Innlent

Að­gerðirnar standa enn yfir

Umfangsmiklar aðgerðir lögreglu vegna gruns um mansal, peningaþvætti, og skipulagða glæpastarsemi standa enn yfir. Þetta staðfestir Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Innlent

Táraðist þegar hann heyrði fréttirnar frá Kaíró

Félagsmálaráðherra táraðist þegar hann frétti af því að utanríkisráðherra og sendinefnd ráðuneytisins hefði tekist að bjarga sjötíu og tveimur dvalarleyfishöfum út af Gasasvæðinu. Hópurinn er væntanlegur til landsins á næstu dögum og það er að mörgu að hyggja.

Innlent

Nokkrir hand­teknir í tengslum við að­gerðirnar

Nokkrir hafa verið handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerðanna sem snúa að fyrirtækjum Davíðs Viðarsonar, sem á meðal annars Vy-þrif, Pho Víetnam, og Wok On.

Innlent

„Vitum ekki hvar við verðum í nótt“

Tveir ferðamenn frá Filippseyjum eru í leit að gistingu eftir að hafa verið gert að yfirgefa Kastala guesthouse síðdegis vegna umfangsmikilla lögregluaðgerða. Lögregla hefur innsiglað gistiheimilið. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í dag staðið fyrir umfangsmiklum aðgerðum vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brotum á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi. Málið tengist fyrirtækinu Vy-þrifum en eigandi þess rekur bæði veitingastaði og gistiheimili.

Innlent

Eig­andi Vy-þrifa grunaður um man­sal og peninga­þvætti

Miðlæg rannsóknardeild lögreglu lagðist í umfangsmiklar aðgerðir víða um land í dag. Grunur um mansal, peningaþvætti og skipulagða glæpastarfsemi leiddi til aðgerða á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi og standa þær enn yfir.

Innlent

Geimskot olli ljósasýningu yfir Mý­vatni

Mikilfengleg ljósasýning sást á himnum yfir Mývatni í gærkvöldi. Þar var að öllum líkindum um að ræða fyrirbæri sem til var komið vegna mannaðs geimskots SpaceX frá Bandaríkjunum í gær.

Innlent

Þingpallarnir opnir eins og aðra daga

Skrifstofustjóri Alþingis segir þingpallana opna á Alþingi í dag eins og kveðið sé á um í stjórnarskránni þrátt fyrir óþægilegt atvik síðdegis í gær. Þá þurfti að fjarlægja hælisleitendur af pöllunum sem trufluðu þingstörf.

Innlent

For­eldrar ungra reyk­vískra barna geta nú spáð fyrir um stöðuna á bið­listum

Reykjavíkurborg hefur hleypt af stokkunum sérstökum Leikskólareikni sem ætlað er að sýna stöðu umsókna í leikskóla borgarinnar og geti foreldrar þannig fengið áætlaða spá um stöðu barna sinna á biðlista. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir gott að fá fram reikninn sem sýni þó jafnframt fram á þá alvarlegu stöðu sem uppi sé í leikskólamálum.

Innlent

„Sam­ræðurnar sem ég hef átt við sumt fólkið eru al­gjör­lega fá­rán­legar“

Eigendur húss í Grindavík sem eyðilagðist í eldgosinu í janúar þurfa sjálf að hreinsa járn og rusl af húsgrunninum til að geta leyst út förgunargjald frá Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Þau þurfa sárlega á fjármununum að halda til að geta gengið frá kaupum á nýju húsnæði. Bæjaryfirvöld ætlast til þess að lóðin sé hreinsuð en vilja á sama tíma ekki að eigendur séu á staðnum, þar sem Grindavík er skilgreint hættusvæði.

Innlent

Berg­þór stríðir Sam­fylkingunni

Samfylkingin styður markmið útlendingafrumvarpsins sem er til umræðu á Alþingi og dómsmálaráðherra fagnar stefnubreytingu flokksins. Þingflokkur Vinstri Grænna gerir ýmsa fyrirvara við málið.

Innlent

Náðu 72 yfir landa­mærin en 13 á upp­haf­legum lista stjórn­valda enn fastir á Gasa

Sjötíu og tveimur Palestínumönnum, sem eru með dvalarleyfi á Íslandi, var bjargað út af Gasasvæðinu í kjölfar símafundar utanríkisráðherra við ísraelskan kollega sinn síðastliðinn þriðjudag. Utanríkisráðherra segir að drjúgur meirihluti dvalarleyfishafa á Gasa hafi fengið samþykki fyrir því að fara yfir landamærin, en þó ekki allir því þrettán sem eru á upphaflegum lista stjórnvalda eru eftir á Gasa samkvæmt upplýsingum fá utanríkisráðuneytinu. Íslenskir sjálfboðaliðar eru staðráðnir í að sækja þá sem eftir eru.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við Bjarna Benediktsson utanríkisráðherra en í morgun var tilkynnt um að rúmlega sjötíu Palestínumönnum hefði verið hleypt út af Gasa svæðinu í gærkvöldi. 

Innlent

Kosninga­maskína Baldurs ræsir vélarnar

Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði virðist hafa undirbúið framboð sitt til forseta Íslands gaumgæfilega án þess þó að hafa tilkynnt um það formlega. Vel mannað kosningateymi gefur vísbendingar og fyrir liggur könnun sem ætti að gefa Baldri byr undir báða vængi.

Innlent

Sam­mæltust um starfs­lok í kjöl­far rasískra um­mæla

Samkomulag um starfslok hefur verið gert við Helga Helgason, kennara við Menntskólann að Laugarvatni, vegna ummæla hans á samfélagsmiðlum. Helgi kallaði Bashar Murad meðal annars „grenjandi illa skeindan Palestínuaraba.“ Skólameistari segir starfsfólk og nemendur afar slegna vegna málsins og að Helgi hafi viðurkennt að hafa orðið á mistök. 

Innlent