Handbolti

Fyrsti sigur Stuttgart kom í Íslendingaslag

Stuttgart vann í dag sinn fyrsta sigur á tímabilinu í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta þegar að Rhein-Neckar Löwen kom í heimsókn. Andri Már Rúnarsson skoraði tvö mörk fyrir Stuttgart þegar að liðið vann 35-30.

Handbolti

Íslendingalið Melsungen með nauman sigur

Íslendingaliðið MT Melsungen vann nauman tveggja marka sigur þegar að liðið heimsótti Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Elvar Örn Jónsson var markahæstur Íslendinga með fjögur mörk.

Handbolti

Teitur hafði betur í Íslendingaslag

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í Skövde heimsóttu Teit Örn Einarsson og félaga í Kristianstad í sænska handboltanum í dag. Eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik tóku Teitur og félagar forystuna og unnu að lokum góðan tveggja marka sigur, 26-24.

Handbolti

Ómar Ingi og Gísli Þorgeir enn með fullt hús stiga

Fjórir leikir fóru fram í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, en þrír af þeim voru Íslendingaslagir. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hafa unnið alla sex leiki sína í deildinn með Magdeburg eftir þriggja marka sigur gegn MT Melsungen, 27-24.

Handbolti

Andrea setti fimm í öruggum bikar­sigri

Andrea Jacobsen, leikmaður Kristianstad og íslenska landsliðsins, skoraði fimm mörk er lið henanr pakkaði Lugi saman í fyrri leik liðanna í sænska bikarnum í handbolta í kvöld, lokatölur 37-23.

Handbolti