Íslenski boltinn

„Mann hefur dreymt um þessa stund“

„Fyrst og fremst algjörlega frábært að enda þetta tímabil svona, fara beint upp í efstu deild þar sem manni sem Skagamanni finnst að Skaginn eigi að vera og það sem maður ólst upp við,“ sagði Arnór Smárason um frábæran endi ÍA á tímabilinu en liðið leikur í Bestu deild karla í knattspyrnu að ári.

Íslenski boltinn

Kjartan óbrotinn og bíður frekari rannsókna

Kjartan Kári Halldórsson, leikmaður FH, var fluttur með sjúkrabíl af Kópavogsvelli í gær eftir harkalegt samstuð við Anton Ara Einarsson, markvörð Breiðabliks, í 2-0 sigri FH-inga í gærkvöld. Hann er óbrotinn en bíður frekari rannsókna.

Íslenski boltinn

Víkingar strá salti í sár Blika

Víkingur varð á laugardag bikarmeistari karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á KA. Eðlilega var sigurinn auglýstur við Fífunna, þar sem Breiðablik hefur aðsetur en liðin hafa eldað grátt silfur undanfarin misseri.

Íslenski boltinn

„Eitthvað sem má alveg tala meira um“

Valur varð í fyrrakvöld Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja árið í röð. Tvöföld gleði er fyrir Elísu Viðarsdóttur, fyrirliða liðsins, sem fagnar ekki aðeins titli heldur á von á sínu öðru barni. Þá hvarflar ekki að henni að hætta knattspyrnuiðkun á næstunni, sem hún þakkar brautryðjendum sem á undan komu.

Íslenski boltinn

Ekki sami sjarmi en stoltið mikið

Arna Sif Ásgrímsdóttir, varnarmaður Vals, kveðst stolt af árangri liðsins sem varð Íslandsmeistari kvenna í fótbolta þriðja mótið í röð í gærkvöld. Titillinn var vís eftir tap Breiðabliks í gær og segir hún tilfinninguna aðeins frábrugðna, að verða meistarar uppi í sófa.

Íslenski boltinn

Sjáðu sigur­mark Þór/KA í upp­bóta­tíma sem tryggði Val titilinn

Þór/KA vann í gær 3-2 dramatískan sigur á lán­lausu liði Breiða­bliks, sem sýndi þó karakter í leiknum, í úr­­slita­­keppni efri hluta Bestu deildar kvenna í fót­­bolta. Sigur­­mark Þór/KA kom í upp­­bóta­­tíma seinni hálf­­­leiks en úr­­slit leiksins sáu til þess að Valur hefur tryggt sér Ís­lands­­meistara­­titilinn, þriðja tíma­bilið í röð.

Íslenski boltinn