála, sem eru talin hafa valdið níu dauðsföllum í Bandaríkjunum. Erlent 17.12.2021 12:49
Nokkrar Afríkuþjóðir næstum alveg óbólusettar Austur-Kongó, Búrúndí, Kamerún, Tjad og Malí eru meðal þeirra ríkja þar sem fæstir eru bólusettir. Í Evrópu hafa bólusetningar gengið hvað hægast í Búlgaríu, Moldavíu og Bosníu og Hersegóvínu. Erlent 17.12.2021 11:54
Jólahafurinn í Gävle varð eldi að bráð í nótt Jólageitin í sænska bænum Gävle brann til ösku í nótt. Karlmaður upp úr fertugu hefur verið handtekinn grunaður um verknaðinn. Erlent 17.12.2021 08:51
Lögregla fær heimild til að leggja hald á síma Baldwin Lögregluyfirvöld sem hafa dauða Halynu Hutchins til rannsóknar hafa fengið heimild til að leggja hald á síma Alec Baldwin. Segja þau mögulegt að sönnunargögn er varða atvikið á tökustað kvikmyndarinnar Rust sé að finna á símanum. Erlent 17.12.2021 07:51
27 látnir og lögreglu grunar íkveikju Talið er að allt að 27 hafi látið lífið eftir að eldur kom upp í byggingu í miðborg Osaka í Japan. Lögregla rannsakar nú málið en grunur leikur á að kveikt hafi verið í af yfirlögðu ráði. Erlent 17.12.2021 07:42