Innherji
Sjálfbærnivegferð Evrópusambandsins er komin til Íslands
Larry Fink, forstjóri BlackRock, stærsta sjóðastýringafyrirtæki heims, skrifar árlega opið bréf til forstjóra annarra fyrirtækja. Bréfið er víða lesið og rætt, enda er BlackRock eigandi í mörgum fyrirtækjum fyrir hönd fjárfesta sinna. Árið 2020 sló Fink nýjan tón í skrifum sínum. Þema Fink það ár var sjálfbærni.
Óbeinn hlutur Landsbankans í Marel lækkað í virði um sex milljarða á árinu
Mikið verðfall á gengi hlutabréfa Marels, sem hefur lækkað um 26 prósent frá áramótum, þýðir að óbeinn eignarhlutur Landsbankans í félaginu hefur fallið í virði úr 23,5 milljörðum króna í 17,3 milljarða á fjórum og hálfum mánuði, eða um liðlega 6,2 milljarða. Meira en 250 milljarðar hafa samtals þurrkast út af markaðsvirði Marels frá því í lok ágúst í fyrra þegar hlutabréfaverð félagsins var hvað hæst.
Nýjasta ríkisfyrirtækið skilaði ríflegum hagnaði í fyrra
Auðkenni, útgefandi rafrænna skilríkja sem komst nýlega í eigu íslenska ríkisins, skilaði 138 milljóna króna hagnaði á síðasta ári.
VEX búið að fjárfesta fyrir fimm milljarða
Framtakssjóðastýringin VEX hefur fjárfest fyrir 5 milljarða króna frá því að fyrsta framtakssjóði félagsins var komið á fót sumarið 2021.
Seinna útboð ÍSB heppnaðist betur en hið fyrra, segir bankasýslustjóri
Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, telur að sala ríkissjóðs á 22,5 prósenta hlut í Íslandsbanka í mars, hafi heppnast betur en frumútboð bankans í fyrra.
Frumtak setur 360 milljónir króna í 50skills
Hugbúnaðarfyrirtækið 50skills, sem sérhæfir sig á sviði ráðninga og virkjunar nýrra starfsmanna, hefur tryggt sér 360 milljóna króna fjármögnun frá Frumtaki III, sjö milljarða króna vísisjóði í stýringu Frumtaks. Fjármagnið verður nýtt til áframhaldandi þróunar á lausnum fyrirtækisins og til að byggja upp sölu- og markaðsstarf á Norðurlöndunum og í Bretlandi.
Kvika skilar 16 prósenta arðsemi og hækkar afkomuspá bankans
Hagnaður Kviku banka á fyrstu þremur mánuðum ársins nam 1.740 milljónum króna, sem var í samræmi við áætlanir á fjórðungnum, og arðsemi af efnislegu eigin fé félagsins fyrir skatta var 16,1 prósent.
Akta seldi fyrir minnst milljarð í ÍSB, Gildi keypti fyrir nærri tvo
Akta sjóðir hafa selt hlutabréf í Íslandsbanka fyrir minnst milljarð króna á síðustu dögum og á sama tíma hefur Gildi lífeyrissjóður bætt verulega við hlut sinn í bankanum.
Tekjur Arnarlax meira en tvöfölduðust á fyrstu þremur mánuðum ársins
Rekstrartekjur Icelandic Salmon, móðurfélag Arnarlax sem er stærsta fiskeldisfyrirtæki landsins, námu 37,1 milljónum evra, jafnvirði um 5,2 milljarða íslenskra króna, á fyrsta fjórðungi þessa árs og jukust um 114 prósent frá sama tímabili á árinu 2021. Rekstrarhagnaður félagsins (EBIT) var 9,5 milljónir evra borið saman við 400 þúsund evrur á sama fjórðungi í fyrra.
Kvika fær sömu einkunn og stóru bankarnir í fyrsta lánshæfismatinu
Forstjóri Kviku segir að ný lánshæfiseinkunn sem bankinn hefur fengið frá Moody´s muni gegna stóru hlutverki í að lækka fjármagnskostnað félagsins.
