Innlent

Lokkaði stúlkur á sloppnum með saltpillum og týndum kettlingum

„Þessi maður bauð mér einu sinni far þegar ég var mjög ung og það er far sem ég mun alltaf sjá eftir að hafa þegið. Ég fagna dauða hans,“ segir Sigrún Þorvaldsdóttir. Sigrún er ein þeirra kvenna sem urðu fyrir barðinu á skrímslinu svonefnda í bláa húsinu í Vestmannaeyjum. Bæjarstjórinn í Eyjum vonar að samfélagið myndi bregðast öðruvísi við kæmi slíkt mál upp í dag.

Innlent

Eitranir dregið 31 til dauða á þessu ári

Eitranir hafa dregið 31 til dauða á þessu ári og rekja má meginþorra andlátanna til notkunar áfengis, ópíóíða eða morfínskyldra lyfja. Yfirlögregluþjónn merkir aukna notkun á oxycontin og segir hvert andlát einu of mikið. 

Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Eitranir hafa dregið 31 til dauða á þessu ári og flest andlátin má rekja til notkunar áfengis, ópíóíða eða morfínskyldra lyfja. Yfirlögregluþjónn segist merkja aukna notkun á oxycontin og segir hvert andlát einu of mikið. 

Innlent

RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála.

Innlent

„Ég vissi ekki að hann væri al­vitur“

Rannsóknarlögreglumaður, sem stýrði rannsókn á hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, fullyrti þegar hann gaf skýrslu fyrir dómi í dag að aðeins einum hníf hafi verið beitt í árásinni. „Ég vissi ekki að hann væri alvitur,“ sagði verjandi manns, sem ákærður er fyrir þrjár tilraunir til manndráps, en dró ummælin síðar til baka.

Innlent

Batnandi á­stand í Venesúela rétt­læti brott­vísanir

Kærunefnd útlendingamála kvað í vikunni upp þrjá úrskurði þess efnis að Útlendingastofnun hefði verið heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd hér á landi. Kærunefndin vísaði til batnandi ástands í Venesúela.

Innlent

Svona var kveðju­stund Guð­bergs í Hörpu

Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund var haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins komu fram á athöfninni sem reikna má með að sé söguleg.

Innlent

Í­huga að birta mynd­efni af á­rásar­mönnunum

Rannsókn á árás þar sem ráðist var á ráðstefnugest á vegum Samtakanna '78 á dögunum, er komin á borð miðlægrar rannsóknardeildar. Ástæðan er alvarleiki árásarinnar og einnig sú staðreynd að líklegast var um hatursglæp að ræða. Árásarmennirnir eru ófundnir en lögregla íhugar að birta myndefni úr eftirlitsmyndavélum. 

Innlent

Skútumaður kemur af fjöllum varðandi 157 kíló af hassi

Danskur karlmaður sem var handtekinn um borð í skútu við Garðskagavita í júní með 157 kíló af hassi segist ekki hafa haft hugmynd um að fíkniefni væru um borð. Hann man ekki hver millifærði á hann peningum til að kaupa skútuna og segist einfaldlega hafa farið í bátsferð til gamans.

Innlent

„Þetta er eitthvað sem enginn hefur séð áður“

Íburðarmikil kveðjuathöfn um Guðberg Bergsson rithöfund verður haldin í Hörpu síðdegis í dag. Fjöldi listamanna og vina Guðbergs heitins mun koma fram á athöfninni, sem verður engu öðru lík, að sögn sambýlismanns Guðbergs.

Innlent

Hug­myndir dóms­mála­ráð­herra útópískar

Félagsmálaráðherra segir hugmyndir dómsmálaráðherra um lokuð búsetuúrræði vera útópískar. Hann telur að samningur hans við Rauða krossinn um neyðarskýli fyrir útlendinga sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd sé rétt skref. 

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við formann Eflingar Sólveigu Önnu Jónsdóttur um komandi kjaraviðræður þar sem til stendur að sækja krónutöluhækkanir. 

Innlent