Innherji
Ósk um hlé á gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða kom peningastefnunefnd á óvart
Sú ákvörðun Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra í upphafi faraldursins árið 2020 að beina því til íslensku lífeyrissjóðanna um að gera tímabundið hlé á gjaldeyriskaupum sínum kom öðrum nefndarmönnum peningastefnunefndar Seðlabankans „á óvart“ að sögn erlendra sérfræðinga sem hafa gert ítarlega úttekt á starfsemi bankans.
Sameiningin minnir á samruna Kaupþings og Búnaðarbanka sem gekk vel
Hlutabréfagreinandi IFS segir að mögulegur samruni Kviku og Íslandsbanka minni á samruna Kaupþings og Búnaðarbanka árið 2003. Sá samruni hafi heppnast vel. Að hans mati eru samlegðartækifærin við sameininguna augljós. Líkur á að af samrunanum verði séu nokkuð góðar.
Bréf bankanna hækka um fimm prósent fyrir áformaðar samrunaviðræður
Umtalsverð utanþingsviðskipti voru með hlutabréf allra bankanna í Kauphöllinni eftir lokun markaða í gær í kjölfar þess að Kvika sagðist hafa óskað eftir því að hefja samrunaviðræður við Íslandsbanka. Hlutabréfaverð Kviku og Íslandsbanka í þeim viðskiptum var allt að um fimm prósentum hærra en það stóð í gær.
Ávinningur af skatti á streymisveitur sagður „óljós“
Tekjur ríkisins af því að leggja skatt á streymisveitur með sama hætti og mörg önnur Evrópuríki hafa gert gætu numið 200 milljónum króna á ári samkvæmt mati Fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Ráðuneytið telur hins vegar að ávinningurinn af slíkri skattheimtu sé „óljós“ og hugsanlega geti hún haft neikvæð áhrif á þann iðnað sem er nú þegar til staðar.
Aldrei meira fjárfest í nýsköpunarfyrirtækjum en árið 2022
Fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum hafa aldrei verið meiri en árið 2022. Það ætti ekki að koma á óvart að met hafi verið slegið í ljósi þess að fimm vísisjóðir söfnuðu miklum fjárhæðum árið áður. Erlendir fjárfestar fjármagna vaxtarskeið fyrirtækjanna en innlendir fjárfestar styðja við þau þegar fyrstu skrefin eru tekin. Þetta segir ritstjóri Northstack, fréttavefs á ensku um nýsköpun hérlendis.
Kvika óskar eftir samrunaviðræðum við Íslandsbanka
Stjórn Kviku hefur óskað eftir því við stjórn Íslandsbanka að hefja samrunaviðræður milli félaganna. Sameiginlegt markaðsvirði félaganna er rúmlega 320 milljarðar.
Hvetja stjórnvöld til að endurskoða „gamaldags“ regluverk um lífeyrissjóði
Stjórnvöld ættu ekki að fresta því að undirbúa lagasetningu um hertara eftirlit með starfsemi lífeyrissjóða að sögn þriggja erlendra sérfræðinga sem gerðu úttekt á starfsemi Seðlabanka Íslands.
Lífeyrissjóðir skiluðu neikvæðri raunávöxtun upp á 12 prósent í fyrra
Samkvæmt áætlun Landssamtaka lífeyrissjóða var raunávöxtun íslenskra lífeyrissjóða neikvæð um tæplega 12 prósent árið 2022 og er þar miðað við vegið meðaltal ávöxtunar alls eignasafns sjóðanna að teknu tilliti til verðbólgu.
Hvort er betra að kaupa vöxt eða virði?
Fjárfesting í virðisfyrirtækjum hefur í gegnum tíðina verið talin öruggari og áreiðanlegri leið til að ávaxta fjármagn fremur en fjárfesting í vaxtafyrirtækjum. Vaxtarfyrirtæki eru venjulega hlutabréf fyrirtækja sem búist er við að muni vaxa hratt í náinni framtíð en slíkt mat er alltaf óvissu háð. Framtíðin verður aldrei eins og búist er við.
Sunna kemur ný inn í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna
Sunna Jóhannsdóttir, sem er verkefnastjóri fjármála hjá Íslensku óperunni, hefur tekið sæti í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna (LV). Kemur hún inn í stjórnina í kjölfar þess að Guðrún Johnsen, doktor í hagfræði, hætti í stjórninni eftir ráðningu hennar sem ráðgjafi yfirstjórnar Danska seðlabankans.
Væntingar um 50 punkta vaxtahækkun farnar að myndast
Sérfræðingar á skuldabréfamarkaði eru byrjaðir að gera ráð fyrir 50 punkta vaxtahækkun á næsta fundi peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands í febrúar. Verðbólgan er orðin víðtæk, krónan hefur átt erfitt uppdráttar og einkaneysla verður líklega meiri en spár Seðlabankans hafa gert ráð fyrir.