Good Good landar 2,6 milljörðum til að efla sóknina vestanhafs
Matvælafyrirtækið Good Good hefur lokið 20 milljóna dollara hlutafjáraukningu, jafnvirði um 2,6 milljarða króna. Hlutafjáraukningunni er sérstaklega ætlað að styðja við öran vöxt fyrirtækisins á Bandaríkjamarkaði.
Spáir rekstrartapi hjá Icelandair í ár vegna mikillar hækkunar á eldsneytisverði
Rekstrargrundvöllur Icelandair hefur tekið stakkaskiptum á milli ára samtímis aukinni eftirspurn eftir flugi en á móti eru ýmsir kostnaðarliðir, eins og meðal annars hækkandi eldsneytisverð, að þróast með óhagstæðum hætti, gengi krónunnar er sterkt og samkeppnin er mikil.
Sænska netverslunin Boozt fjárfestir í Dropp á Íslandi
Boozt, stærsta netverslunin á Norðurlöndunum, hefur bæst við hluthafahóp íslenska fyrirtækisins Dropp, sem býður upp á afhendingu á vörum netverslana, eftir að hafa tekið þátt í nýlegri hlutafjáraukningu. Eftir fjárfestinguna tók Hermann Haraldsson, forstjóri Boozt, sæti í stjórn Dropp.
Fjárfestar munu enn líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa, segir sjóðstjóri
Það er fátt sem bendir til þess að stórir innlendir fjárfestar, eins og lífeyrissjóðir og hlutabréfasjóðir, séu að selja mikið af eignum sínum á hlutabréfamarkaði í þeim verðlækkunum sem hafa orðið að undanförnu. Það hefur reynst fjárfestum erfitt að ná sér í jákvæða raunávöxtun í umhverfi hárrar verðbólgu og hækkandi vaxta síðustu mánuði og því útlit fyrir að þeir muni áfram líta til áhættumeiri eigna eins og hlutabréfa.
AGS segir að efla þurfi eftirlit með lífeyrissjóðum
Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins telur að styrkja þurfi heimildir Seðlabanka Íslands til að hafa eftirlit með stjórnarháttum og áhættustýringu íslenskra lífeyrissjóða. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sendinefndarinnar sem hefur verið hér landi undanfarna daga til að leggja mat á stöðu efnahagsmála.
Margfalt minni sveitarfélög skiluðu mun meiri fjármunum en borgin í fyrra
Einungis tvö af tíu stærstu sveitarfélögum landsins skiluðu minna veltufé frá rekstri í fyrra en Reykjavíkurborg þrátt fyrir að borgin sé langstærsta sveitarfélagið.
Uggur og ótti á mörkuðum: Horfurnar betri á Íslandi en óvissan áfram ráðandi
Ef seðlabankar iðnríkja sjá sig knúna til að hækka vexti hratt og mikið vegna ótta um að verðbólgan sé að fara úr böndunum gæti það leitt efnahagssamdráttar. Verði slík sviðsmynd að veruleika, sem er ekki útilokað, þá mun það setja áfram þrýsting á eignamarkaði eins og hlutabréf sem hafa nú þegar lækkað skarpt hér heima og erlendis.
Leggur til að Sigríður komi inn í stjórn Haga í stað Katrínar Olgu
Tilnefningarnefnd Haga hefur lagt til að Sigríður Olgeirsdóttir, stjórnarmaður í Opnum kerfum og varamaður í bankaráði Landsbankans, verði kjörin ný inn í stjórn smásölurisans á aðalfundi félagsins sem fer fram 1. júní næstkomandi. Að öðru leyti mælir nefndin með því að stjórn Haga verði óbreytt.
BlueBay keypti ríkisbréf fyrir 20 milljarða og sér Ísland verða „Sviss norðursins“
BlueBay Asset Management, eitt stærsta sérhæfða skuldabréfastýringarfélag Evrópu, telur að Ísland geti í framtíðinni orðið þekkt sem „Sviss norðursins“. Þetta kemur fram í fréttabréfi sem Mark Dowding, yfirfjárfestingastjóri BlueBay, sendi á viðskiptavini félagsins í síðustu viku og Innherji hefur undir höndum.
Andri og Birgir með helmingshlut í félagi sem fjárfestir í fiskeldi
Eignarhaldsfélagið ÍV SIF Equity Farming (ÍSEF), sem var stofnað í fyrra og hefur það meginmarkmiði að byggja upp eignasafn í fiskeldi og tengdri starfsemi, sótti sér samtals 1.450 milljónir króna frá innlendum fjárfestum til að fjármagna fyrstu tvær fjárfestingar félagsins á árinu 2021.
