Körfubolti

Woj-fréttin hættir hjá ESPN og snýr sér að öðru

Adrian Wojnarowski hefur ákveðið að vanda kvæði sínu í kross og breyta um starfsvettvang. Hann hefur því sagt starfi sínu hjá íþróttafréttarisanum ESPN lausu. Frá þessu greindi Woj, eins og hann er öllu jafnan kallaður, á samfélagsmiðlum sínum.

Körfubolti

„Sem sam­fé­lag erum við að vakna“

„Við finnum með­byr," segir Helena Sverris­dóttir, ein allra besta körfu­bolta­kona Ís­lands frá upp­hafi, sem á­samt Silju Úlfars­dóttur stendur fyrir á­horf­s­partýi í Mini­garðinum í kvöld sem hefur vakið mikla athygli. Þar verður horft á leik Indiana Fe­ver og Dallas Wings í WNBA deildinni í körfu­bolta en Caitlin Clark, stór­stjarna deildarinnar, leikur með Indiana Fe­ver.

Körfubolti

Njarð­vík fær tvo

Njarðvík hefur samið við Alexander Smára Hauksson og Isaiah Coddon fyrir komandi tímabil í Bónus-deild karla í körfubolta.

Körfubolti

Valin best þriðju vikuna í röð

Nýliðinn Caitlin Clark heldur áfram að blómstra í WNBA deildinni í körfubolta og hún er ekki aðeins besti nýliðinn í deildinni heldur hefur hún nú verið valin besti leikmaður Austurdeildarinnar þrjár vikur í röð.

Körfubolti

Þórir mættur heim í KR

Þórir Guðmundur Þorbjarnarson er kominn á heimaslóðir og hefur samið við KR um að leika með liðinu í Bónusdeild karla í körfubolta í vetur. Hann kemur til liðsins frá Tindastóli.

Körfubolti

Setti enn eitt metið í nótt

Caitlin Clark heldur áfram að skrá sig á spjöld sögunnar í WNBA-deildinni í körfubolta. Þessi magnaði nýliði leiddi Indiana Fever til sigurs í nótt og leyfir félaginu þar með að dreyma um að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2016.

Körfubolti

Kallaði Kevin Durant veik­geðja

Þýski körfuboltamaðurinn Dennis Schröder var ekki hrifinn af færslu Kevin Durant á samfélagsmiðlum eftir að bandaríska landsliðið tryggði sér Ólympíugullið í París.

Körfubolti