Leikjavísir Sorgleg og hlægileg saga Duke Nukem Forever Duke Nukem 3D var einn vinsælasti tölvuleikur heims þegar hann kom út 1996. Ári síðar byrjuðu framleiðendurnir, 3D Realms, á framhaldsleik sem átti að skjóta fyrirrennaranum ref fyrir rass. Hann er ekki enn kominn út. Leikjavísir 28.7.2007 10:00 Playstation 3 lækkar ekki Engin verðlækkun verður á Playstation 3 leikjatölvunni frá Sony í Evrópu í bráð. Verð tölvunnar lækkaði um hundrað dali í Bandaríkjunum í vikunni. Búist var við svipaðri lækkun í Evrópu en svo varð ekki. Þess í stað munu fleiri leikir og stýripinnar fylgja. Leikjavísir 14.7.2007 00:01 Spielberg leikur sér Steven Spielberg og Electronic Arts munu að öllum líkindum kynna þrjá nýja tölvuleiki á E3-tölvuleikjahátíðinni sem fram fer nú um helgina. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu verkefni en aðdáendur Spielbergs bíða spenntir eftir því að sjá hvað gullkálfurinn hefur að geyma í farteski sínu. Leikjavísir 12.7.2007 08:00 PlayStation 3 lækkar í verði Japanski tækniframleiðandinn Sony hefur lækkað verð á nýjustu PlayStation 3 leikjatölvunni (PS3) í Bandaríkjunum um 17 prósent með það fyrir augum að auka sölu á tölvunni. Þetta jafngildir því að verðið lækkar um 100 bandaríkjadali, rúmar sex þúsund íslenskar krónur og kostar tölvan nú 500 dali út úr búð í Bandaríkjunum, eða 30.500 íslenskar krónur. Leikjavísir 9.7.2007 09:16 Meira en milljarður dala í lagfæringar á X-Box 360 Vandræði Microsoft tengd X-Box 360 leikjatölvunni eru hvergi nærri á enda en nú segist fyrirtækið þurfa að eyða minnst einum milljarði bandaríkjadala í að lagfæra alvarlega galla í vélbúnaði tölvunnar. Þá var sala á vélinni langt undir væntingum á síðasta fjárhagstímabili. Leikjavísir 7.7.2007 17:22 Góðar fréttir fyrir Xbox 360 eigendur Microsoft hefur tilkynnt að allar ábyrgðir á Xbox 360 verði lengdar í þrjú ár. Allir sem eiga vél með „þrjú blikkandi ljós dauðans“ vandamálið fá nú bót meina sinna. Leikjavísir 6.7.2007 17:11 Wii selst betur en PS3 Nintendo Wii leikjatölvan hefur selst betur en keppinauturinn PlayStation 3 í Japan. Japanskt útgáfufélag segir að sex Wii tölvur hafi selst jafn hratt og ein PS3 tölva í júní. Leikjavísir 2.7.2007 16:18 Nintendo í sókn Tölvuleikjaframleiðandinn Nintendo er kominn í hóp tíu verðmætustu fyrirtækja Japan. Þar er Nintendo á meðal risa eins og Toyoda, Honda, Canon og fleiri. Nintendo hefur vaxið mikið undanfarin ár og hefur nú náð góðu forskoti á aðalkeppinaut sinn, Sony. Leikjavísir 25.6.2007 14:31 Kemur á markað í september „Við höfum fengið mikil og jákvæð viðbrögð,“ segir Guðrún Eiríksdóttir tölvunarfræðingur sem rætt var við í Fréttablaðinu á miðvikudag. Guðrún hannaði tölvuleik fyrir heyrnarskert börn ásamt vinkonu sinni en leiknum er ætlað að örva málþroska. Leikjavísir 24.6.2007 07:00 Segir Manhunt 2 vera listaverk Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Leikjavísir 22.6.2007 15:31 Tölvuleikur bannaður í Bretlandi Búið er að banna dreifingu á tölvuleiknum Manhunt 2 í Bretlandi. Þetta er í fyrsta sinn í heilan áratug sem leikur er bannaður þar. Manhunt 2 er framhald Manhunt sem var mjög umdeildur á sínum tíma. Leikjavísir 19.6.2007 16:05 Ein milljón eintaka seld Leikjavísir 16.6.2007 17:58 