Handbolti

Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar

Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands.

Handbolti

Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana

Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH.

Handbolti

Kristján Örn hafði betur í Íslendingaslag

Elvar Ásgeirsson og félagar hans í Nancy tóku á móti Kristjáni Erni Kristjánssyni og félögum hans í PAUC í fyrstu umferð frönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Kristján Örn og félagar höfðu mikla yfirburði strax frá byrjun og unnu að lokum sannfærandi 12 marka sigur, 26-38.

Handbolti

Teitur skoraði fimm í naumu tapi

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í IFK Kristianstad heimsóttu Redbergslids IK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Teitur skoraði fjögur mörk þegar að liðið tapaði með minnsta mun, 30-29.

Handbolti

„Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“

„Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 

Handbolti

Kári Kristján: Fengum einn á kjaftinn

„Þessi leikur á eftir að verða dýrmætur fyrir okkur til að læra af, við fengum eiginlega bara einn á kjaftinn. Það er einkunnin, einn á kjaftinn,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson línumaður ÍBV eftir 30-27 sigur Eyjamanna á Víkingum í Olís-deildinni í kvöld.

Handbolti

Tap hjá Sigvalda og félögum í Meistaradeildinni

Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar hans í pólska liðinu Vive Kielce þurftu að sætta sig við þriggja marka tap, 32-29, þegar að liðið heimsótti rúmenska félagið Dinamo Bucuresti í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta í dag.

Handbolti

Undanúrslitin í Coca-Cola bikarnum klár

Í kvöld var dregið í undanúrslit Coca-Cola bikarsins í handbolta. Karlamegin mætast Íslandsmeistarar Vals og Afturelding, en kvennamegin halda Framarar titilvörn sinni áfram gegn Valskonum.

Handbolti