Tívolíbomba hefði getað skapað stórhættu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. júní 2024 07:01 Þessi bíll fór illa í sprengingunni. Vísir/Vilhelm Lögregla hefur til rannsóknar íkveikju í iðnaðarbili við Dofrahellu í Hafnarfirði aðfaranótt þriðjudags. Tívolíbombu var kastað inn um glugga á iðnaðarbilinu þar sem gin er bruggað í miklu magni. Mildi þykir að ekki fór verr. Það var á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags sem maður, sem var að störfum í Helluhverfinu í Hafnarfirði, hringdi í Neyðarlínuna eftir að gríðarlega sprenging heyrðist í hverfinu. Sprengingin barst frá iðnaðarhúsnæði við Dofrahellu þar sem töluverður eldur kviknaði við innkeysluhurðina. Frá vettvangi í Dofrahellu. Búið er að setja spónaplötur fyrir gluggana á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Slökkviliðið var boðað á vettvang og var það til happs að menn sem voru staddir í húsnæðinu náðu að hemja eldinn með handslökkvitækjum. Því var eldur orðinn lítill þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á vettvang. Grímur Thor Bollason, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, segir ljóst að um íkveikju sé að ræða. Það sýni upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Á öryggismyndavél sést einn einstaklingur kasta tívolíbombu í gegnum rúðu á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm „Það er einhver sem sprengir líklegast tívolíbombu,“ segir Grímur. Skemmdir hafi þannig séð ekki orðið miklar en þær sjást ágætlega af myndunum sem fylgja fréttinni. Grímur segir að af öryggismyndavélum megi sjá einstakling reyna að kasta tívolíbombunni inn um glugga á iðnaðarbilinu. Hún hafi farið í gegn um gluggann en mætt fyrirstöðu þar fyrir innan og skotist aftur út. Spónaplötur komnar fyrir gluggana þar sem rúður sprungu.Vísir/Vilhelm Gin er framleitt í iðnaðarbilinu en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða svokallað Freyju gin sem er til sölu í Nýju Vínbúðinni. Grímur segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef eldurinn hefði orðið meiri og náð inn í rýmið. Þar hafi verið mikið magn af etanóli. Ljóst er að eldurinn hefði því magnast upp og orðið illviðráðanlegur. Nokkrar skemmdir eru á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Grímur segir engan liggja undir grun. Upptökur úr öryggismyndavélum sýni holningu einstaklings en ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom viðkomandi hlaupandi nokkuð langa leið með sprengjuna áður en hann kastaði henni. Þá herma heimildir fréttastofu að viðkomandi hafi sjálfur verið í nokkurri hættu enda endurkastaðist tívolíbomban út úr rýminu. Grímur beinir til fólks sem hefur upplýsingar um hver hafi verið þarna á ferð eða hafi orðið vitni að atburðinum að gefa sig fram við lögreglu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsfólki Freyju gins. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is. Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Það var á þriðja tímanum aðfaranótt þriðjudags sem maður, sem var að störfum í Helluhverfinu í Hafnarfirði, hringdi í Neyðarlínuna eftir að gríðarlega sprenging heyrðist í hverfinu. Sprengingin barst frá iðnaðarhúsnæði við Dofrahellu þar sem töluverður eldur kviknaði við innkeysluhurðina. Frá vettvangi í Dofrahellu. Búið er að setja spónaplötur fyrir gluggana á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Slökkviliðið var boðað á vettvang og var það til happs að menn sem voru staddir í húsnæðinu náðu að hemja eldinn með handslökkvitækjum. Því var eldur orðinn lítill þegar fyrsti slökkviliðsbíllinn mætti á vettvang. Grímur Thor Bollason, rannsóknarlögreglumaður í Hafnarfirði, segir ljóst að um íkveikju sé að ræða. Það sýni upptökur úr öryggismyndavélum á svæðinu. Á öryggismyndavél sést einn einstaklingur kasta tívolíbombu í gegnum rúðu á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm „Það er einhver sem sprengir líklegast tívolíbombu,“ segir Grímur. Skemmdir hafi þannig séð ekki orðið miklar en þær sjást ágætlega af myndunum sem fylgja fréttinni. Grímur segir að af öryggismyndavélum megi sjá einstakling reyna að kasta tívolíbombunni inn um glugga á iðnaðarbilinu. Hún hafi farið í gegn um gluggann en mætt fyrirstöðu þar fyrir innan og skotist aftur út. Spónaplötur komnar fyrir gluggana þar sem rúður sprungu.Vísir/Vilhelm Gin er framleitt í iðnaðarbilinu en samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða svokallað Freyju gin sem er til sölu í Nýju Vínbúðinni. Grímur segir að ekki hefði þurft að spyrja að leikslokum ef eldurinn hefði orðið meiri og náð inn í rýmið. Þar hafi verið mikið magn af etanóli. Ljóst er að eldurinn hefði því magnast upp og orðið illviðráðanlegur. Nokkrar skemmdir eru á iðnaðarbilinu.Vísir/vilhelm Grímur segir engan liggja undir grun. Upptökur úr öryggismyndavélum sýni holningu einstaklings en ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Samkvæmt heimildum fréttastofu kom viðkomandi hlaupandi nokkuð langa leið með sprengjuna áður en hann kastaði henni. Þá herma heimildir fréttastofu að viðkomandi hafi sjálfur verið í nokkurri hættu enda endurkastaðist tívolíbomban út úr rýminu. Grímur beinir til fólks sem hefur upplýsingar um hver hafi verið þarna á ferð eða hafi orðið vitni að atburðinum að gefa sig fram við lögreglu. Fréttastofa hefur ekki náð tali af forsvarsfólki Freyju gins. Veistu meira um málið? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.
Lögreglumál Hafnarfjörður Tengdar fréttir Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Slökkvilið kallað út vegna sprenginga í Hafnarfirði Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað út á þriðja tímanum í nótt eftir að einhverskonar sprenging eða sprengingar urðu í iðnaðarhúsnæði í Helluhverfi í Hafnarfirði. 28. maí 2024 07:58