Innlent

Fyrst og fremst varnaraðgerð

Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að boðað verkbann gagnvart miklum fjölda félagsmanna VR sé fyrst og fremst varnaraðgerð af hálfu SA.

Innlent

Sig­ríður stefnir á ráðu­neytis­stjórann

Sigríður Á. Andersson fyrrverandi dómsmálaráðherra er meðal átta sem sækja um embætti ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Guðmundur Árnason, fráfarandi ráðuneytisstjóri, tekur senn við sendiherrastöðu í utanríkisþjónustunni.

Innlent

Í­hugar al­var­lega að kæra niður­fellingu máls Alberts

Kona sem kærði knattspyrnumanninn Albert Guðmundsson fyrir nauðgun íhugar alvarlega að kæra niðurfellingu héraðssaksóknara á málinu. Hún hefur tíu daga til að ákveða sig. Degi áður en kærufrestur rennur út leikur karlalandsliðið í knattspyrnu við það ísraelska í umspili um sæti á EM 2024. 

Innlent

Sendi fjöl­skyldu sína úr landi af ótta við stungu­manninn

Eigandi OK Market í Valshverfinu sendi fjölskyldu sína úr landi vegna hótana manns sem síðan stakk hann í versluninni í síðustu viku. Hann segir manninn hafa áreitt sig stanslaust í sex ár og lögregluna ekki gera neitt til þess að aðstoða hann. Maðurinn heldur áfram að hóta honum þrátt fyrir að vera í gæsluvarðhaldi.

Innlent

Grind­víkingar í hjólhýsum og pínu­litlum í­búðum

Forseti bæjarstjórnar í Grindavík segir 130 fjölskyldur úr Grindavík enn búa við óviðunandi húsnæðiskost. Dæmi séu um fólk sem búi í hjólhýsum og fjölskyldur í um tuttugu fermetra íbúðum. Farið er fram á frekari stuðning ríkisstjórnarinnar í húsnæðismálum. 

Innlent

SA gæti gripið til verk­banns skelli verk­föll á Icelandair

Formaður VR reiknar með að röð verkfallsaðgerða starfsmanna félagins hjá Icelandair á Keflavíkurflugvelli verði samþykktar í atkvæðagreiðslu sem lýkur á morgun. Ekki er útilokað að Samtök atvinnulífsins boði verkbann á starfsmenn VR sigli deilan í algeran hnút.

Innlent

Heilsu­gæslan flytur tíma­bundið eftir brunann

Heilsugæslan Garðabæ mun á næstu dögum flytja tímabundið í húsnæði í Mjóddinni í Reykjavík á meðan húsnæði heilsugæslunnar er þrifið og endurnýjað. Talsvert tjón varð á húsnæðinu af völdum reyks eftir að eldur kom upp á snyrtistofu í næsta húsi fyrir helgi. Er ljóst að einhverjar vikur muni taka þar til að hægt verði hefja starfsemi í húsinu á ný.

Innlent

Matthías Johannes­sen er látinn

Matthías Johannessen, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins og skáld, er látinn. Hann andaðist á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í gær, 94 ára að aldri.

Innlent

Spyr hvort aka þurfi á barn svo eitt­hvað verði gert

Nanna Hólm býr í Grafarvoginum á Móavegi 4 á jarðhæð. Þung umferð er við blokkina og öryggisráðstafanir fyrir gangandi vegfarendur eru litlar sem engar. Umferðin er ekki girt af og bílar keyra þar oft vel yfir löglegum hámarkshraða segir Nanna. Sömuleiðis þjóti rafskútur um svæðið á ógnarhraða. Nanna spyr hvort bíða þurfi eftir því að barn verði fyrir bíl svo eitthvað verði gert.

Innlent

„Snögg­skilnaðir“ hafi slegið í gegn

„Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig.“

Innlent

Tekist á um að­gerðir ríkis­stjórnar á Al­þingi

Formenn Samfylkingar og Viðreisnar gagnrýndu á Alþingi í dag að stórfelldar aðgerðir stjórnvalda upp á 80 milljarða í tengslum við kjarasamninga væru ófjármagnaðar. Formaður Miðflokksins gagnrýndi einnig meinta óstjórn stjórnvalda í útlendingamálum.

Innlent