Golf

Heiðar í 11. sæti í Danmörku

Heiðar Davíð Bragason úr Kili í Mosfellsbæ lék annan hringinn á Welness mótinu í Danmörku í dag á 73 höggum, eða einu höggi yfir pari. Hann hefur því leikið 36 holur á samtals einu höggi yfir pari og er í 11.-17. sæti fyrir lokahringinn á morgun.

Golf

Heiðar lék á 72 höggum í dag

Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr GKj, hefur nú lokið leik á fyrsta hring á Wellness mótinu, sem er hluti af dönsku mótaröðinni, sem fram fer í Römö vellinum. Hann lék hringinn í dag á 72 höggum, eða pari vallar. Hann lék nokkuð stöðugt og gott golf - fékk 3 fugla á hringnum, 12 pör og 3 skolla. Heiðar hitti 7 brautir, 12 flatir og var með 30 pútt.

Golf

Sörenstam fallin úr efsta sæti heimslistans

Það þykja stór tíðindi að Annika Sörenstam frá Svíþjóð er ekki lengur í efsta sæti heimslistans í kvennaflokki. Hún hefur verið í efsta sæti listans frá því hann var settur á laggirnar í febrúar 2006 og hefur undanfarin ári verið fremsta golfkona heims.

Golf

Mickelson gefur 17 milljónir þriðja árið í röð

Phil Mickelson verður ekki á meðal keppenda á Zurich Classic of New Orleans mótinu um helgina en hann verður sannarlega með í huganum. Phil og Amy Mickelson góðgerðarsjóðurinn mun gefa þriðja árið í röð peningaupphæð til uppbyggingarstarfsemi á svæðinu eftir hörmulegar afleiðingar fellibyljarins Katrina, alls 250.000 Bandaríkjadali, um 17 milljónir íslenskra króna.

Golf

Heiðar á fimm yfir pari í Danmörku

Heiðar Davíð Bragason, atvinnukylfingur úr Kili, lauk leik á fimm höggum yfir pari(+5) í Vejle í Danmörku í dag á móti sem er hluti af Scanplan mótaröðinni.Heiðar Davíð byrjaði illa í dag en svaraði svo með þremur fuglum í röð.

Golf

Weekley sigraði á Heritage mótinu

Bandaríski kylfingurinn Boo Weekley vann í dag sinn fyrsta sigur á PGA mótaröðinni í golfi þegar hann sigraði á Heritage mótinu í Suður-Karólínu. Weekley lauk lokahringnum í dag á þremur höggum undir pari og samtals á 13 höggum undir pari - höggi á undan Suður-Afríkumanninum Ernie Els sem átti fínan lokasprett á mótinu.

Golf

Leaney í forystu á Heritage mótinu

Nú stendur yfir keppni á lokahringnum á Verizon Heritage PGA-mótinu á Harbour Town vellinum í Suður-Karólínu. Keppni var frestað í gær vegna hvassviðris. Ástralinn Stephen Leaney er með forystu þegar þetta er skrifað, á samtals 15 höggum undir pari, en þeir sem voru í forystu fyrir lokadaginn eru rétt hálfnaðir með hringinn og því staðan óviss.

Golf

Keppni aflýst á Heritage mótinu

Lokahringurinn á Heritage mótinu í golfi verður spilaður á morgun mánudag eftir að keppni var aflýst í kvöld vegna veðurs. Vindhraði á mótsvæðinu var mikill í kvöld og varð starfsmaður fyrir trjágrein sem brotnaði í látunum.

Golf

Kelly fór holu í höggi á Heritage mótinu

Bandaríkjamaðurinn Jerry Kelly fór holu í höggi í gær og hefur forystu fyrir lokahringinn á Heritage golfmótinu á PGA mótaröðinni. Suður Afríkumaðurinn Ernie Els hafði þriggja högga forystu fyrir þriðja hring en sú staða var ekki lengi að breytast eftir að kylfingar hófu leik í gær.