Halo 3 æðið að byrja Microsoft skráir nú í gríð og erg leyfi fyrir ýmiskonar varningi tengdum leiknum Halo 3 sem kemur út 25. september í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna er sérstök þráðlaus farstýring og heyrnatól, að ógleymdri nýjustu ævintýrabókinni „Halo: Contact Harvest". Leikjavísir 14.6.2007 17:09 Þú gætir rekist á sjálfan þig Raw Danger er nýr tölvuleikur fyrir Playstation 2 þar sem ákvarðanir persónanna í leiknum hafa áhrif hvor á aðra. Í Raw Danger þurfa leikmenn að bjarga sér eftir mikil flóð sem herjuðu á borgina þeirra. Leikjavísir 14.6.2007 15:52 Skotleikur veldur ólgu innan kirkjunnar Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester. Leikjavísir 11.6.2007 17:46 HD-DVD í Toshiba fartölvur Tæknirisinn Toshiba ætlar að koma HD-DVD drifi i allar fartölvur sínar á næsta ári. Ætlunin er að ná forskoti á keppinautana í næstu kynslóðar DVD baráttunni. Leikjavísir 5.6.2007 14:33 PS3 fær uppfærslu Nú er komin 1.8 upp færsla fyrir PS3. Hún opn ar ýmsa nýja möguleika. 1.8 uppfærslan sem nú er komin út fyrir PS3 gerir notendum kleyft að nota tölvuna sem millilið og horfa á kvikmyndir og ljósmyndir sem geymdar eru í PC heimilistölvunni. Þetta er hægt gegnum gagnamiðlun Windows Vista. Leikjavísir 4.6.2007 03:00 GTA IV sérútgáfa Hægt verður að fá nýjasta Grand Theft Auto leikinn í sérstakri viðhafnarútgáfu. Mikil eftirvænting ríkir eftir fjórða leiknum í þessari vinsælu seríu. Leikjavísir 22.5.2007 15:57 Útgáfudagur Halo 3 Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni. Leikjavísir 16.5.2007 14:09 God of War II - Fimm stjörnur Æviskeiði Playstation 2 er að ljúka, og hún kveður svo sannarlega með stæl. Framhald eins besta leiksins fyrir tölvuna bætir um betur á nánast allan hátt. Epíkin hreinlega lekur úr tölvunni. Leikjavísir 7.5.2007 00:01 Lord of the Rings Online kominn út Einn viðamesti tölvuleikur ársins kemur til Íslands um næstu mánaðamót. Lord of the Rings Online: Shadows of Angmar er kominn út. Leikurinn er netleikur þar sem hægt er að spila sem menn, álfar, dvergar eða hobbitar í Miðgarði Tolkiens. Leikjavísir 1.5.2007 08:00 Pabbi fer frá Playstation Ken Kutaragi faðir Playstation leikjatölvunnar hjá Sony hefur sagt af sér. Hann starfaði hjá fyrirtækinu síðan 1975. Sony berst nú fyrir því að ná aftur markaðsforystu á leikjatölvumarkaðnum en samkeppnin hefur harðnað verulega. Leikjavísir 27.4.2007 15:11 Myndavél frá Playstation PLAYSTATION®Eye myndavélmyndavélin færir samskipti á PLAYSTATION®3 yfir á næsta stig. Um er að ræða myndavél sem skynjar hreyfingar, reiknar út umhverfið og er með hljóðnema sem getur eytt út umhverfishljóðum. Leikjavísir 26.4.2007 11:43 God of War II á toppnum í Bandaríkjunum Playstation 2 leikurinn „God og War II“ sem Sony framleiðir var mest seldi tölvuleikurinn í mars í Bandaríkjunum. Það var markaðsrannsóknafyrirtækið NPD Group sem tók saman sölutölurnar. Leikjavísir 24.4.2007 15:51 Uppsagnir í vændum hjá Sony Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu á næstunni. Svo getur farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Leikjavísir 24.4.2007 05:30 Sony hættir að selja ódýrari PS3 tölvuna Sony í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hætta sölu