Leikjavísir

Wii selst betur en PS3

Nintendo Wii leikjatölvan hefur selst betur en keppinauturinn PlayStation 3 í Japan. Japanskt útgáfufélag segir að sex Wii tölvur hafi selst jafn hratt og ein PS3 tölva í júní.

Leikjavísir

Nintendo í sókn

Tölvuleikjaframleiðandinn Nintendo er kominn í hóp tíu verðmætustu fyrirtækja Japan. Þar er Nintendo á meðal risa eins og Toyoda, Honda, Canon og fleiri. Nintendo hefur vaxið mikið undanfarin ár og hefur nú náð góðu forskoti á aðalkeppinaut sinn, Sony.

Leikjavísir

Kemur á markað í september

„Við höfum fengið mikil og jákvæð viðbrögð,“ segir Guðrún Eiríksdóttir tölvunarfræðingur sem rætt var við í Fréttablaðinu á miðvikudag. Guðrún hannaði tölvuleik fyrir heyrnarskert börn ásamt vinkonu sinni en leiknum er ætlað að örva málþroska.

Leikjavísir

Segir Manhunt 2 vera listaverk

Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony.

Leikjavísir

Tölvuleikur bannaður í Bretlandi

Búið er að banna dreifingu á tölvuleiknum Manhunt 2 í Bretlandi. Þetta er í fyrsta sinn í heilan áratug sem leikur er bannaður þar. Manhunt 2 er framhald Manhunt sem var mjög umdeildur á sínum tíma.

Leikjavísir

Halo 3 æðið að byrja

Microsoft skráir nú í gríð og erg leyfi fyrir ýmiskonar varningi tengdum leiknum Halo 3 sem kemur út 25. september í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna er sérstök þráðlaus farstýring og heyrnatól, að ógleymdri nýjustu ævintýrabókinni „Halo: Contact Harvest".

Leikjavísir

Þú gætir rekist á sjálfan þig

Raw Danger er nýr tölvuleikur fyrir Playstation 2 þar sem ákvarðanir persónanna í leiknum hafa áhrif hvor á aðra. Í Raw Danger þurfa leikmenn að bjarga sér eftir mikil flóð sem herjuðu á borgina þeirra.

Leikjavísir

Skotleikur veldur ólgu innan kirkjunnar

Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester.

Leikjavísir

HD-DVD í Toshiba fartölvur

Tæknirisinn Toshiba ætlar að koma HD-DVD drifi i allar fartölvur sínar á næsta ári. Ætlunin er að ná forskoti á keppinautana í næstu kynslóðar DVD baráttunni.

Leikjavísir

PS3 fær uppfærslu

Nú er komin 1.8 upp færsla fyrir PS3. Hún opn ar ýmsa nýja möguleika. 1.8 uppfærslan sem nú er komin út fyrir PS3 gerir notendum kleyft að nota tölvuna sem millilið og horfa á kvikmyndir og ljósmyndir sem geymdar eru í PC heimilistölvunni. Þetta er hægt gegnum gagnamiðlun Windows Vista.

Leikjavísir

GTA IV sérútgáfa

Hægt verður að fá nýjasta Grand Theft Auto leikinn í sérstakri viðhafnarútgáfu. Mikil eftirvænting ríkir eftir fjórða leiknum í þessari vinsælu seríu.

Leikjavísir

Útgáfudagur Halo 3

Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni.

Leikjavísir

God of War II - Fimm stjörnur

Æviskeiði Playstation 2 er að ljúka, og hún kveður svo sannarlega með stæl. Framhald eins besta leiksins fyrir tölvuna bætir um betur á nánast allan hátt. Epíkin hreinlega lekur úr tölvunni.

Leikjavísir

Lord of the Rings Online kominn út

Einn viðamesti tölvuleikur ársins kemur til Íslands um næstu mánaðamót. Lord of the Rings Online: Shadows of Angmar er kominn út. Leikurinn er netleikur þar sem hægt er að spila sem menn, álfar, dvergar eða hobbitar í Miðgarði Tolkiens.

Leikjavísir

Pabbi fer frá Playstation

Ken Kutaragi faðir Playstation leikjatölvunnar hjá Sony hefur sagt af sér. Hann starfaði hjá fyrirtækinu síðan 1975. Sony berst nú fyrir því að ná aftur markaðsforystu á leikjatölvumarkaðnum en samkeppnin hefur harðnað verulega.

Leikjavísir

Myndavél frá Playstation

PLAYSTATION®Eye myndavélmyndavélin færir samskipti á PLAYSTATION®3 yfir á næsta stig. Um er að ræða myndavél sem skynjar hreyfingar, reiknar út umhverfið og er með hljóðnema sem getur eytt út umhverfishljóðum.

Leikjavísir

Uppsagnir í vændum hjá Sony

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu á næstunni. Svo getur farið að 160 manns verði sagt upp störfum.

Leikjavísir

Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony

Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar.

Leikjavísir

Sony hættir sölu á 20 GB Playstation 3

Japanski hátækniframleiðandinn Sony ætlar að hætta að flytja inn og selja ódýrari gerðir PlayStation 3 leikjatölvunnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að neytendur hafa meiri áhuga á dýrari gerðum sem eru með stærri harðan disk og meiri aukabúnað.

Leikjavísir

Spá sexföldum hagnaði hjá Sony

Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Mikil kostnaður við gerð og markaðssetningu á PlayStation 3 leikjatölvunni setti skarð í afkomutölur Sony á síðasta ári.

Leikjavísir

PS3 misvel tekið

Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum.

Leikjavísir

PS3 í verslanir á föstudag

PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum.

Leikjavísir

Sonic and the Secret Rings - þrjár stjörnur

Flestir sem hafa spilað tölvuleiki kannast við Sonic, broddgöltinn bláa sem hleypur á ógnarhraða yfir, undir og í gegnum hindranir á leið sinni í gegnum margvísleg borð. Margir hafa jafnvel prófað einhvern af klassísku Sonic-leikjunum sem komu út á Sega Mega Drive forðum daga.

Leikjavísir

Nýr þátttakandi í leikjatölvustríðinu

Arftaki vinsælustu sjónvarpsleikjatölvu í heimi, PlayStation 2, er á leið til landsins. Þann 23. mars munu landsmenn, sem og aðrir Evrópubúar, geta notið nýju tölvunnar sem heitir því frumlega nafni PlayStation 3.

Leikjavísir