Bílanaust ekki skilað hagnaði sem sjálfstæð keðja í sautján ár
Áætlanir Motormax, sem rekur sex varahlutaverslanir undir vörumerkinu Bílanaust, gera ráð fyrir að félagið verði rekið með hagnaði á þessu ári. Gangi áætlanirnar eftir verður þetta í fyrsta sinn síðan 2004 sem varahlutakeðjan skilar hagnaði ef undanskilinn er sá tími sem hún var hluti af rekstri N1.
Fjárfestingafélagið Eyrir Invest með um 130 milljarða í eigið fé
Fjárfestingafélagið Eyrir Invest, sem er meðal annars stærsti hluthafi Marels með tæplega fjórðungshlut, hagnaðist um rúmlega 162 milljónir evra, jafnvirði 23 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag, á árinu 2021. Jókst hagnaður félagsins um 71 milljón evra á milli ára.
Samtök iðnaðarins taka vel í tillögu um frystingu fasteignaskatta
Samtök iðnaðarins fagna hugmynd Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík um að frysta fasteignaskatta enda hafi ör hækkun fasteignaskatt á atvinnuhúsnæði verið langt umfram verðmætasköpun hagkerfisins.
Þingnefndir fengu ýtarlega kynningu á áformum Bankasýslunnar
Bankasýsla ríkisins gerði bæði efnahags- og viðskiptanefnd og fjárlaganefnd Alþingis grein fyrir því hvernig tilboðsfyrirkomulagið, sem var notað við síðustu sölu ríkissjóðs á hlutafé í Íslandsbanka, virkaði og hvaða markmiðum væri hægt að ná með þessu fyrirkomulagi í samanburði við almennt útboð.
Arion útilokar ekki yfirtökur á norðurslóðum
Stjórnendur Arion banka útiloka ekki að ráðast í yfirtökur til þess að auka umsvif bankans á norðurslóðum en þeir eru þó ánægðir með árangurinn sem bankinn hefur náð upp á eigin spýtur. Þetta kom fram á uppgjörsfundi Arion banka í gærmorgun.
Ölgerðin á markað í næsta mánuði og félagið verðmetið á um 25 milljarða
Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, áformar skráningu á Aðalmarkað Kauphallarinnar á fyrstu dögum júnímánaðar næstkomandi. Samhliða skráningunni verður 25 til um 30 prósenta hlutur í félaginu boðin til sölu, samkvæmt heimildum Innherja, en áskriftartímabil hlutafjárútboðsins mun fara fram í síðustu viku þessa mánaðar.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík vilja frysta fasteignaskatta
Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík lofar að frysta fasteignaskatta nái flokkurinn að mynda meirihluta í borginni eftir kosningar. Oddviti flokksins segir útspilið viðbragð við verðlagsþróun og vaxtahækkun Seðlabankans í vikunni. Óeðlilegt sé að sveitarfélög hafi fjárhagslega hvata af hækkandi húsnæðisverði.
VAXA Technologies verðmetið á 15 milljarða króna
VAXA Technologies, sem ræktar smáþörunga til manneldis í jarðhitagarði ON á Hellisheiði, var verðmetið á 15 milljarða króna í hlutafjáraukningu sem fór fram í lok síðasta árs.
Upplýsingaóreiða í Efstaleiti
Á fréttastofu Ríkisútvarpsins hvíla ríkari skyldur en á öðrum fjölmiðlum. Ástæðan er sú að tilvist stofnunarinnar, sem starfar í samkeppni við aðra miðla og er rekin með skattfé, er byggð á því að hún hafi eitthvað fram að færa, til dæmis hvað varðar gæði og fagleg vinnubrögð, umfram einkamarkaðinn.
Arion áformar stórfellda uppbyggingu á Blikastöðum
Arion banki skrifar í dag undir samkomulag við Mosfellsbæ um uppbyggingu á Blikastaðalandi sem miðar við að þar rísi allt að 3.700 íbúðir. Þetta kom fram í uppgjörskynningu bankans í morgun.