Golf

Els í forystu á Heritage mótinu

Suður-Afríkumaðurinn Ernie Els náði í gær forystu á Heritage mótinu í golfi. Els er með þriggja högga forystu þegar keppni er hálfnuð. Ástralinn Aaron Baddeley sem á titil að verja á þessu móti setti niður glæsilegt 16 metra langa pútt á sautjándu holu í gærkvöldi en hann lék hringinn í gær á 5 höggum undir pari og er samtals 6 höggum á eftir Els.

Golf

Undirbúa sig fyrir golfsumarið

Ungmenni úr golfklúbbnum Leyni skelltu sér í æfingaferð til Novo Santai Petri á Spáni. Það var Karl Ómar Karlsson golfkennari sem var umsjónamaður ferðarinnar. Í hópnum eru 22 strákur og stelpur ásamt tveimur fararstjórum og einu foreldri. Ferðin er liður í undirbúningi þeirra fyrir golfsumarið sem óðum nálgast.

Golf

Zach Johnson sigraði óvænt

Zach Johnson, 31 árs Bandaríkjamaður, bar sigur úr býtum á Mastersmótinu í golfi sem lauk í Georgíu í Bandaríkjunum í gær. Johnson lauk keppni á samtals einu höggi yfir pari en næstu menn, Tiger Woods, Rory Sabbatini og Retief Goosen, léku samtals á þremur höggum yfir pari. Þetta er fyrsti sigur Johnson á stórmóti.

Golf

Tiger kominn í hóp efstu manna

Miklar sviptingar urðu á þriðja degi Masters-mótsins í golfi í gær og hefur Ástralinn Stuart Appleby nú náð forystu í mótinu. Appleby hefur eins höggs forystu á Justin Rose og Tiger Woods, en sá síðastnefndi lék sinn besta hring til þessa í gær. Enginn kylfingur er undir pari vallarins.

Golf

Wetterich heldur forystu á Masters

Öðrum keppnisdegi á Mastersmótinu er lokið og hefur það komið mörgum á óvart að Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich skuli enn vera í forystu. Wetterich deilir toppsætinu með Tim Clark en báðir eru þeir á tveimur höggum undir pari þegar öðrum keppnisdegi er lokið á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum.

Golf

Rose og Wetterich í forystu eftir fyrsta dag

Fyrsta keppnisdegi er nú lokið á Masters mótinu sem fram fer á Augusta National vellinum í Georgíu í Bandaríkjunum og eru tveir kylfingar í efsta sæti. Englendingurinn Justin Rose og Bandaríkjamaðurinn Brett Wetterich léku manna best í dag og komu inn á þremur undir pari. Rose fékk par á síðustu fjórum holunum en Wetterich fékk skolla, tvö pör og fugl á síðustu fjórum.

Golf

Stenson og Rose efstir - Els í vandræðum

Svíinn Henrik Stenson og Englendingurinn Justin Rose eru efstir nú þegar Masters mótið á Augusta National vellinum í Georgíu er rétt skriðið af stað. Báðir eru þeir Stenson og Rose á tveimur höggum undir pari en Stenson hefur lokið við 9 holur en Rose 6.

Golf

Tíu ár frá fyrsta sigri Tigers

Fyrir tíu árum náði ungur maður að nafni Tiger Woods einhverjum merkilegasta árangri íþróttasögunnar. Hann vann sitt fyrsta stórmót þegar hann rúllaði upp Masters-mótinu. Þar með varð hann fyrsti þeldökki kylfingurinn til að vinna stórmót en einnig sá yngsti.

Golf

Rásröðin klár fyrir Masters-mótið í golfi

Búið er að raða niður í ráshópa á fyrstu tvo hringina á Mastersmótinu, sem hefst á morgun. Meistarinn frá í fyrra, Phil Mickelson, er í ráshópi með Ástralanum Adam Scott og áhugamanninum Richie Ramsay frá Skotlandi, sem sigraði á Opna bandaríska áhugamannameistaramótinu í fyrra. Tiger Woods er í ráshópi með Englendingnum Paul Casey og Aaron Baddeley frá Ástralíu.

