Innherji
![](https://www.visir.is/i/0678E565FDA8ECFB12AB3E83C3ACA6C8F7323CD19136E3B66EA887D3B9D95313_308x200.jpg)
Horfast þurfi í augu við efnahagslegar afleiðingar kjarasamninga
Þorsteinn Víglundsson fyrrverandi félagsmálaráðherra og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins situr nú í forstjórastóli BM Vallár og horfir á pólítíkina og vinnumarkaðinn utan frá. Hann segir íslenska vinnumarkaðslíkanið ónýtt. Ekki hjálpi til að aukin harka hafi færst í samskipti milli aðila vinnumarkaðarins undanfarin ár, ekki síst með tilkomu nýrrar forystu í verkalýðsfélögunum.
![](https://www.visir.is/i/51F37215FD0C7B9DA99D6C5BB64C2E95EC288B6AFF02365E9F9B2AB5FEFC3FB5_308x200.jpg)
Innherji verður til
Fjölmiðlar á Íslandi þurfa að laga sig að breyttum veruleika. Tæknirisar hrifsa til sín sífellt stærri hlut af auglýsingatekjum, Ríksútvarpið heldur uppteknum hætti í samkeppni við einkamiðla og verðhækkanir á pappír grafa undan rekstrargrundvelli prentmiðla sem var veikur fyrir. Afleiðingarnar birtast okkur í atgervisflótta í blaðamennsku og því að rekstur stórra prentmiðla er háður innspýtingu frá eigendum þeirra. Þetta er vonlaus staða.