Innlent

Ók blind­fullur við Gríms­vötn og hótaði að drepa alla

Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála.

Innlent

Langt í að þeir nái sér að fullu

Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum.

Innlent

Íslandsferðin sem breyttist í mar­tröð

Ferðamenn sem voru hætt komnir eftir harðan árekstur á þjóðvegi 1 við Hellu um síðustu helgi telja bílbeltin hafa bjargað lífi þeirra. Bíllinn sem þeir voru á gjöreyðilagðist í árekstrinum og annar ferðamannanna liggur enn talsvert þungt haldinn á Landspítalanum. 

Innlent

Fundu hræ fimm hvolpa í Mos­fells­bæ

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann poka í Mosfellsbæ í dag þar sem finna mátti hræ fimm hvolpa. Matvælastofnun hefur verið gert viðvart og grunur er um brot á lögum um velferð dýra.

Innlent

Sigur­vin dró smá­bát í land

Klukkan hálf níu í morgun var áhöfn björgunarskipsins Sigurvins kölluð út vegna smábáts rétt utan Flatey á Skjálfanda. Bilun hafði orðið í kælikerfi vélar sem var til þess að allur kælivökvi fór af kerfi smábátsins. 

Innlent

Vill að frétta­stofa RÚV biðji Maríu Sig­rúnu af­sökunar

Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra, segir að forsvarsmönnum fréttastofu Ríkisútvarpsins beri að biðja fréttakonuna Maríu Sigrúnu Hilmarsdóttur afsökunar fyrir að reka hana úr ritstjórnarteymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Yfirlýsing fréttastjóra innihaldi grófar ærumeiðingar um Maríu Sigrúnu. 

Innlent

Landskjörsstjórn til­kynnir á morgun hvaða listar eru gildir

Þau fjögur sem skorti meðmælendur á undirskriftalista til forseta Íslands segjast vera komin með viðunandi fjölda memælenda. Þrjú af fjórum vantaði undirskriftir í sunnlendingafjórðungi. Landskjörsstjórn gefur frest til fimm í dag að skila inn viðunandi fjölda.

Innlent

Mögu­lega að hægjast á land­risi í Svarts­engi

Virkni eldgossins við Sundhnúksgíga er með svipuðu móti og síðustu daga. Svo virðist sem mögulega hafi hægt á landrisi undir Svartsengi en náttúruvársérfræðingur segir þó of snemmt að túlka þau gögn sem liggja fyrir á þessari stundu. 

Innlent

Karl­remba sé komin í tísku

Kynjafræðingur óttast að karlremba sé komin aftur í tísku. Umræða um að það þyki hugrekki að fara gegn femínistum og hinsegin fólki sé mjög alvarleg. 

Innlent

Arnar Þór vantaði sex með­mæli upp á

Forsetaframbjóðandann Arnar Þór Jónsson vantaði sex meðmæli til þess að ná lágmarksfjölda undirskrifta eftir yfirferð Landskjörstjórnar í gær. Hann segist hafa leyst málið strax.

Innlent

Sprengi­sandur: Peningastefna, ESB og lagareldi

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Innlent

Svaka­legt að sjá fylgis­aukningu Höllu Hrundar

Baldur Héðinsson, stærðfræðingur og sérfræðingur í skoðanakönnunum, segir frambjóðendurna fjóra sem mælast með mest fylgi í könnunum alla eiga séns á því að komast á Bessastaði í sumar. Margt geti breyst á næstu fimm vikum.  

Innlent

Mennirnir tóku annan starfs­mannanna háls­taki

Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 

Innlent

Lík­legt að það styttist í brotmörk

Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju.

Innlent

Helga lenti einnig í vand­ræðum

Helga Þórisdóttir forsetaframbjóðandi fékk skilaboð frá kjörstjórn um að hana vantaði nokkrar undirskriftir til viðbótar eftir yfirferð. Hennar fólk var fljótt að bregðast við og náði hún lágmarkinu aftur „á núll einni“.

Innlent

Gefur lítið fyrir út­skýringar frétta­stjórans

María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður og -þulur hjá Ríkisútvarpinu, gefur lítið fyrir útskýringar samstarfsfélaga sinna um að ástæða þess að Kveiksinnslag hennar fór ekki í loftið á þriðjudag hafi verið sú að ekki hafi tekist að vinna þáttinn. Auðvelt hefði verið að klára innslagið með því að hjálpast að ef viljinn hefði verið fyrir hendi. 

Innlent

Mikil gleði þegar Bergur komst í mark

Bergur Vilhjálmsson, slökkviliðs og sjúkraflutningamaður og björgunarkafari hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, lauk um klukkan 14 í dag 100 kílómetra göngu sinni frá Akranesi til Reykjavíkur. Bergur gekk alla þessa leið til styrktar Píeta samtökunum.

Innlent