Innherji

Markaðsvirði Controlant nálgast óðum 100 milljarða

Ekkert lát er á verðhækkunum á gengi óskráðra hlutabréfa íslenska hátæknifyrirtækisins Controlant, sem hefur meðal annars verið í lykilhlutverki við dreifingu á bóluefni gegn COVID-19 fyrir lyfjarisann Pfizer, en markaðsvirði félagsins hefur hækkað um nærri fimmfalt á aðeins um einu ári.

Innherji

Fossar markaðir að verða fjárfestingabanki

Íslenska verðbréfafyrirtækið Fossar markaðir eru að færa út kvíarnar í starfsemi sinni og stefna nú að því að verða fjárfestingabanki. Samkvæmt heimildum Innherja skilaði félagið þannig nýlega inn umsókn til Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands þar sem óskað var eftir því að fá starfsleyfi sem fjárfestingabanki.

Innherji

Við­skipta­verð­laun Inn­herja 2021: Fortuna Invest, Agnar Tómas Möller og Örn Þor­steins­son til­nefnd í flokknum Spá­maðurinn

Fortuna Invest, Örn Þorsteinsson hjá Akta og Agnar Tómas Möller hjá Kviku eru öll tilnefnd til Viðskiptaverðlauna Innherja og 1881 í flokknum Spámaðurinn. Þetta er mat dómnefndar Innherja. Verðlaunin verða veitt og úrslit kunngjörð á Fullveldishátíð atvinnulífsins, miðvikudaginn 15. desember næstkomandi.

Innherji

Seðlabankastjóri segir bönkunum að leggja peninga til hliðar

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri sagði á kynningarfundi fjármálastöðugleikanefndar í morgun að það væri vel við hæfi að bankarnir myndu tafarlaust byrja að leggja peninga til hliðar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar og Seðlabankans hefðu hjálpað bönkunum að draga úr útlánatöpum.

Innherji

Segja tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar

Borgarstjóri segir að engin efnahagsleg óstjórn ríki í Reykjavík en oddviti Sjálfstæðisflokksins, stærsta stjórnarandstöðuflokksins, furðar sig á því af hverju kostnaður við rekstur Reykjavíkurborgar sé 20 prósentum hærri á íbúa en í nágrannasveitarfélögunum. Hann segir tugmilljarðagat í fjárhagsáætlun borgarinnar.

Innherji

Alvotech reiknar með 100 milljarða króna tekjum árið 2025

Áætlanir Alvotech gera ráð fyrir að tekjur fyrirtækisins nemi 800 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði um 105 milljarða króna, á árinu 2025. Þetta kemur fram í fjárfestakynningu sem íslenska líftæknifyrirtækið birti í dag samhliða tilkynningu um samruna við sérhæfða yfirtökufélagið Oaktree Acquisition og skráningu í bandarísku kauphöllina.

Innherji

Skyldurækni gagnvart heimamarkaðinum

Í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2012 steig Barack Obama, sem sóttist þá eftir endurkjöri, upp á svið í Virginíuríki og flutti ræðu sem átti eftir að lita kosningabaráttuna. 

Umræðan

Strangari reglur hjá Seðlabankanum en ráðuneytinu í útboði Íslandsbanka

Engum starfsmanni Seðlabanka Íslands var heimilt að taka þátt í hlutafjárútboði Íslandsbanka en langflestum starfsmönnum fjármála- og efnahagsráðuneytisins var heimilt að kaupa bréf í útboði bankans, að því gefnu að þær byggju ekki yfir innherjaupplýsingum. Þetta kemur fram í svari stofnananna við fyrirspurnum Innherja.

Innherji