Innlent

Aldrei fleiri and­vígir Borgar­línu

Andstaða við Borgarlínuna hefur aukist nokkuð og samkvæmt nýrri könnun Maskínu hafa raunar aldrei fleiri verið andvígir henni. Þá hafa ekki færri verið hlynntir henni.

Innlent

„Þetta var ein­hliða gert og ekki með okkar að­komu“

Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir reglugerðarbreytingar félagsmálaráðherra, sem kveða á um að aðstoð sveitarfélaga til útlendinga sem fengið hafa endanlega synjun á umsókn sinni um alþjóðlega vernd hér á landi vera algjörlega einhliða og í andstöðu við það sem ráðherra hafi vitað að væri afstaða sambandsins.

Innlent

Sér­sveit að störfum í Grafar­vogi

Sér­sveit ríkis­lög­reglu­stjóra var að störfum við Móa­veg í Grafar­vogs­hverfi í Reykja­vík á sjöunda tímanum í kvöld. Ekki hafa fengist upp­lýsingar um að­gerðirnar frá lög­reglu en tölu­verður við­búnaður var á staðnum.

Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Gistiskýli fyrir hælisleitendur, sem fengið hafa endanlega synjun og fá ekki þjónustu, verður í sérstöku húsnæði í Borgartúni. Stefnt er að opnun á föstudag.

Innlent

33 starfs­mönnum Grundar­heimila verði sagt upp

Allt stefnir í að 33 starfsmönnum Grundarheimilanna verði sagt upp, þar með talið öllu starfs­fólki á Þvotta­húsi Grundar­heimilanna, sem eru átta talsins. Þá verður nítján sagt upp í ræstinga­deild í Ási, hjúkrunar-og dvalar­heimili í Hvera­gerði. Þá verða breytingar á sex störfum til við­bótar, ýmist með upp­sögnum eða þau lögð niður.

Innlent

Sigldi sjö tonna skipi skakkur

Karlmaður hefur verið dæmdur til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir að stjórna skipi til hafnar ófær um að stjórna því örugglega vegna áhrifa vana-og fíkniefna, en í blóði hans mældist kannabis. Þá stýrði hann skipinu án þess að hafa til þess gild réttindi.

Innlent

Frændi sótti rangt barn á leik­skólann í gær

Reglur á leikskólanum Mánagarði hafa verið skerptar í kjölfar atviks þar sem frændi sótti rangt barn í skólann í gær. Í tölvupósti sem leikskólastjóri sendi foreldrum í morgun kemur fram að barninu hafi fljótlega verið „skilað til baka og rétt barn tekið.“ 

Innlent

Það taki enga stund að hola menningar­stofnanir að innan sem tók ára­tugi að byggja

Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, tekur upp hanskann fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands sem stendur í kjarabaráttu. Hann segir að það yrði hræðilegt ef hljómsveitin færi í verkfall sem nú stefnir í. Víkingur biðlar til stjórnvalda að meta hljóðfæraleikarana að verðleikum. Það taki áratugi að byggja upp menningarstofnanir en stuttan tíma að hola þær að innan.

Innlent

Segir lögin hafa verið alveg skýr um af­drif þjónustu­lausra hælis­leit­enda

Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið hefur samið við Rauða krossinn um að útlendingar, sem fengið hafa endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi og eiga ekki rétt á aðstoð, geti fengið gistingu og fæði í samræmi við það sem tíðkast í gistiskýlum fyrir heimilislausa. Ráðherra segist ánægður að engir í þessum hópi þurfi nú að sofa úti.

Innlent

Inniliggjandi með covid fjölgar hratt

Töluvert álag er á Landspítalanum vegna covid-veikinda og fjöldi þeirra sem eru inniliggjandi með veiruna hefur þrefaldast á stuttum tíma. Sóttvarnalæknir hvetur fólk sem er með einkenni til þess að taka tillit til þeirra sem eru í áhættuhópum.

Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Í hádegisfréttum verður rætt við félagsmálaráðherra sem hefur gert samning við Rauða krossinn um að útlendingar sem ekki eiga rétt á aðstoð hér á landi fái gistingu og fæði í gistiskýlum.

Innlent

Kjartan Bjarni metinn hæfastur

Dómnefnd metur það sem svo að Kjartan Bjarni Björgvinsson héraðsdómari sé hæfastur umsækjenda til að hljóta setningu í embætti dómara við Landsrétt sem auglýst var laust til umsóknar á dögunum. Fjórir sóttu um stöðuna.

Innlent

Vatn komið aftur á í Kópavogi

Kaldavatnslaust var í hluta Kópavogs, austan Reykjanesbrautar, það er að segja í Hvörfum, Þingum, Kórum og hluta Salahverfis í morgun. Vatn er aftur komið á en ekki er fullur þrýstingur á kerfinu eins og er.

Innlent

Guð­björg Magnús­dóttir söng­kona er látin

Guðbjörg Magnúsdóttir söngkona er látin 49 ára gömul eftir hetjulega baráttu við krabbamein. Guðbjörg lést föstudaginn 22. september í Osló í Noregi þar sem hún hafði verið búsett með fjölskyldu sinni undanfarin ár.

Innlent

„Fólk var farið að öskra“

Að­standandi far­þega um borð í rútu á vegum SBA sem keyrði á milli Land­manna­lauga og Reykja­víkur með far­þega frá Ferða­fé­lagi Ís­lands, vill að stjórn­völd skoði hverjir fái að keyra slíkar rútur. Far­þegar hafi verið í á­falli vegna slæms aksturs­lags rútu­bíl­stjórans. Hann segir far­þegum hafa verið boðin á­falla­hjálp þar sem margir hafi haldið að þetta yrði þeirra síðasta.

Innlent