Körfubolti

Matthías: Ég skammast mín smá fyrir frammistöðuna

KR tapaði fyrir Þór frá Akureyri í spennuþrungnum leik í Dominos deild karla í kvöld 86-90. Leikurinn var partur 16. umferð deildarkeppninnar en KR var með gott forskot eftir fyrsta leikhluta en glutraði leiknum niður þannig að tekið verður eftir. 

Körfubolti

Haukur Helgi og félagar unnu í framlengdum leik

Haukur Helgi Pálsson og félagar hans í MoraBanc Andorra mættu liði Manresa í spænska körfuboltanum í dag. Lokatölur 92-86 eftir framlengingu, og Andorra jafnar Manresa því að stigum í níunda sæti deildarinnar, einu sæti frá sæti í úrslitakeppni.

Körfubolti

LeBron ekki brotinn en gæti verið lengi frá

LeBron James, leikmaður Los Angeles Lakers, fór meiddur af velli í tapi liðsins gegn Atlanta Hawks. LeBron snéri sig á ökkla en röntgen myndir sýna að hann er ekki brotinn. Hann gæti þó verið frá í allt að þrjá mánuði.

Körfubolti

„Jonni talar mikið, mjög mikið“

Katla Rún Garðarsdóttir, leikmaður Keflavíkur, átti fínan leik í 74-51 sigri á Skallagrím. Katla setti niður 12 stig ásamt því að taka fjögur fráköst og gefa eina stoðsendingu.

Körfubolti

James kom Lakers nær toppsætinu

Meistarar Los Angeles Lakers komu sér upp í 2. sæti vesturdeildar með 116-105 sigri á Charlotte Hornets í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Þetta var fjórði sigur Lakers í röð.

Körfubolti

Hetja KR-inga gegn Hetti: Skot sem ég hef æft 2000 sinnum

Tyler Sabin var hetja KR-inga í kvöld þegar þeir unnu Hött 97-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. KR-ingar voru undir nær allan leikinn en komust yfir öðru sinni í leiknum þegar Tyler setti niður þriggja stiga skot þegar 4,5 sekúndur voru eftir.

Körfubolti