á 20 gígabita Playstation 3 tölvum. Í ljós hefur komið að öflugri og dýrari 60 gb leikjatölvurnar eru mun vinsælli, þrátt fyrir verðmuninn. Leikjavísir 22.4.2007 11:41 Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar. Leikjavísir 18.4.2007 09:30 GTA: Vice City Stories - Þrjár stjörnur Annar GTA-leikurinn sem kemur upphaflega út fyrir PSP og er fluttur yfir á PlayStation 2. Kemur ekki með neitt nýtt til borðsins, en það sleppur því borðið var alveg ágætt fyrir. Ódýr. Leikjavísir 18.4.2007 09:00 Sony hættir sölu á 20 GB Playstation 3 Japanski hátækniframleiðandinn Sony ætlar að hætta að flytja inn og selja ódýrari gerðir PlayStation 3 leikjatölvunnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að neytendur hafa meiri áhuga á dýrari gerðum sem eru með stærri harðan disk og meiri aukabúnað. Leikjavísir 13.4.2007 15:00 Spá sexföldum hagnaði hjá Sony Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Mikil kostnaður við gerð og markaðssetningu á PlayStation 3 leikjatölvunni setti skarð í afkomutölur Sony á síðasta ári. Leikjavísir 13.4.2007 12:14 « ‹ 48 49 50 51 52 53 54 55 56 … 58 ›
Sorgleg og hlægileg saga Duke Nukem Forever Duke Nukem 3D var einn vinsælasti tölvuleikur heims þegar hann kom út 1996. Ári síðar byrjuðu framleiðendurnir, 3D Realms, á framhaldsleik sem átti að skjóta fyrirrennaranum ref fyrir rass. Hann er ekki enn kominn út. Leikjavísir 28.7.2007 10:00
Playstation 3 lækkar ekki Engin verðlækkun verður á Playstation 3 leikjatölvunni frá Sony í Evrópu í bráð. Verð tölvunnar lækkaði um hundrað dali í Bandaríkjunum í vikunni. Búist var við svipaðri lækkun í Evrópu en svo varð ekki. Þess í stað munu fleiri leikir og stýripinnar fylgja. Leikjavísir 14.7.2007 00:01
Spielberg leikur sér Steven Spielberg og Electronic Arts munu að öllum líkindum kynna þrjá nýja tölvuleiki á E3-tölvuleikjahátíðinni sem fram fer nú um helgina. Mikil leynd hefur hvílt yfir þessu verkefni en aðdáendur Spielbergs bíða spenntir eftir því að sjá hvað gullkálfurinn hefur að geyma í farteski sínu. Leikjavísir 12.7.2007 08:00
PlayStation 3 lækkar í verði Japanski tækniframleiðandinn Sony hefur lækkað verð á nýjustu PlayStation 3 leikjatölvunni (PS3) í Bandaríkjunum um 17 prósent með það fyrir augum að auka sölu á tölvunni. Þetta jafngildir því að verðið lækkar um 100 bandaríkjadali, rúmar sex þúsund íslenskar krónur og kostar tölvan nú 500 dali út úr búð í Bandaríkjunum, eða 30.500 íslenskar krónur. Leikjavísir 9.7.2007 09:16
Meira en milljarður dala í lagfæringar á X-Box 360 Vandræði Microsoft tengd X-Box 360 leikjatölvunni eru hvergi nærri á enda en nú segist fyrirtækið þurfa að eyða minnst einum milljarði bandaríkjadala í að lagfæra alvarlega galla í vélbúnaði tölvunnar. Þá var sala á vélinni langt undir væntingum á síðasta fjárhagstímabili. Leikjavísir 7.7.2007 17:22
Góðar fréttir fyrir Xbox 360 eigendur Microsoft hefur tilkynnt að allar ábyrgðir á Xbox 360 verði lengdar í þrjú ár. Allir sem eiga vél með „þrjú blikkandi ljós dauðans“ vandamálið fá nú bót meina sinna. Leikjavísir 6.7.2007 17:11
Wii selst betur en PS3 Nintendo Wii leikjatölvan hefur selst betur en keppinauturinn PlayStation 3 í Japan. Japanskt útgáfufélag segir að sex Wii tölvur hafi selst jafn hratt og ein PS3 tölva í júní. Leikjavísir 2.7.2007 16:18