Golf

Adam Scott sigraði í Houston

Ástralski kylfingurinn Adam Scott vann góðan sigur á Opna Houston mótinu í golfi sem lauk í Texas í gærkvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn var með beina útsendingu frá lokahringnum. Scott lauk keppni á 17 höggum undir pari og var með þriggja högga forystu á næstu menn, þá Stuart Appleby og Bubba Watson sem luku keppni á 14 undir pari.

Golf

Sex efstir og jafnir á Shell mótinu

Sex kylfingar deila efsta sætinu að loknum tveimur hringjum á Opna Shell Houston mótinu í golfi sem er liður í PGA mótaröðinni. Sýn verður með beina útsendingu frá mótinu annað kvöld.

Golf

Birgir Leifur úr leik í Portúgal

Enski kylfingurinn Ross McGowan er í forystu á opna portúgalska golfmótinu eftir annan daginn en hann er á sex höggum undir pari eftir að hafa leikið á -3 báða fyrstu dagana. Birgir Leifur Hafþórsson komst ekki í gegn um niðurskurð þrátt fyrir ágætan hring í gær þar sem hann lauk keppni á höggi undir pari.

Golf

Birgir Leifur á pari á fyrstu holu

Birgir Leifur Hafþórsson hefur nú hafið leik á öðrum hring Opna portúgalska mótsins sem er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi. Eftir því sem fram kemur á vefnum kylfingur.is hóf Birgir leik á fyrsta teig og paraði þá holu ólíkt því sem hann gerði í gær þegar hann fékk skolla á fyrstu holu.

Golf

Birgir á sjö yfir pari

Birgir Leifur Hafþórsson var langt frá sínu besta á fyrsta keppnisdeginum á Estoril mótinu í golfi sem fram fer í Portúgal. Birgir lék á 79 höggum í dag og er því á átta höggum yfir pari vallar. Erfið skilyrði voru í Portúgal í dag þar sem hvassviðri setti svip sinn á spilamennsku keppenda. Mótið er liður í Evrópumótaröðinni.

Golf

Birgir byrjar illa í Portúgal

Birgir Leifur Hafþórsson hefur nú lokið við níu holur á Opna Portúgalska mótinu í golfi en það mót er hluti af Evrópumótaröð karla í golfi. Birgir Leifur byrjaði mjög illa og var kominn á fjögur högg yfir par(+4) eftir átta holur en hann náði að laga stöðuna með fugli nú rétt í þessu. Aðeins 17 kylfingar eru að spila undir pari það sem af er mótinu en aðstæður eru erfiðar vegna hvassviðris.

Golf

Birgir hefur leik klukkan 14:35

Birgir Leifur Hafþórsson er í síðasta ráshópi með Cabrera Bello og Quiros frá Spáni á fyrsta og öðrum hring á Opna Portúgalska mótinu sem hefst í dag. Þeir eiga að hefja leik klukkan 14:30 og byrja á 8. teig.

Golf

Góður leikur Woods dugði ekki til

Tiger Woods lék á 8 höggum undir pari, eða 64 höggum, og var efstur einstaklinga í klúbbakeppninni, Tavistock Cup, sem lauk á Lake None vellinum í Orlando í gærkvöldi. Keppnin er árleg og er á milli Orlando klúbbanna, Isleworth, sem Tiger tilheyrir, og Lake None.

Golf

Woods vann í Miami í sjötta sinn

Tiger Woods sigraði á CA-heimsmótinu í golfi í gær þrátt fyrir að hafa spilað illa á lokadeginum í Miami í gær og klárað hringinn á einu höggi yfir pari. Fjögurra högga forskot kappans fyrir lokadaginn gerði það hins vegar að verkum að aðrir kylfingar náðu ekki að ná efsta sætinu af honum. Þetta var í sjötta sinn sem Woods sigrar mótið.

Golf