
Innlent

Vitneskja Áslaugar Örnu setji meintan leka í alvarlegra samhengi
Össur Skarphéðinsson telur að rannsaka þurfi þátt Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, í lekanum sem leiddi til afsagnar Ásthildar Lóu Þórsdóttur sem barnamálaráðherra. Áslaug fékk upplýsingar um málið sex dögum áður en frétt Rúv birtist.

Deilur tveggja dyravörslufyrirtækja og bikarleikir í körfunni
Þrettán voru handteknir víðs vegar um höfuðborgina í nótt vegna þriggja mála sem eru talin tengjast. Tveir menn voru fluttir með sjúkrabíl af Ingólfstorgi laust fyrir miðnætti, annar þeirra með þrjú stungusár. Við förum yfir málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Gullaldarárin þegar flugið varð stór uppspretta þjóðartekna
Loftleiðabyggingarnar á Reykjavíkurflugvelli eru helsta táknmynd þess peningaflæðis sem fylgdi sókn Íslendinga inn á alþjóðlegan flugmarkað á árunum milli 1960 og ‘70 og gerði flugið að einum þýðingarmesta þætti efnahagslífsins.

Tilbúinn að leiða flokkinn áfram
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, lýsti því yfir í ræðu á fundi miðstjórnar flokksins í dag, að hann sé til í að leiða Framsókn og vinnuna áfram, að loknu flokksþingi.

Borgarfulltrúi meðal mótmælenda fyrir utan Tesla
Hópur fólks safnaðist saman í dag fyrir utan Tesla-umboðið í Vatnagörðum í Reykjavík. Borgarfulltrúi Pírata flutti ræðu. Af myndum að dæma voru um tíu til fimmtán manns á staðnum. Skipuleggjendur mótmælanna eru hópur sem kallar sig Save democracy Iceland (Björgum lýðræðinu Ísland).

Fréttamynd ársins er af sprunguleit í Grindavík
Eggert Jóhannesson og Golli hlutu í dag verðlaun fyrir mynd ársins og fréttamynd ársins 2024. Verðlaunin voru afhent í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, en þar var á sama tíma opnuð ljósmyndasýning sem verður opin til 27. apríl 2025.

Ferðamönnum til landsins fækkar og fækkar
Erlendum ferðamönnum, sem heimsækja Ísland fækkar og fækkar og eru ýmsar ástæður fyrir því, meðal annars gistináttaskattur og miklar hækkanir á öllum kostnaðarliðum fyrirtækja í ferðaþjónustu.

Felldi tár þegar hætt var við áformin í bakgarðinum
Íbúi í Hafnarfirði segist hafa fellt tár þegar fregnir bárust af því í gær að Carbfix væri hætt við áform um kolefnisförgunarstöðina Coda Terminal í Straumsvík. Léttirinn hafi verið gríðarlegur.

Tveir ríkisráðsfundir á morgun
Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum á morgun, sunnudaginn 23. mars. Sá fyrri verður klukkan 15:00 en sá síðari klukkan 15:15.

Hnífstunguárás á Ingólfstorgi og léttir íbúa í Hafnarfirði
Sjö voru handteknir vegna átaka við Ingólfstorg í gærkvöldi. Tveir særðust en báðir eru á batavegi. Tvö önnur mál, er varða slagsmál, gætu tengst árásinni að sögn aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf.

Enn margt á huldu og mögulega þrettán handteknir
Sjö voru handteknir í kjölfar átaka við Ingólfstorg á tólfta tímanum í gærkvöldi. Einn var stunginn þrisvar og annar laminn í höfuðið og eru báðir á batavegi samkvæmt heimildum fréttastofu. Tvö önnur mál í gærkvöldi tengjast mögulega árásinni og gætu því þrettán verið handteknir í tengslum við málið allt í allt.

Nokkrir þingmenn vilji taka málið til skoðunar
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, segir þingmenn hafa rætt við sig um að nefndin ætti að taka fyrir mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur, sem tilkynnti um afsögn sína úr embætti barna- og mennamálaráðherra í fyrradag.

Fyrsta skemmtiferðaskip ársins komið til hafnar
Fyrsta skemmtiferðaskip ársins kom til Reykjavíkur í gærkvöldi þegar skipið Le Commandant Charcot kom til hafnar. Bókaðar eru 237 skipakomur til Faxaflóahafna sem eru 22 færri skipakomur en voru árið 2024.

Hvað var Trú og líf?
„Við kölluðum okkur Trú og líf því vildum lifa fyrir trú, en við vildum líka hafa lífið og vera lifandi,“ segir Halldór Lárusson, einn af stofnendum og helstu forsvarsmönnum Trúar og lífs, félagsskapar ungs fólks af trúarlegum toga sem var starfandi á níunda áratug síðustu aldar.