Nintendo í sókn Tölvuleikjaframleiðandinn Nintendo er kominn í hóp tíu verðmætustu fyrirtækja Japan. Þar er Nintendo á meðal risa eins og Toyoda, Honda, Canon og fleiri. Nintendo hefur vaxið mikið undanfarin ár og hefur nú náð góðu forskoti á aðalkeppinaut sinn, Sony. Leikjavísir 25.6.2007 14:31
Kemur á markað í september „Við höfum fengið mikil og jákvæð viðbrögð,“ segir Guðrún Eiríksdóttir tölvunarfræðingur sem rætt var við í Fréttablaðinu á miðvikudag. Guðrún hannaði tölvuleik fyrir heyrnarskert börn ásamt vinkonu sinni en leiknum er ætlað að örva málþroska. Leikjavísir 24.6.2007 07:00
Segir Manhunt 2 vera listaverk Tölvuleikurinn Manhunt 2 hefur fengið óblíðar móttökur hjá skoðunaraðilum bæði í Bretlandi og í Bandaríkjunum. Í Bretlandi er leikurinn bannaður og í Bandaríkjunum fékk hann þyngsta mögulega dóm og verður eingöngu leyfður fyrir fullorðna. Það þýðir að ekki verður hægt að gefa leikinn út fyrir leikjavélar Sony. Leikjavísir 22.6.2007 15:31
Tölvuleikur bannaður í Bretlandi Búið er að banna dreifingu á tölvuleiknum Manhunt 2 í Bretlandi. Þetta er í fyrsta sinn í heilan áratug sem leikur er bannaður þar. Manhunt 2 er framhald Manhunt sem var mjög umdeildur á sínum tíma. Leikjavísir 19.6.2007 16:05
Halo 3 æðið að byrja Microsoft skráir nú í gríð og erg leyfi fyrir ýmiskonar varningi tengdum leiknum Halo 3 sem kemur út 25. september í Bandaríkjunum. Sem dæmi má nefna er sérstök þráðlaus farstýring og heyrnatól, að ógleymdri nýjustu ævintýrabókinni „Halo: Contact Harvest". Leikjavísir 14.6.2007 17:09
Þú gætir rekist á sjálfan þig Raw Danger er nýr tölvuleikur fyrir Playstation 2 þar sem ákvarðanir persónanna í leiknum hafa áhrif hvor á aðra. Í Raw Danger þurfa leikmenn að bjarga sér eftir mikil flóð sem herjuðu á borgina þeirra. Leikjavísir 14.6.2007 15:52
Skotleikur veldur ólgu innan kirkjunnar Enska þjóðkirkjan ætlar að rita bréf til tölvuleikjaframleiðandans Sony þar sem farið er fram á afsökunarbeiðni vegna tölvuleiks sem Sony framleiddi og settu á markað. Leikurinn, sem heitir Resistance: Fall of Man, er skotleikur og eitt sögusviða hans er innviði dómkirkjunnar í Manchester. Leikjavísir 11.6.2007 17:46
HD-DVD í Toshiba fartölvur Tæknirisinn Toshiba ætlar að koma HD-DVD drifi i allar fartölvur sínar á næsta ári. Ætlunin er að ná forskoti á keppinautana í næstu kynslóðar DVD baráttunni. Leikjavísir 5.6.2007 14:33
PS3 fær uppfærslu Nú er komin 1.8 upp færsla fyrir PS3. Hún opn ar ýmsa nýja möguleika. 1.8 uppfærslan sem nú er komin út fyrir PS3 gerir notendum kleyft að nota tölvuna sem millilið og horfa á kvikmyndir og ljósmyndir sem geymdar eru í PC heimilistölvunni. Þetta er hægt gegnum gagnamiðlun Windows Vista. Leikjavísir 4.6.2007 03:00
GTA IV sérútgáfa Hægt verður að fá nýjasta Grand Theft Auto leikinn í sérstakri viðhafnarútgáfu. Mikil eftirvænting ríkir eftir fjórða leiknum í þessari vinsælu seríu. Leikjavísir 22.5.2007 15:57
Útgáfudagur Halo 3 Microsoft hefur ákveðið útgáfudag fyrir Halo 3 tölvuleikinn sem er 25. september. Mikil eftirvænting ríkir á meðal leikjaspilara fyrir leiknum og vonast Microsoft til þess að útgáfan auki sölu á Xbox 360 leikjatölvunni. Leikjavísir 16.5.2007 14:09
