Nýja þríeyki Lakers liðsins fær fimmtán milljarða í laun fyrir næsta tímabil Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2021 12:31 Russell Westbrook lék bara í eitt tímabil með Washington Wizards. AP/Alex Brandon Russell Westbrook verður leikmaður Los Angeles Lakers 6. ágúst næstkomandi þegar leikmannaskipti Lakers og Washington Wizards geta fyrst gengið í gegn. Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Adrian Wojnarowski á ESPN sagði frá því í gær Westbrook færi til Lakers í skiptum fyrir Kyle Kuzma, Montrezl Harrell og Kentavious Caldwell-Pope. Westbrook becomes the Lakers' highest paid player https://t.co/nNa0lGaI9Q pic.twitter.com/3ZAEbvwKs8— The Jump on ESPN (@NBATheJump) July 30, 2021 Þetta þýðir að Westbrook mun spila með þeim LeBron James og Anthony Davis á komandi tímabili í NBA-deildinni. Westbrook verður 33 ára gamall í nóvember en hann á að baki fjögur tímabil í NBA deildinni með þrennu að meðaltali í leik. Þetta verður samt hans fjórða félag á fjórum árum. Wizards fékk hann í desember í skiptum við Houston Rockets en Russell hafði áður spilað með Oklahoma City Thunder. Russell var með 22,2 stig, 11,5 fráköst og 11,7 stoðsendingar að meðaltali á sínu eina tímabilið með Wizards liðinu en hann hitti þó bara úr 43,9 prósent skota sinna og aðeins 31,5 prósent skota fyrir utan þriggja stiga línuna. Westbrook er að koma heim en hann er frá suður Kaliforníu og spilaði með UCLA í háskóla. Hann er sagður áhugasamur um að komast til Los Angeles og þakkaði í gær Washington D.C. fyrir tíma sinn þar. Thank you DC! You welcomed my family and I with open arms from day one. Everyone from the front office, to the training staff, the coaches, my teammates, and the fans. I m grateful y all took a chance on me and supported me every step of the way. pic.twitter.com/wTvHQHPIOU— Russell Westbrook (@russwest44) July 30, 2021 Westbrook er aftur á móti á engum sultarlaunum. Hann fær 44,2 milljónir dollara fyir 2021-22 tímabilið og 47,1 milljón dollara fyrir tímabilið á eftir. 47,1 milljón dollara eru meira en 5,8 milljarðar í íslenskum krónum. Það eru fleiri leikmenn vel launaðir hjá Lakers. Koma Westbrook þýðir að nýja þríeyki Lakers liðsins James-Westbrook-Davis fær samtals 121 milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en það eru samanlagt fimmtán milljarðar í íslenskum krónum. Þessir þrír fá meira samanlagt en nítján NBA lið eru með á launaskrá núna þegar þau reyna að fá til sín menn með lausa samninga. Russell Westbrook is the first MVP in NBA history to be traded in 3 straight offseasons! pic.twitter.com/WuHnXtKQen— Basketball Forever (@Bballforeverfb) July 30, 2021 NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Adrian Wojnarowski á ESPN sagði frá því í gær Westbrook færi til Lakers í skiptum fyrir Kyle Kuzma, Montrezl Harrell og Kentavious Caldwell-Pope. Westbrook becomes the Lakers' highest paid player https://t.co/nNa0lGaI9Q pic.twitter.com/3ZAEbvwKs8— The Jump on ESPN (@NBATheJump) July 30, 2021 Þetta þýðir að Westbrook mun spila með þeim LeBron James og Anthony Davis á komandi tímabili í NBA-deildinni. Westbrook verður 33 ára gamall í nóvember en hann á að baki fjögur tímabil í NBA deildinni með þrennu að meðaltali í leik. Þetta verður samt hans fjórða félag á fjórum árum. Wizards fékk hann í desember í skiptum við Houston Rockets en Russell hafði áður spilað með Oklahoma City Thunder. Russell var með 22,2 stig, 11,5 fráköst og 11,7 stoðsendingar að meðaltali á sínu eina tímabilið með Wizards liðinu en hann hitti þó bara úr 43,9 prósent skota sinna og aðeins 31,5 prósent skota fyrir utan þriggja stiga línuna. Westbrook er að koma heim en hann er frá suður Kaliforníu og spilaði með UCLA í háskóla. Hann er sagður áhugasamur um að komast til Los Angeles og þakkaði í gær Washington D.C. fyrir tíma sinn þar. Thank you DC! You welcomed my family and I with open arms from day one. Everyone from the front office, to the training staff, the coaches, my teammates, and the fans. I m grateful y all took a chance on me and supported me every step of the way. pic.twitter.com/wTvHQHPIOU— Russell Westbrook (@russwest44) July 30, 2021 Westbrook er aftur á móti á engum sultarlaunum. Hann fær 44,2 milljónir dollara fyir 2021-22 tímabilið og 47,1 milljón dollara fyrir tímabilið á eftir. 47,1 milljón dollara eru meira en 5,8 milljarðar í íslenskum krónum. Það eru fleiri leikmenn vel launaðir hjá Lakers. Koma Westbrook þýðir að nýja þríeyki Lakers liðsins James-Westbrook-Davis fær samtals 121 milljón dollara í laun fyrir næsta tímabil en það eru samanlagt fimmtán milljarðar í íslenskum krónum. Þessir þrír fá meira samanlagt en nítján NBA lið eru með á launaskrá núna þegar þau reyna að fá til sín menn með lausa samninga. Russell Westbrook is the first MVP in NBA history to be traded in 3 straight offseasons! pic.twitter.com/WuHnXtKQen— Basketball Forever (@Bballforeverfb) July 30, 2021
NBA Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Körfubolti Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum