Maðurinn sem hélt Ómari Inga út úr úrvalsliði EM spilar ekki næsta hálfa árið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. febrúar 2022 08:30 Það er oft mjög erfitt að stoppa Mathias Gidsel og þá grípa menn til þeirra örþrifaráða að toga í treyjuna. AP/Anna Szilagyi Mathias Gidsel átti frábært Evrópumót með danska handboltalandsliðinu og svo gott að hann kom í veg fyrir að Ómar Ingi Magnússon, markakóngur EM, komst ekki í úrvalslið mótsins. Mótið endaði hins vegar ekki vel fyrir Gidsel. Gidsel meiddist strax í upphafi leiksins um bronsið og kom ekkert meira við sögu. Hann hélt sárþjáður um hné sitt og fréttirnar af meiðslum hans eru eins slæmar og óttast var í fyrstu. Gidsel spilar hjá GOG með Viktori Gísla Hallgrímssyni sem var í úrvalsliði mótsins eins of Daninn. Gidsel spilar sem örvhent skytta og hélt Ómari Inga Magnússyni, markakóngi EM, út úr úrvalsliðinu. GOG sagði frá þeim skelfilegum fréttum að Gidsel hafi slitið aftara krossbandið sitt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður frá í fjóra til sex mánuði. Hinn 22 ára gamli leikmaður er þegar orðinn stórstjarna í handboltanum og átti mikinn þátt í því að danska landsliðið vann þrenn verðlaun á einu ári, gull á HM 2021, silfur á ÓL 2021 og brons á EM 2022. Mathias Gidsel var frábær á öllum þessum mótum, í úrvalsliðinu á HM 2021 og EM 2022 auk þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum. Á þessum EM var hann með 37 mörk og klikkaði aðeins á fjórum skotum allt mótið. Imponerende tall av Gidsel, men den fremstillingen... https://t.co/nCRvhoSyZt pic.twitter.com/ad4Di0EKt3— Christian Sørensen (@StevieY82) January 31, 2022 Hann gaf líka 35 stoðsendingar á mótinu en í sigurleiknum á móti Íslandi var Gidsel með níu mörk úr níu skotum og gaf 10 stoðsendingar að auki. „Auðvitað er ég mjög leiður yfir þessu. Við erum á miðju frábæru tímabili með GOG og það voru margir spennandi leikir á næstunni. Það er óheppilegt að ég geti ekki verið með í þeim. Núna vil ég einbeita mér að því að ná mér hundrað prósent og vinna í því að styrkja hnéð á ný,“ sagði Mathias Gidsel í fréttatilkynningu GOG. Þetta er síðasta tímabil með Mathias Gidsel með GOG og líklegt að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir danska félagið. Á næsta tímabili gengur hann til liðs við Füchse Berlin í þýsku bundesligunni. #Tokyo2020 MVP and now #ehfeuro2022 All-star Team Right Back... Gidsel is simply pic.twitter.com/B3mXj1a6xi— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022 EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira
Gidsel meiddist strax í upphafi leiksins um bronsið og kom ekkert meira við sögu. Hann hélt sárþjáður um hné sitt og fréttirnar af meiðslum hans eru eins slæmar og óttast var í fyrstu. Gidsel spilar hjá GOG með Viktori Gísla Hallgrímssyni sem var í úrvalsliði mótsins eins of Daninn. Gidsel spilar sem örvhent skytta og hélt Ómari Inga Magnússyni, markakóngi EM, út úr úrvalsliðinu. GOG sagði frá þeim skelfilegum fréttum að Gidsel hafi slitið aftara krossbandið sitt. Hann þarf ekki að fara í aðgerð en verður frá í fjóra til sex mánuði. Hinn 22 ára gamli leikmaður er þegar orðinn stórstjarna í handboltanum og átti mikinn þátt í því að danska landsliðið vann þrenn verðlaun á einu ári, gull á HM 2021, silfur á ÓL 2021 og brons á EM 2022. Mathias Gidsel var frábær á öllum þessum mótum, í úrvalsliðinu á HM 2021 og EM 2022 auk þess að vera kosinn mikilvægasti leikmaðurinn á Ólympíuleikunum. Á þessum EM var hann með 37 mörk og klikkaði aðeins á fjórum skotum allt mótið. Imponerende tall av Gidsel, men den fremstillingen... https://t.co/nCRvhoSyZt pic.twitter.com/ad4Di0EKt3— Christian Sørensen (@StevieY82) January 31, 2022 Hann gaf líka 35 stoðsendingar á mótinu en í sigurleiknum á móti Íslandi var Gidsel með níu mörk úr níu skotum og gaf 10 stoðsendingar að auki. „Auðvitað er ég mjög leiður yfir þessu. Við erum á miðju frábæru tímabili með GOG og það voru margir spennandi leikir á næstunni. Það er óheppilegt að ég geti ekki verið með í þeim. Núna vil ég einbeita mér að því að ná mér hundrað prósent og vinna í því að styrkja hnéð á ný,“ sagði Mathias Gidsel í fréttatilkynningu GOG. Þetta er síðasta tímabil með Mathias Gidsel með GOG og líklegt að hann sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir danska félagið. Á næsta tímabili gengur hann til liðs við Füchse Berlin í þýsku bundesligunni. #Tokyo2020 MVP and now #ehfeuro2022 All-star Team Right Back... Gidsel is simply pic.twitter.com/B3mXj1a6xi— EHF EURO (@EHFEURO) January 30, 2022
EM karla í handbolta 2022 Danski handboltinn Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ Sjá meira