God of War II - Fimm stjörnur Æviskeiði Playstation 2 er að ljúka, og hún kveður svo sannarlega með stæl. Framhald eins besta leiksins fyrir tölvuna bætir um betur á nánast allan hátt. Epíkin hreinlega lekur úr tölvunni. Leikjavísir 7.5.2007 00:01
Lord of the Rings Online kominn út Einn viðamesti tölvuleikur ársins kemur til Íslands um næstu mánaðamót. Lord of the Rings Online: Shadows of Angmar er kominn út. Leikurinn er netleikur þar sem hægt er að spila sem menn, álfar, dvergar eða hobbitar í Miðgarði Tolkiens. Leikjavísir 1.5.2007 08:00
Pabbi fer frá Playstation Ken Kutaragi faðir Playstation leikjatölvunnar hjá Sony hefur sagt af sér. Hann starfaði hjá fyrirtækinu síðan 1975. Sony berst nú fyrir því að ná aftur markaðsforystu á leikjatölvumarkaðnum en samkeppnin hefur harðnað verulega. Leikjavísir 27.4.2007 15:11
Myndavél frá Playstation PLAYSTATION®Eye myndavélmyndavélin færir samskipti á PLAYSTATION®3 yfir á næsta stig. Um er að ræða myndavél sem skynjar hreyfingar, reiknar út umhverfið og er með hljóðnema sem getur eytt út umhverfishljóðum. Leikjavísir 26.4.2007 11:43
God of War II á toppnum í Bandaríkjunum Playstation 2 leikurinn „God og War II“ sem Sony framleiðir var mest seldi tölvuleikurinn í mars í Bandaríkjunum. Það var markaðsrannsóknafyrirtækið NPD Group sem tók saman sölutölurnar. Leikjavísir 24.4.2007 15:51
Uppsagnir í vændum hjá Sony Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu á næstunni. Svo getur farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Leikjavísir 24.4.2007 05:30
Sony hættir að selja ódýrari PS3 tölvuna Sony í Bandaríkjunum hefur ákveðið að hætta sölu á 20 gígabita Playstation 3 tölvum. Í ljós hefur komið að öflugri og dýrari 60 gb leikjatölvurnar eru mun vinsælli, þrátt fyrir verðmuninn. Leikjavísir 22.4.2007 11:41
Niðurskurðarhnífnum beitt hjá Sony Japanski hátækniframleiðandinn Sony hefur látið í veðri vaka að hann ætli að fækka í starfsliði sínu í Evrópu. Verði það raunin getur svo farið að 160 manns verði sagt upp störfum. Forsvarsmenn Sony segja hagræðingu í Evrópuhluta fyrirtækisins ekki tengjast dræmri sölu á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá fyrirtækinu, sem kom út í enda síðasta mánaðar. Leikjavísir 18.4.2007 09:30
GTA: Vice City Stories - Þrjár stjörnur Annar GTA-leikurinn sem kemur upphaflega út fyrir PSP og er fluttur yfir á PlayStation 2. Kemur ekki með neitt nýtt til borðsins, en það sleppur því borðið var alveg ágætt fyrir. Ódýr. Leikjavísir 18.4.2007 09:00
Sony hættir sölu á 20 GB Playstation 3 Japanski hátækniframleiðandinn Sony ætlar að hætta að flytja inn og selja ódýrari gerðir PlayStation 3 leikjatölvunnar í Bandaríkjunum. Ástæðan er sú að neytendur hafa meiri áhuga á dýrari gerðum sem eru með stærri harðan disk og meiri aukabúnað. Leikjavísir 13.4.2007 15:00
Spá sexföldum hagnaði hjá Sony Gengi hlutabréfa í japanska hátækniframleiðandanum Sony hækkaði talsvert í dag og hefur ekki verið hærra í fimm ár. Ástæðan fyrir hækkuninni er spá japanska viðskiptablaðsins Nikkei að hagnaður Sony muni sexfaldast á árinu. Mikil kostnaður við gerð og markaðssetningu á PlayStation 3 leikjatölvunni setti skarð í afkomutölur Sony á síðasta ári. Leikjavísir 13.4.2007 12:14