Erlent

50 ára af­mæli D&D fagnað með frí­merkjum

Póstþjónustan í Bandaríkjunum (USPS) hefur ákveðið að gefa út frímerkjasett til að marka 50 ára afmæli hlutverkaspilsins Dungeons & Dragons. Um verður að ræða 20 frímerkja örk, með 10 mismunandi myndum.

Erlent

Vilja auka lög­mæti rann­sóknarinnar á Biden

Repúblikanar í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhuga að halda formlega atkvæðagreiðslu í næsta mánuði um rannsókn á meintum embættisbrotum Joe Biden, forseta Bandaríkjanna. Með því eru þeir sagðir vilja festa rannsóknir þeirra á forsetanum og fjölskyldu hans í sessi og gefa henni meira lögmæti.

Erlent

Karl og Katrín sögð hafa verið þau sem ræddu húð­lit Archie

Omid Scobie, höfundur bókarinnar Endgame: Inside the Royal Family, segir rannsókn hafna á því hvernig Karl Bretakonungur og Katrín, prinsessan af Wales, voru nefnd í tengslum við umræðu um húðlit sonar Harry Bretaprins og Meghan, eiginkonu hans, í hollenskri útgáfu bókarinnar.

Erlent

Mann­skæð skot­á­rás í Jerúsalem

Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum.

Erlent

Banna réttinda­bar­áttu hin­segin fólks

Hæstiréttur Rússlands hefur samþykkt kröfu dómsmálaráðuneytisins um að skilgreina „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ sem öfgasamtök. Engin slík samtök eru til en úrskurðurinn bannar í raun réttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi.

Erlent

Alistair Darling látinn

Breski stjórnmálamaðurinn Alistair Darling, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown í fjármálakreppunni 2008, er látinn. Hann varð sjötugur að aldri.  

Erlent

Henry Kissinger er látinn

Henry Kissinger, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna og einn valdamesti embættismaður í bandarískri sögu er látinn, hundrað ára að aldri. Ráðgjafafyrirtæki Kissingers tilkynnti um þetta í nótt en hann lést á heimili sínu í Connecticut.

Erlent

Segir barist fyrir til­vist Rúss­lands

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir innrásina í Úkraínu snúast um tilvist Rússlands. Ráðamenn á Vesturlöndum séu að reyna að gera út af við ríkið og skipta því upp og fara ránshendi um ríkið.

Erlent

Banda­rísk her­flug­vél hrapaði í sjóinn við Japan

Bandarísk herflugvél hafnaði í sjónum undan ströndum Japans í morgun. Lík eins úr flugvélinni hefur fundist í sjónum en sex eru sagðir hafa verið um borð. Flugvélin var af gerð sem kallast V-22 Osprey og er nokkurs konar blendingur þyrlu og hefðbundinnar flugvélar.

Erlent

Segist von­góður um „fordæmalausa niður­stöðu“ Cop28

„Fordæmalaus niðurstaða“ sem myndi halda lífi í voninni um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5 gráður er innan seilingar, segir maðurinn sem fer fyrir samningaviðræðum um aðgerðir í loftslagsmálum fyrir loftslagsráðstefnuna Cop28 sem hefst í Dubai í vikunni.

Erlent

Öllum bjargað eftir sau­tján daga

Búið er að bjarga mönnunum 41 úr göngum sem hrundu að hluta til á Indlandi. Mennirnir höfðu setið fastir í göngunum í sautján daga. Þeir unnu við að grafa göng undir fjall í Uttarakhand-héraði þegar þeir festust þar inni.

Erlent