Lækkandi vaxtaálag á evrubréf bankanna ætti að „róa gjaldeyrismarkaðinn“
Eftir að hafa lækkað nær stöðugt í verði frá áramótum hefur gengi krónunnar styrkst um 2,5 prósent gagnvart evrunni síðustu þrjá viðskiptadaga. Tilkynning Símans um sölu á skuldabréfi fyrir um 16 milljarða til félags í rekstri Ardian réð miklu um styrkingarspíralinn í gær, að sögn sérfræðinga á gjaldeyrismarkaði, en væntingar eru eins um að lækkandi vaxtaálag á erlendar útgáfur bankanna geti haft áhrif á gengi krónunnar til styrkingar.
Verðbólgukippur í boði hins opinbera kúvendir ekki horfunum
Megnið af hækkun vísitölu neysluverðs í janúar má rekja til gjaldskrárhækkana hins opinbera en verðbólgumælingin setur þrýsting á peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að hækka vexti enn frekar. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í bréfi sem Erna Björg Sverrisdóttir, aðalhagfræðingur Arion banka, sendi á viðskiptavini í dag.
Ótímabært að fella dóm um jafnlaunavottunina
Þorsteinn Víglundsson, fyrrverandi félags- og jafnréttismálaráðherra, segir of snemmt að fella dóm um það hvort lögfesting jafnlaunavottunarinnar hafi skilað tilætluðum árangri en hratt minnkandi launamunur kynjanna á síðustu árum gefi þó sterklega til kynna að svo sé.
Fjárfestar seldu í hlutabréfasjóðum fyrir um átta milljarða í fyrra
Erfitt árferði á hlutabréfamörkuðum á liðnu ári, sem einkenndist af miklum verðlækkunum samtímis hækkandi verðbólgu og vaxtahækkunum, varð þess valdandi að fjárfestar minnkuðu stöðu sína í innlendum hlutabréfasjóðum fyrir samtals tæplega átta milljarða króna. Eru það talsverð umskipti frá árunum 2020 og 2021 þegar slíkir sjóðir bólgnuðu út samhliða innflæði og hækkandi gengi hlutabréfa.
Icesave dómurinn: 10 ára afmæli
Íslensk lög um innstæðutryggingar eru ekki í samræmi við Evrópulöggjöfina og er þar í raun ekki kveðið á um neina lágmarksfjárhæð til tryggingar, einungis hámarksfjárhæð 100 þúsund evrur. Að mínu mati ætti Ísland í lengstu lög að reyna að koma sér hjá því að þurfa að undirgangast jafn gagnslausa og hættulega löggjöf og dæmin sanna.
Ríkisstjórnin þarf að virða leikreglurnar
Dramatískar yfirlýsingar formanns Eflingar héldu áfram um helgina. Þeim fjölgar ört óvinum hennar og greinilegt er að leikfléttan sem lengi hefur verið í undirbúningi, að ætla aldrei að semja eins og aðrir aðilar á vinnumarkaði en efna þess í stað til verkfalla til að knýja fram pólitísk áherslumál, er í uppnámi eftir útspil ríkissáttasemjara.
Umbreyting Evrópu
Í næsta mánuði mun grimmdarlegt innrásarstríð Rússa á hendur nágrönnum sínum í Úkraínu hafa staðið yfir í ár. Áætlun Vladimir Putin um skjótunna sérstaka hernaðaraðgerð – nokkurs konar leiftursókn – hefur ekki gengið eftir þökk sé hetjulegri mótstöðu Úkraínumanna, stuðningi Vesturlanda og vanhæfni Rússa.
Vaxtaálag á bréf bankanna heldur áfram að „falla eins og steinn“
Vaxtaálag á útgáfur íslensku bankanna í erlendri mynt hefur haldið áfram að lækka á eftirmarkaði og standa bankarnir því mun betur að vígi en þeir gerðu um áramótin þegar kemur að erlendri fjármögnun.
Ný fyrirtækjalán rufu 300 milljarða króna múrinn á árinu 2022
Hrein ný fyrirtækjalán í bankakerfinu námu 302 milljörðum króna á árinu 2022 og er það langsamlega mesta útlánaaukningin sem hefur mælst á einu ári frá því að Seðlabanki Íslands byrjaði að halda utan um gögnin árið 2013.
Óverðtryggð íbúðalán greidd upp í fyrsta sinn í sex ár
Uppgreiðslur óverðtryggðra íbúðalána í desember voru meiri en veiting nýrra lána af sama tagi en þetta var í fyrsta sinn í sex ár sem hrein ný óverðtryggð íbúðalán í bankakerfinu voru neikvæð í einum mánuði.
