Hagstofan segir í tilkynningu að þeir einstaklingar sem voru í fæðingarorlofi frá vinnu hafi verið skilgreindir sem starfsfólk ríkisstofanna í stað þess að vera skilgreindir í því rekstrarformi sem þeir unnu í áður en þeir fóru í fæðingarorlof. Eftir að Hagstofan komst að því að fjöldinn væri ofmetinn fór af stað vinna við að lagfæra talnaefnið.
Tekið er fram að talnaefnið nái eingöngu til fjölda starfandi eftir rekstrarformum en ekki annars talnaefnis svo sem eftir atvinnugreinum. Fyrir vikið hefur talnaefnið verið tekið úr birtingu tímabundið á meðan unnið er að leiðréttingu.
„Hagstofan biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið,“ segir að lokum.