Innlent

Nota sykursýkislyf til að léttast og Rottweilerhundar bjóða í partý

Ritstjórn skrifar
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.
Margrét Helga Erlingsdóttir les fréttirnar í kvöld sem eru í opinni í dagskrá.

Íslendingum sem nota sykursýkis- og þyngdarstjórnunarlyf hefur fjölgað um rúm sextíu prósent á aðeins sextán mánuðum. Notendur lyfjanna sem fréttastofa hefur rætt við segjast eingöngu á lyfjunum til að léttast en eru hraustir að öðru leyti. 

Í kvöldfréttunum verður rætt við unga konu sem notaði lyfið þar til kostnaðurinn varð of þungbær.

Við kíkjum til Þorlákshafnar þar sem íbúar ganga á morgun til atkvæðagreiðslu um fyrirhugaða uppbyggingu mölunarverksmiðju. Talsmaður blæs á áhyggjur um að starfsemin sé mengandi.

Miklar umræður sköpuðust í þinginu um breytingar á útlendingafrumvarpi dómsmálaráðherra. Frumvarpinu hefur nú verið vísað aftur til nefndar en stefnt er að því að afgreiða frumvarpið á vorþingi.

Þá kíkjum við á tónleika hjá rappsveitinni XXX Rottweiler í Laugardalshöll og verðum þaðan í beinni.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×