Grunur um að maður hafi farið í sjóinn
Grunur er um að maður hafi farið í sjóinn við Kirkjusand. Leit stendur yfir og að henni koma kafarar, björgunarskip Landsbjargar og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Sjö handteknir og einn stunginn þrisvar
Sjö voru handteknir í tengslum við rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í vegna máls þar sem einn var stunginn þrisvar með hnífi og annar laminn í höfuðið í gærkvöldi. Svo kom til átaka milli annarra, hvort sem það mál tengist hinu er ekki ljóst að svo stöddu, en vegna þess máls voru þrír handteknir.

Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn
Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu.

Fjölmenn í foreldrarölt til að lægja ofbeldisöldu
Hópur foreldra í Breiðholti hefur tekið sig saman um að fjölmenna í reglulegt foreldrarölt í hverfinu til að lægja ofbeldisöldu meðal barna og ungmenna sem gengur þar yfir. Formaður foreldrafélagsins í Breiðholtsskóla segist vongóð um að röltið marki kaflaskil í hverfinu.

Hnífstunguárás á Ingólfstorgi
Umfangsmikil lögregluaðgerð stóð yfir á Ingólfstorgi í gærkvöld. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um hnífstunguárás að ræða. Fleiri en einn hafa verið fluttir særðir af vettvangi.

Kom á óvart hvað ráðherrarnir áttu erfitt með að svara
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að afsögn barna- og menntamálaráðherra sé enn eitt atvikið í stuttri tíð ríkisstjórnarinnar sem fái mann til að velta vöngum um hversu lífvænleg hún sé, og hvort það hafi verið rétt að stofna til hennar á þann hátt sem gert hafi verið. Hann segir umræðuna um mögulegan trúnaðarbrest forsætisráðuneytisins einn áhugaverðasta flötinn á málinu.

Hefði betur mátt sleppa yfirlýsingunni
Siðfræðingur segist ekki muna eftir máli þar sem minni vafi lék á um hvort ráðherra ætti að segja af sér eður ei, það hafi verið það eina í stöðunni. Barnamálaráðherra hafi verið búinn að missa allan trúverðugleika í embætti, best hefði verið að taka ekki við embættinu.

Brugðið þegar Ásthildur bankaði uppá klukkan tíu að kvöldi
Konan sem vildi ræða við forsætisráðherra um mennta- og barnamálaráðherra segir að forsætisráðherra hafi brotið trúnað með því að láta barna- og menntamálaráðherra vita af erindi hennar.

Fordæmingarnar hafi keyrt úr öllu hófi
Páll Magnússon, fyrrverandi þingmaður og fjölmiðlamaður, kveðst „býsna hugsi“ yfir því hvernig sumt fólk hefur tekið fram „heykvíslarnar og grjótið“ gagnvart Ásthildi Lóu Þórsdóttur. Hann segir pólitíska andstæðinga hennar hafa gusað út úr sér andstyggilegan óhróðri og skemmt sér með meinfýsnum og ósmekklegum orðaleikjum.

Skrautlegir fyrstu mánuðir hjá Flokki fólksins
Mikið hefur gustað um Flokk fólksins á fyrstu þremur mánuðum ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur. Aðeins vika er síðan fráfarandi mennta- og barnamálaráðherra baðst afsökunar á ummælum um íslenska dómstóla.

Dómgreindarleysi ráðherra og hneykslismál flokksins
Siðfræðingur segir ekkert annað hafa verið í stöðunni fyrir Ásthildi Lóu Þórsdóttur barnamálaráðherra en að segja af sér. Mál hennar sýni ákveðið dómgreindarleysi og best hefði verið ef hún hefði ekki tekið embætti. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Fátæk börn upplifa meiri vanlíðan og minna öryggi
Börn sem upplifa að fjárhagsstaða fjölskyldu þeirra sé slæm finna fyrir meiri vanlíðan, minna öryggi og eiga í verri félagstengslum en jafnaldrar þeirra. Þetta kom fram í niðurstöðum úr íslensku æskulýðsrannsókninni sem kynntar voru á málþingi í tilefni af Alþjóðlegum hamingjudegi sem haldinn var hátíðlegur í gær.

Vaka kynnti listann með hjálp töframanns
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, kynnti framboðslista sína í gærkvöldi fyrir komandi kosningar til Stúdentaráðs Háskóla Íslands.

„Mér þykir þetta náttúrulega ekki eðlileg viðbrögð“
Forsætisráðherra segist ekki telja eðlilegt að fráfarandi barna- og menntamálaráðherra hafi farið heim til konu sem óskaði eftir fundi með forsætisráðherra vegna máls ráðherrans.

Ekki skárra fyrir 35 árum
Drífa Snædal, talskona Stígamóta, segir að þó því sé haldið fram að það hafi verið alsiða að fullorðið fólk hafi verið í sambandi við unglinga á níunda áratug síðustu aldar sé það ekki endilega skárra.

Grunaður um gróf brot gegn eiginkonu og fimm börnum
Karlmaður sem hlaut alþjóðlega vernd hér á landi árið 2022 hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um alvarleg ofbeldisbrot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum þeirra. Fjölskyldan sameinaðist manninum hér á landi árið 2024 en flutti frá honum viku seinna.