Spilaði varla hjá Lakers en var kominn úr að ofan áður en leikurinn kláraðist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. október 2020 16:31 LeBron James faðmar liðsfélaga sína í leikslok og þarna má sjá J.R. Smith beran að ofan. AP/Mark J. Terrill J.R. Smith spilaði bara í örfáar mínútur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í ár en var kominn úr að áður en leiktíminn rann út þegar NBA titilinn var í höfn hjá Lakers í nótt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skyrtuleysi J.R. Smith kemst í fréttirnar. Það er óhætt að segja að J.R. Smith hafi verið talsvert meira áberandi í fagnaðarlátum NBA-meistara Los Angeles Lakers en í leikjunum sjálfum. J.R. Smith kom til Los Angeles Lakers í júlí eða þegar venjulegt tímabil ætti að vera búið. Það var hins vegar nóg eftir af því að tímabilið frestaðist vegna kórónuveirunnar. J.R Smith teaching his teammates Posted by Basketball Forever on Sunnudagur, 11. október 2020 Í gær lauk NBA-tímabilinu með sigri Los Angeles liðsins og J.R. Smith og félagar eru því NBA-meistarar 2020. Hlutverk J.R. Smith í liðinu var hins vegar ekki mikið. Hann spilaði sem dæmi bara í níu mínútur samanlagt í úrslitaeinvíginu og kom ekkert við sögu í síðustu tveimur leikjunum. Eina karfan hans var þriggja stiga karfa í leik þrjú. J.R. Smith er samt NBA-meistari þökk sé góðum leik liðsfélaga sinna og hann var þarna að vinna sinn annan NBA titil með LeBron James. Þegar hann vann þann fyrri sumarið 2016 þá vöktu fagnaðarlæti hans mikla athygli enda leit út fyrir að hann hafi verið ber að ofan í heila viku. Meira að segja Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, bað Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers liðsins, að segja J.R. Smith að fara í bol. Game isn t even over yet and JR Smith is shirtless pic.twitter.com/AcTcq7u6Hj— Dime (@DimeUPROXX) October 12, 2020 Það þótti því mörgum fyndið að sjá J.R. Smith vera kominn úr að ofan um leið og leikurinn var flautaður af í gær og hann var orðinn NBA-meistari á ný. Það voru reyndar ennþá eftir fimmtán sekúndur af leiknum þegar J.R. Smith fór úr bolnum sínum. J.R. Smith stalst líka til að snerta Larry O’Brien bikarinn fyrstur allra en hann var ekki afhentur með hefðbundnum hætti vegna sóttvarna heldur þurftu leikmenn Lakers að sækja hann á borð. J.R. Smith stóðst ekki freistinguna og tók hann fyrstur. JR SMITH IS ALREADY SHIRTLESS #NBAFinals pic.twitter.com/Ad47wRz0us— ESPN (@espn) October 12, 2020 NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira
J.R. Smith spilaði bara í örfáar mínútur í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í ár en var kominn úr að áður en leiktíminn rann út þegar NBA titilinn var í höfn hjá Lakers í nótt. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem skyrtuleysi J.R. Smith kemst í fréttirnar. Það er óhætt að segja að J.R. Smith hafi verið talsvert meira áberandi í fagnaðarlátum NBA-meistara Los Angeles Lakers en í leikjunum sjálfum. J.R. Smith kom til Los Angeles Lakers í júlí eða þegar venjulegt tímabil ætti að vera búið. Það var hins vegar nóg eftir af því að tímabilið frestaðist vegna kórónuveirunnar. J.R Smith teaching his teammates Posted by Basketball Forever on Sunnudagur, 11. október 2020 Í gær lauk NBA-tímabilinu með sigri Los Angeles liðsins og J.R. Smith og félagar eru því NBA-meistarar 2020. Hlutverk J.R. Smith í liðinu var hins vegar ekki mikið. Hann spilaði sem dæmi bara í níu mínútur samanlagt í úrslitaeinvíginu og kom ekkert við sögu í síðustu tveimur leikjunum. Eina karfan hans var þriggja stiga karfa í leik þrjú. J.R. Smith er samt NBA-meistari þökk sé góðum leik liðsfélaga sinna og hann var þarna að vinna sinn annan NBA titil með LeBron James. Þegar hann vann þann fyrri sumarið 2016 þá vöktu fagnaðarlæti hans mikla athygli enda leit út fyrir að hann hafi verið ber að ofan í heila viku. Meira að segja Barack Obama, þáverandi forseti Bandaríkjanna, bað Tyronn Lue, þjálfari Cleveland Cavaliers liðsins, að segja J.R. Smith að fara í bol. Game isn t even over yet and JR Smith is shirtless pic.twitter.com/AcTcq7u6Hj— Dime (@DimeUPROXX) October 12, 2020 Það þótti því mörgum fyndið að sjá J.R. Smith vera kominn úr að ofan um leið og leikurinn var flautaður af í gær og hann var orðinn NBA-meistari á ný. Það voru reyndar ennþá eftir fimmtán sekúndur af leiknum þegar J.R. Smith fór úr bolnum sínum. J.R. Smith stalst líka til að snerta Larry O’Brien bikarinn fyrstur allra en hann var ekki afhentur með hefðbundnum hætti vegna sóttvarna heldur þurftu leikmenn Lakers að sækja hann á borð. J.R. Smith stóðst ekki freistinguna og tók hann fyrstur. JR SMITH IS ALREADY SHIRTLESS #NBAFinals pic.twitter.com/Ad47wRz0us— ESPN (@espn) October 12, 2020
NBA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Sjá meira