Handbolti

Vonar að pabbi sinn komist ekki á ÓL

Sá böggull fylgir skammrifi fyrir bestu handboltamenn heims að á meðan að þeir eru önnum kafnir við stórmót landsliða og með félagsliðum, þá missa þeir af dýrmætum tíma með fjölskyldunni.

Handbolti

„Það er stór­mót í húfi“

Viggó Kristjánsson verður í eldlínunni í kvöld þegar íslenska handboltalandsliðið mætir Eistlandi í baráttunni um sæti á HM í handbolta en í þessum tveimur umspilsleikjum er í boði sæti á heimsmeistaramótinu sem fer fram í janúar á næsta ári.

Handbolti

Ís­land eignast nýtt EHF dómarapar

Evrópska handknattleikssambandið hefur gefið íslensku dómurunum Þorvari Bjarma Harðarsyni og Árna Snæ Magnússyni réttindi til að dæma á vegum EHF í alþjóðlegum keppnum.

Handbolti

„Bara að fara heim og hitta mömmu“

„Það er alltaf gott að koma heim og hitta strákana. Við erum búnir að vera lengi saman sem lið og þekkjumst orðið mjög vel. Það er bara gaman, fjör og skemmtileg tilbreyting á tímabilinu að koma og hitta landsliðið,“ segir landsliðsmaðurinn Bjarki Már Elísson sem er í hópi Íslands sem mætir Eistlandi á morgun.

Handbolti

„Höfum spilað vel án Arons áður“

Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var sigurreifur að loknum sannfærandi sigri liðsins gegn ÍBV í oddaleik liðanna í undanúrslitum Olís-deildar karla í handbolta í Kaplakrika í kvöld. 

Handbolti