Telur virði Ölgerðarinnar þriðjungi yfir markaðsverði
Hlutabréf Ölgerðarinnar eru undirverðlögð á markaði ef marka má nýtt verðmat Jakobsson Capital. Aukin framlegð mitt í hrávöruverðshækkunum er helst talin skýrast af stóraukinni sölu og hótela og veitingastaða.
Íslenskir stjórnendur svartsýnni á árangur í loftlagsmálum en þeir erlendu
Stjórnendur 26 prósent fyrirtækja á Íslandi telja að atvinnulífið taki loftslagsbreytingar nógu alvarlega og einungis 5 prósent telja að stjórnvöld á heimsvísu séu að gera nóg. Til samanburðar álíta um 30 prósent stjórnenda á Norðurlöndum og á heimsvísu að bæði fyrirtæki og stjórnvöld séu að taka á vandanum. Yfirmaður sjálfbærniráðgjafar hjá Deloitte segir niðurstöðurnar staðfesta að íslensk stjórnvöld þurfi að bjóða upp á frekari „hvata til jákvæðra aðgerða“ fyrir atvinnulífið.
„Light“ útgáfa af upplýsingaskyldu skráðra félaga í nýrri tillögu ESB
Ef tillaga framkvæmdastjórnar ESB verður samþykkt hvað varðar upplýsingaskyldu skráðra félaga liggur fyrir að innleiða þurfi breytinguna í íslenskan rétt. Slíkt myndi hafa í för með sér að skráð félög þyrftu ekki að lengur að birta innherjaupplýsingar opinberlega fyrr en þær verða endanlegar. Tillagan myndi því létta töluvert á kröfum til skráðra félaga á Íslandi og annars staðar á Evrópska efnahagssvæðinu um að birta innherjaupplýsingar.
„Skynsamlegt“ að ÍL-sjóður fái að fjárfesta í hlutabréfum og innviðum
Það kann að vera skynsamlegt að veita ÍL-sjóði, sem á í dag meira en 500 milljarðar króna í formi innlána og krafna á hendur hinu opinbera, heimild til að fjárfesta allt að 40 prósentum af eignasafni sínu í hlutabréfum og innviðauppbyggingu, að sögn greinanda. Þannig verður eignasafnið vel dreift, áhættufælið og ætti að gefa hærri ávöxtun en það gerir í dag.
Ísafold fjármagnar þriðja sjóðinn og slítur þeim fyrsta
Meðaltalsávöxtun lánasjóðsins MF1, sem er í rekstri Ísafold Capital Partners, stefnir í 10,3 prósent á ári frá stofnun við árslok 2015 og fram á vormánuði, þegar sjóðnum verður slitið. Fjármögnun á þriðja sjóði félagsins var nýverið lokið fyrir samtals 7,4 milljarða króna.
Íslenskir fjárfestar komnir með um fimmtíu milljarða hlutabréfastöðu í Alvotech
Íslenskir fjárfestar, einkum verðbréfasjóðir, fjárfestingafélög og efnameiri einstaklingar, áttu í byrjun þessa árs hlutabréf í líftæknilyfjafyrirtækinu Alvotech fyrir að lágmarki um tuttugu milljarða króna miðað við núverandi gengi. Sú fjárhæð hefur núna tvöfaldast eftir nýafstaðið hlutafjárútboð félagsins en á meðal nýrra fjárfesta sem bættust þá í hluthafahópinn var lífeyrissjóðurinn Birta sem keypti fyrir tvo milljarða.
Verð á ferskum þorski aldrei verið hærra í Noregi
Verð á ferskum þorski á norskum fiskmarkaði hefur aldrei verið hærra á þessum tíma árs, samkvæmt gögnum frá Norges Råfisklag, sölusamlagi í Noregi. Þorskverðið á íslenska markaðnum hefur hækkað um fimmtung á milli ára og útlit fyrir frekari verðhækkun.
ÍL-sjóður gæti fengið auknar fjárfestingaheimildir ef viðræður renna út í sandinn
Ef ekki tekst að gera ÍL-sjóð upp með samkomulagi við skuldareigendur eða með slitum gæti sjóðurinn fengið auknar fjárfestingaheimildir svo að takmarka megi það tjón sem hann verður fyrir vegna neikvæðs vaxtamunar.
Stórauknar vaxtatekjur bankanna vega upp á móti minnkun annarra tekna
Útlit er fyrir að vaxtatekjur stóru viðskiptabankanna sem eru skráðir á markað, Arion banka og Íslandsbanka, hafi stóraukist milli ára á fjórða ársfjórðungi 2022 ef marka má afkomuspár greinenda. Aukning vaxtatekna gerir bönkunum kleift að viðhalda hárri arðsemi á sama tíma og aðrir tekjustofna láta undan.