Innherji

Bætt við sig í Íslandsbanka fyrir um 17 milljarða á þremur mánuðum

Átta af helstu lífeyrissjóðum landsins, sem eiga það allir sammerkt að fara í dag með meira en eins prósenta hlut í Íslandsbanka, hafa stækkað eignarhlut sinn í bankanum um samanlagt liðlega þriðjung frá því að útboði ríkissjóðs lauk í mars á þessu ári. Sömu lífeyrissjóðir eiga nú samtals tæplega 28 prósenta hlut í Íslandsbanka en fyrir rétt rúmlega þremur mánuðum nam eignarhluturinn um 21 prósenti.

Innherji

Vitundarvakning um hagsmuni stjórnarmanna

Allt frá því að tilnefningarnefndum var komið á fót í Kauphöllinni um miðjan síðasta áratug hafa nefndirnar einblínt á að meta frambjóðendur til stjórna út frá þekkingu þeirra og reynslu. Tilnefningar hafa svo tekið mið af því að farsælast sé að hafa mikla breidd í stjórn fyrirtækis þannig að hver stjórnarmaður komi með eitthvað að borðinu. Það er gott og gilt enda hlýtur að felast eitthvað virði í því að komast hjá of mikilli einsleitni í stjórnum.

Klinkið

Hætta á launaskriði hefur aukist, segir peningastefnunefnd Seðlabankans

Einn nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, Gylfi Zoega hagfræðiprófessor, vildi hækka meginvexti bankans um 1,25 prósentur – úr 3,75 prósentum í 5 prósent – á vaxtaákvörðunarfundi nefndarinnar í síðasta mánuði. Niðurstaðan var hins vegar sú, sem allir nefndarmenn studdu, að vextir voru hækkaðir um 1 prósentu að tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra.

Innherji

Lífeyrissjóðir ryðja sér aftur til rúms á lánamarkaði

Heimili landsins tóku óverðtryggð lán fyrir samtals 100 milljarða króna frá byrjun þessa árs til loka maí. Samkvæmt nýjum tölum Seðlabanka Íslands um eignir lífeyrissjóða nam hlutdeild sjóðanna þriðjungi – ný og óverðtryggð útlán sjóðanna námu 32 milljörðum á tímabilinu – en bankarnir voru með tvo þriðju af markaðinum.

Innherji

SKE segir Ardian að kaupin á Mílu fari ekki skilyrðislaust í gegn

Samkeppniseftirlitið hefur gert fulltrúum franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian grein fyrir því að kaup fyrirtækisins á Mílu verði sett skilyrði til að draga úr þeim neikvæðu samkeppnislegu áhrifum sem eftirlitsstofnunin telur að kaupin muni hafa í för með sér. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 

Innherji

Ráðandi eigandi Íslenskra verðbréfa stækkar við hlut sinn

Eignarhaldsfélagið Björg Capital, sem hefur verið langsamlega stærsti hluthafi Íslenskra verðbréfa (ÍV) með helmingshlut allt frá sameiningu ÍV og Viðskiptahússins um mitt árið 2019, hefur að undanförnu keypt út suma af minni hluthöfum verðbréfafyrirtækisins og fer núna með um 63,5 prósenta eignarhlut.

Innherji

Innri endurskoðandi Kviku ráðinn yfir til Arion banka

Anna Sif Jónsdóttir, sem hefur verið innri endurskoðandi Kviku banka í nærri áratug, hefur söðlað um og ráðið sig yfir til Arion banka. Þar mun hún gegna starfi forstöðumanns innri endurskoðunar Arion banka, samkvæmt upplýsingum Innherja.

Klinkið

Viska fer af stað með fyrsta raf­mynta­sjóðinn

Viska Digital Assets, nýtt félag sem leggur áherslu á fjárfestingar í rafmyntum, hefur gengið frá 500 milljóna króna fjármögnun á fyrsta sjóði félagsins. Hann er jafnframt fyrsti íslenski fagfjárfestasjóðurinn sem sérhæfir sig í rafmyntum og Daði Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi Visku, segir í samtali við Innherja að miklar lækkanir á mörkuðum hafi skapað tækifæri sem teymið á bak við Visku sé tilbúið að grípa.

Innherji

Flosi hættir hjá Starfsgreinasambandinu

Flosi Eiríksson, sem hefur verið framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands (SGS) frá árinu 2018, lætur af störfum hjá samtökunum skömmu áður en formlegar viðræður við Samtök atvinnulífsins um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði hefjast en þeir verða lausir 1. nóvember næstkomandi.

Innherji

Tvö prósent af fjárfestingum ríkisins voru græn

Um tvö prósent af heildarfjárfestingu íslenska ríkisins geta talist til grænna fjárfestinga samkvæmt þröngri skilgreiningu á hugtakinu. Þetta kemur fram í svari fjármála- og efnahagsráðherra við svari Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur, þingmanni Viðreisnar.

Innherji

Lítil sem engin framvinda í inn­viða­fjár­festingum líf­eyris­sjóða

Þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi sýnt áhuga á fjármögnun innviðaverkefna og haldið úti sérstökum sjóði fyrir innviðafjárfestingar í sjö ár hefur lítið sem ekkert gerst í þeim efnum. Hlutdeild sjóðanna í innviðum landsins er enn jafnlítil og hún var árið 2003. Þetta kom fram í máli Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs, á ársfundi Landssamtaka lífeyrissjóða.

Innherji

Eigandi LEGO setur 5 milljarða króna í Kerecis

Danska fyrirtækið KIRKBI A/S, eigandi LEGO vörumerkisins, mun fjárfesta 40 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði 5,3 milljörðum króna, í Kerecis og er íslenska fyrirtækið verðmetið á 73 milljarða króna í viðskiptunum. Þetta kemur fram í bréfi sem stjórn Kerecis sendi á hluthafa í gær og Innherji hefur undir höndum.

Innherji

Agnar hættir hjá Kviku og skulda­bréfa­sjóðnum slitið

Agnar Tómas Möller mun láta af störfum sem sjóðstjóri hjá Kviku eignastýringu samkvæmt heimildum Innherja. Í kjölfarið verður sérhæfða skuldabréfasjóðnum Kvika – Iceland Fixed Income Fund (IFIF) slitið og fjármunum skilað til hlutdeildarskírteinishafa.

Innherji

Hlauptu hratt í rétta átt

Ef þú veist ekki hvert þú ert að fara þá skiptir ekki máli hvaða leið þú velur. Þá skiptir heldur ekki máli hversu hratt þú ferð.

Umræðan

Stofn­endur indó vilja bæta banka­kjör heimila um tíu milljarða

Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, stofnendur indó, fengu að heyra fjölmargar ástæður fyrir því hvers vegna ómögulegt væri að stofna nýjan banka. Fjórum árum síðar er sparisjóðurinn kominn með starfsleyfi, aðgang að greiðslukerfi bankanna og stefnir að því að bjóða alla velkomna í viðskipti á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa einsett sér að umbylta verðlagningu á bankamarkaðinum og telja að aukin samkeppni geti skilað heimilum landsins allt að 10 milljarða króna ábata.

Innherji