Innlent Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Lögreglan á Suðurlandi hefur kært tvo aðila í vikunni fyrir að stunda farþegaflutninga án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir hendi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á eftirlit með rekstrarleyfi og réttindum ökumanna til að stunda fólksflutninga í atvinnuskyni þessa vikuna hjá embættinu. Innlent 18.2.2025 13:40 Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Fjórir eru í framboði í formannskjöri VR, sem fer fram dagana 6. til 13. mars næstkomandi. Formannsefnin verða gestir Pallborðsins klukkan 14, þar sem þau deila með okkur stefnumálum sínum og framtíðarsýn. Innlent 18.2.2025 13:27 Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirkjameistari og fyrrverandi varaformaður RSÍ, býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambands Íslands. Innlent 18.2.2025 13:17 Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla. Innlent 18.2.2025 13:11 Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. Innlent 18.2.2025 12:00 Eldur í mathöllinni í Hveragerði Eldur kviknaði í morgun í djúpsteikingarpotti á veitingastað í Gróðurhúsinu, mathöllinni í Hveragerði. Slökkvilið vinnur nú að því að tryggja vettvanginn og reykræsta. Útkallið barst um klukkan 11.25 til slökkviliðsins.Mathöllin er lokuð eins og liggur ekki fyrir hvort hægt verði að opna aftur í dag. Innlent 18.2.2025 11:49 Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Í hádegisfréttum verður rætt við formann Neytendasamtakanna um mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka. Innlent 18.2.2025 11:41 Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Enginn er kominn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á E. coli-smiti í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í október á síðasta ári. Innlent 18.2.2025 11:28 Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri, utanríkisráðherra og einn stofnenda Kvennalistans telur lítið hafa áunnist gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Taka þurfi til í réttarkerfinu. Hún segir setningu Brynjars Níelssonar í embætti héraðsdómara vera áhyggjuefni. Innlent 18.2.2025 11:28 Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Starfsmenn Sólheima eru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrita en þar lýsa þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skorti á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi vera vikið úr starfi. Undir hans stjórn hafi viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfi til verri vegar. Innlent 18.2.2025 11:21 Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta. Innlent 18.2.2025 10:12 Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“. Innlent 18.2.2025 10:07 Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en ríkisútvarpsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en þetta er í fimmta sinn sem þingsályktunartillaga þess efnis er flutt á Alþingi en hefur aldrei náð fram að ganga. Innlent 18.2.2025 07:45 Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu. Innlent 18.2.2025 07:01 Einn „gekk berserksgang“ og annar vildi inn í Stjórnarráðið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi eða nótt eftir að viðkomandi „gekk berserksgang“ í húsnæði hjálparstofnunar. Innlent 18.2.2025 06:21 Ekkert annað húsnæði komi til greina Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina. Innlent 17.2.2025 22:24 Vatnslögn rofnaði við Hörpu Kaldavatnslögn fór í sundur við austurgafl tónleikahússins Hörpu í Reykjavík síðdegis. Framkvæmdastjóri segir tjónið óverulegt. Innlent 17.2.2025 22:13 Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. Innlent 17.2.2025 21:00 Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. Innlent 17.2.2025 20:36 „Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn. Innlent 17.2.2025 20:02 Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. Innlent 17.2.2025 19:09 Drög að málefnasamningi liggi fyrir Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. Innlent 17.2.2025 18:31 Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tuttugu prósenta launahækkun kennara enn standa til boða. Hún fundar á morgun með samninganefnd sveitarfélaga. Innlent 17.2.2025 18:24 Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Stjórn Íslandsbanka mun taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna á næsta fundi sínum. Rætt verður við formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fjármála- og efnahagsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.2.2025 18:24 Evrópa standi á krossgötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. Innlent 17.2.2025 18:13 Gerendur yngri og brotin alvarlegri Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu. Innlent 17.2.2025 17:51 Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. Innlent 17.2.2025 16:55 Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Landsréttur hefur veitt Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðingi sem var dæmdur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, leyfi til að áfrýja dómnum. Steinu var ekki gerð refsing fyrir manndráp af gáleysi. Innlent 17.2.2025 15:29 Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir um 25 staðfest smit vegna matarsýkingar sem kom upp á þorrablóti í Brúarási í Múlaþingi. Heilbrigðiseftirlitið, HAUST, og Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vinna að smitrakningu. Búið er að taka sýni úr afgöngum. Innlent 17.2.2025 13:38 Ragna Árnadóttir hættir á þingi Ragna Árnadóttir mun taka við starfi forstjóra Landsnets og mun því hætta sem skrifstofustjóri Alþingis í ágúst. Innlent 17.2.2025 13:32 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 334 ›
Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Lögreglan á Suðurlandi hefur kært tvo aðila í vikunni fyrir að stunda farþegaflutninga án þess að hafa tilskilin leyfi fyrir hendi. Sérstök áhersla hefur verið lögð á eftirlit með rekstrarleyfi og réttindum ökumanna til að stunda fólksflutninga í atvinnuskyni þessa vikuna hjá embættinu. Innlent 18.2.2025 13:40
Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Fjórir eru í framboði í formannskjöri VR, sem fer fram dagana 6. til 13. mars næstkomandi. Formannsefnin verða gestir Pallborðsins klukkan 14, þar sem þau deila með okkur stefnumálum sínum og framtíðarsýn. Innlent 18.2.2025 13:27
Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Margrét Halldóra Arnarsdóttir, rafvirkjameistari og fyrrverandi varaformaður RSÍ, býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambands Íslands. Innlent 18.2.2025 13:17
Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi stofnunarinnar. Persónuvernd komst að því að vinnsla persónuupplýsinga með þessum hætti hefði ekki verið heimil. Meðal aðila voru Samgöngustofu, KSÍ, Janus endurhæfing og fjöldi sjálfstætt starfandi heilsugæsla. Innlent 18.2.2025 13:11
Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Vegagerðin auglýsir í dag eftir tilboðum í endurbyggingu Norðausturvegar um Brekknaheiði á Langanesi, milli Þórshafnar og Bakkafjarðar. Gert er ráð fyrir að verkið taki rúm tvö ár og skal því að fullu lokið 1. ágúst 2027. Innlent 18.2.2025 12:00
Eldur í mathöllinni í Hveragerði Eldur kviknaði í morgun í djúpsteikingarpotti á veitingastað í Gróðurhúsinu, mathöllinni í Hveragerði. Slökkvilið vinnur nú að því að tryggja vettvanginn og reykræsta. Útkallið barst um klukkan 11.25 til slökkviliðsins.Mathöllin er lokuð eins og liggur ekki fyrir hvort hægt verði að opna aftur í dag. Innlent 18.2.2025 11:49
Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Í hádegisfréttum verður rætt við formann Neytendasamtakanna um mögulegan samruna Arion banka og Íslandsbanka. Innlent 18.2.2025 11:41
Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Enginn er kominn með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á E. coli-smiti í leikskólanum Mánagarði í Reykjavík í október á síðasta ári. Innlent 18.2.2025 11:28
Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fyrrverandi borgarstjóri, utanríkisráðherra og einn stofnenda Kvennalistans telur lítið hafa áunnist gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Taka þurfi til í réttarkerfinu. Hún segir setningu Brynjars Níelssonar í embætti héraðsdómara vera áhyggjuefni. Innlent 18.2.2025 11:28
Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Starfsmenn Sólheima eru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrita en þar lýsa þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skorti á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi vera vikið úr starfi. Undir hans stjórn hafi viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfi til verri vegar. Innlent 18.2.2025 11:21
Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Jón Pétur Zimsen, fyrrverandi skólastjóri og núverandi alþingismaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega viðbrögð stjórnvalda og skólayfirvalda við alvarlegum agavanda í Breiðholtsskóla. Hann segir það óboðlegt að ofbeldismenningu hafi verið leyft að grassera þar árum saman án raunverulegra úrbóta. Innlent 18.2.2025 10:12
Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Guðmundur Valur Guðmundsson, framkvæmdastjóri þróunar hjá Vegagerðinni, gerir ráð fyrir því að fletta þurfi malbik af einhverjum vegum á Vesturlandi bregðist stjórnvöld ekki við viðhaldsskuld á svæðinu. Vegagerðin hafi verið undirfjármögnuð síðustu tvö til þrjú ár í viðhaldi. Þau hafi ekki náð að gera eins mikið og þau vilji gera og þá „missi þau niður vegina“. Innlent 18.2.2025 10:07
Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Hópur þingmanna Miðflokksins og Sjálfstæðisflokksins vilja að greiðendum útvarpsgjalds verði heimilt að ráðstafa hluta gjaldsins til fjölmiðla að eigin vali, annarra en ríkisútvarpsins. Þessi hugmynd er ekki ný af nálinni en þetta er í fimmta sinn sem þingsályktunartillaga þess efnis er flutt á Alþingi en hefur aldrei náð fram að ganga. Innlent 18.2.2025 07:45
Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu. Innlent 18.2.2025 07:01
Einn „gekk berserksgang“ og annar vildi inn í Stjórnarráðið Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók mann í gærkvöldi eða nótt eftir að viðkomandi „gekk berserksgang“ í húsnæði hjálparstofnunar. Innlent 18.2.2025 06:21
Ekkert annað húsnæði komi til greina Barna- og menntamálaráðherra segir algjört neyðarástand ríkja í málum meðferðarrýma ungmenna. Neyðarvistun barna sé óásættanleg og algjört neyðarúrræði þar sem ekkert annað húsnæði komi til greina. Innlent 17.2.2025 22:24
Vatnslögn rofnaði við Hörpu Kaldavatnslögn fór í sundur við austurgafl tónleikahússins Hörpu í Reykjavík síðdegis. Framkvæmdastjóri segir tjónið óverulegt. Innlent 17.2.2025 22:13
Fella fjögurhundruð tré í von um að flugbraut fáist opnuð Fjögurhundruð tré verða felld í Öskjuhlíð, samkvæmt forgangsáætlun sem hefur verið að mótast í samskiptum Reykjavíkurborgar og Isavia. Vonast er til að unnt verði að opna austur/vestur flugbraut Reykjavíkurflugvallar eftir viku til tíu daga, en þá með takmörkunum. Innlent 17.2.2025 21:00
Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Formaður skóla- og frístundaráðs segir Reykjavíkurborg hugsanlega ekki hafa stigið nógu fast niður varðandi ofbeldi í Breiðholtsskóla. Hún hélt að málið væri á réttri leið en svo reyndist ekki. Innlent 17.2.2025 20:36
„Við hvetjum nemendur til halda sínu striki“ Verkfallsaðgerðir hefjast að minnsta kosti í ríflega þrjátíu skólum á landinu á næstu vikum takist ekki að semja við kennara. Nemendur í Borgarholtsskóla eru áhyggjufullir og óttast tafir á námi. Aðstoðarskólastjóri segir alltaf hættu á brottfalli dragist verkfall á langinn. Innlent 17.2.2025 20:02
Athygli Bandaríkjanna beinist sífellt meira að Kína Sérfræðingur í alþjóðamálum segir ummæli æðstu ráðamanna í Bandaríkjunum bera þess merki að athygli þeirra beinist sífellt meira að Kína og Kyrrahafsinu. Bandaríkin hyggist ekki yfirgefa Evrópu eða Atlantshafsbandalagið en Evrópa þurfi í auknum máli að sinna vörn álfunnar sjálf. Innlent 17.2.2025 19:09
Drög að málefnasamningi liggi fyrir Drög að málefnasamningi liggja fyrir í meirihlutaviðræðunum í Reykjavík meðal annars með nýjungum í húsnæðismálum, að sögn oddvita Samfylkingar. Þær hafi samið um fjölmargar aðgerðir í borginni og ætli að óska eftir auka borgarstjórnarfundi í vikunni. Innlent 17.2.2025 18:31
Tuttugu prósenta launahækkun kennara enn í boði Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir tuttugu prósenta launahækkun kennara enn standa til boða. Hún fundar á morgun með samninganefnd sveitarfélaga. Innlent 17.2.2025 18:24
Fjármálaráðherra um samruna bankanna og fundað í París Stjórn Íslandsbanka mun taka fyrir erindi Arion banka um að hefja viðræður um samruna á næsta fundi sínum. Rætt verður við formann efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og fjármála- og efnahagsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 17.2.2025 18:24
Evrópa standi á krossgötum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra segir Evrópu standa á krossgötum. Evrópa sé samstíga í því að tryggja það að Pútín verði ekki „sterki maðurinn í heiminum.“ Hópur evrópskra þjóðhöfðingja hittist á fundi sem Emmanuel Macron Frakklandsforseti boðaði til með skömmum fyrirvara í kvöld. Innlent 17.2.2025 18:13
Gerendur yngri og brotin alvarlegri Öryggis- og löggæslufræðingur hefur áhyggjur af líkamsárásum ungmenna sem séu alvarlegri en áður. Hann mælir með að láta frekar hluti af hendi heldur en að lenda í hættu. Innlent 17.2.2025 17:51
Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Drengurinn sem er ákærður fyrir manndráp og tvær tilraunir til manndráps í Menningarnæturmálinu svokallaða sagðist í fyrstu muna lítið eftir atvikum málsins. Innlent 17.2.2025 16:55
Fær að áfrýja manndrápsdómi á geðdeild til Landsréttar Landsréttur hefur veitt Steinu Árnadóttur, hjúkrunarfræðingi sem var dæmdur fyrir að valda dauða sjúklings á geðdeild Landspítalans, leyfi til að áfrýja dómnum. Steinu var ekki gerð refsing fyrir manndráp af gáleysi. Innlent 17.2.2025 15:29
Hópsýking á þorrablóti í Brúarási Lára Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Austurlands, segir um 25 staðfest smit vegna matarsýkingar sem kom upp á þorrablóti í Brúarási í Múlaþingi. Heilbrigðiseftirlitið, HAUST, og Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA, vinna að smitrakningu. Búið er að taka sýni úr afgöngum. Innlent 17.2.2025 13:38
Ragna Árnadóttir hættir á þingi Ragna Árnadóttir mun taka við starfi forstjóra Landsnets og mun því hætta sem skrifstofustjóri Alþingis í ágúst. Innlent 17.2.2025 13:32