Golf

Alvaro Quiros högglengstur - Birgir Leifur 50

Alvaro Quiros er högglengstur allra kylfinga á Evrópumótaröðinni.
Alvaro Quiros er högglengstur allra kylfinga á Evrópumótaröðinni.

Ýmis tölfræði er haldin yfir leikmenn á atvinnmannamótaröðunum og eitt að því er högglengd. Á Evrópumótaröðinnni er Alvaro Quiros með lengstu teighöggin að meðaltali eða 310,8 yarda. Fjórir kylfingar eru með yfir 300 yarda að meðaltali en það eru fyrir utan Quiros eru Daniel Vancsik með 301 yards, Emanuele Canonica með 300,5 yarda og Henrik Stenson með 300,4 yarda. Birgir Leifur Hafþórsson er númer 50 á þessum lista yfir högglengstu menn með 287,8 yarda að meðaltali.

Á PGA mótaröðinni er hins vegar Bubba Watson högglengstur með 316,2 yarda að meðaltali. B.C. Holmes er þar í öðru sæti og John Daly í því þriðja með 312,3 yarda að meðaltali. Tiger Woods er þar í 11. sæti yfir þá högglengstu með 301,9 yarda. 22 leikmenn á PGA mótaröðinni eru með yfir 300 yarda að meðaltali.

Kylfingur.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×