Körfubolti

Kjartan Atli og Teitur fara yfir komandi leiki | Myndband

Domino´s deild karla fer aftur af stað eftir gott bikar- og landsleikjafrí nú um helgina. Þeir Kjartan Atli Kjartansson og Teitur Örlygsson hittust því og fóru yfir komandi umferð. Nú fer tímabilið senn að klárast og ljóst að línur eru farnar að skýrast.

Körfubolti

Elvar Már með 19 stig í ótrúlegum sigri Borås

Leikstjórnandinn Elvar Már Friðriksson skoraði 19 stig í ótrúlegum eins stigs sigri Borås Basketball á Wetterbygden Stars í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Lokatölur 103-102 þar sem Borås voru undir nær allan síðasta fjórðung leiksins.

Körfubolti

Luka Dončić fór á kostum er Dallas lagði San Antonio | Myndband

Alls fóru níu leiki rfram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas lagði San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Enginn leikmaður hefur náð fleiri þreföldum tvennum það sem af er tímabili. Öll úrslit næturinnar má finna í fréttinni.

Körfubolti

Katla: Andinn í liðinu miklu betri

Katla Rún Garðarsdóttir, fyrirliði Keflavíkur, var ánægð eftir sigurinn á Haukum í kvöld í Keflavík, 79-74. Lið hennar hefur átt erfitt uppdráttar eftir áramót en virðast vera að rétta hlut sinn eftir bikarfríið. Þær unnu KR í seinustu umferð og hafa núna innbyrðis yfir gegn Haukum í deildarkeppninni.

Körfubolti

Sportpakkinn: Martin á radar stærri liða

"Þessi vika hjá Martin er ein glæsilegasta vika hjá íþróttamanni frá upphafi,“ segir Benedikt Guðmundsson, þjálfari kvennalandsliðsins í körfubolta, um framgöngu Martins Hermannssonar í síðustu viku.

Körfubolti

Sportpakkinn: Tryggvi mun fara mikið hærra

"Þetta var nánast fullkominn leikur hjá honum,“ sagði Benedikt Guðmundsson, fyrrverandi þjálfari Tryggva Snæs Hlinasonar, eftir stórleik Tryggva í sigrinum gegn Slóvakíu í Laugardalshöll í gær. Benedikt segir drauminn að Tryggvi gangi í raðir eins af risaliðum Evrópu á næstu þremur árum.

Körfubolti

Pavel: Það voru allir til fyrirmyndar

Íslendingar unnu góðan sigur á Slóvökum í undankeppni HM í körfubolta 2023 í kvöld, 83-74. Ísland leikur í forkeppni að sjálfri undankeppninni og er í riðli með Slóvakíu, Lúxemborg og Kósóvó.

Körfubolti