Leikjavísir

PS3 misvel tekið

Nýja Playstation 3 leikjatölvan kom á Evrópumarkað nú fyrir helgi og var henni víðast hvar vel tekið, tölvan seldist sérstaklega vel í Bretlandi. Hins vegar hefur ekki gengið jafn vel fyrstu dagana í Frakklandi og Þýskalandi þar sem athygli hefur vakið hversu fáir hafa keypt sér þetta nýjasta útspil Sony á leikjatölvumarkaðinum.

Leikjavísir

PS3 í verslanir á föstudag

PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony, kemur í verslanir í Evrópu á föstudag. Tölvan fór í sölu í Japan og í Bandaríkjunum um miðjan nóvember í fyrra. Breskir fjölmiðlar segja leikjatölvuunnendur þar í landi jafnt sem annars staðar bíða óþreyjufullir eftir tölvunni. Helst gagnrýna Bretarnir verðið, sem er um 16.000 krónum hærra í Bretlandi en í Bandaríkjunum.

Leikjavísir

Sonic and the Secret Rings - þrjár stjörnur

Flestir sem hafa spilað tölvuleiki kannast við Sonic, broddgöltinn bláa sem hleypur á ógnarhraða yfir, undir og í gegnum hindranir á leið sinni í gegnum margvísleg borð. Margir hafa jafnvel prófað einhvern af klassísku Sonic-leikjunum sem komu út á Sega Mega Drive forðum daga.

Leikjavísir

Nýr þátttakandi í leikjatölvustríðinu

Arftaki vinsælustu sjónvarpsleikjatölvu í heimi, PlayStation 2, er á leið til landsins. Þann 23. mars munu landsmenn, sem og aðrir Evrópubúar, geta notið nýju tölvunnar sem heitir því frumlega nafni PlayStation 3.

Leikjavísir

Aldrei fleiri þróað tölvuleik

Tuttugu þúsund sjálfboðaliðar hafa boðist til að taka þátt í þróun fyrstu persónu skotleiks sem verður spilaður á netinu. Það er sama fyrirtæki og gerði hina geysivinsælu Counter-Strike leiki sem þróar leikinn. Dave Perry aðalhönnuður fyrirtækisins, Acclaim segir að allt að 100 þúsund sjálfboðaliðar verði fengnir til að þróa leikinn og ef 1% þeirra getur eitthvað af viti sé björninn unninn. Aldrei hafa jafn margir tekið þátt í þróun tölvuleiks.

Leikjavísir

PS3 í öðru sæti

Leikjatölvan PlayStation 3, nýjasta leikjatölvan frá Sony sem kom á markað í Bandaríkjunum og í Japan um miðjan nóvember í fyrra, er í öðru sæti yfir mest seldu leikjatölvur fyrirtækisins í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Stefnt er á að tölvan komi á markað í Evrópu undir lok næsta mánaðar

Leikjavísir

Mishörð barátta á leikjatölvumarkaði

Verðmunur á leikjatölvum hérlendis og í nágrannalöndunum er æði misjafn eftir því hver tölvan er. Xbox 360 er þriðjungi dýrari hér en í löndunum í kring. Nintendo Wii er ekki nema fimm prósentum dýrari hér en í sömu löndum.

Leikjavísir

PlayStation 3 slær öll met í forsölu

Smásalar í Evrópu hafa fundið fyrir gríðarlegri eftirspurn eftir PlayStation 3 á sama tíma og Sony kemur sér í gírinn fyrir "Stærstu útgáfu á leikjavél hingað til", samkvæmt Ray Maguire, Forstjóra Sony Computer Bretlandi.

Leikjavísir

Nýr vampíru- og varúlfaleikur í bígerð

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn CCP hefur í bígerð nýjan fjölspilunarleik, sem mun hljóta heitið World of Darkness. Leikurinn verður unninn í samvinnu við bandaríska leikjafyrirtækið White Wolf, sem CCP sameinaðist á seinni hluta síðasta árs.

Leikjavísir

Samdráttur hjá Sony

Japanski tæknirisinn Sony skilaði tæplega 160 milljarða jena hagnaði á síðasta fjórðungi liðins árs. Það svarar til 90,3 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar nam hagnaður Sony fyrir ári 95,4 milljarða króna.

Leikjavísir

Biðin styttist í PS3

Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu.

Leikjavísir

Kemur 23. mars

Leikjatölvan Playstation 3 verður gefin út í Evrópu 23. mars næstkomandi. Verð tölvunnar er 53 þúsund krónur en endanlegt verð hér á landi hefur ekki verið ákveðið.

Leikjavísir

Playstation 3 kemur 23. mars

Tæknifyrirtækið Sony tilkynnti á dögunum útgáfudag leikjatölvunnar Playstation 3 í Evrópu. Hún kemur út hinn 23. mars og mun kosta 599 evrur eða sem samsvarar um 53 þúsund krónum. Þetta kemur fram á fréttavef BBC.

Leikjavísir

PS3 kemur til Evrópu 23. mars

Sala á PlayStation 3, nýjustu leikjatölvunni frá Sony, hefst í Evrópu 23. mars næstkomandi. Leikjatölvan kom á markað í Japan og Bandaríkjunum í nóvember í fyrra. Einungis dýrari gerðir leikjatölvunnar verða í boði fyrst um sinn en ódýrari gerðir hennar koma á markað síðar í Evrópu.

Leikjavísir

10 reknir vegna vatnsdrykkjukeppni

Tíu starfsmenn útvarpsstöðvar í Kaliforníu hafa verið reknir vegna vatnsdrykkjukeppni sem þeir efndu til. Einn keppendanna dó út vatnseitrun. Á upptökum af keppninni má heyra þáttastjórnendur grínast með að hún gæti verið lífshættuleg, en þáttakendur hefðu undirritað yfirlýsingu sem firrti stöðina ábyrgð.

Leikjavísir

Tvær milljónir seldar

Sony fyrirtækið tilkynnt að PlayStation 3 vélin hafi selst í meira en 2 milljónum eintaka eða 1 milljón véla í Bandaríkjunum og 1 milljón í Japan. Er þetta er í takt við þau takmörk sem Sony fyrirtækið setti sér fyrir árslok 2006.

Leikjavísir

Nintendo sigurvegari

Margir velta því fyrir sér hvernig Sony muni reiða af í baráttu leikjatölvuframleiðendanna þriggja á árinu. Flestir eru þó sammála um að Sony hafi lotið í lægra haldi fyrir Nintendo, sem sló óvænt í gegn með nýrri leikjatölvu undir lok síðasta árs.

Leikjavísir

Drakk sig í hel af vatni

Vatn er hollt og mikið vatn er mjög hollt. Of mikið vatn getur hinsvegar verið lífshættulegt. Tuttugu og átta ára gömul bandarísk kona drakk sig í hel af vatni, til þess að vinna Nintendu leikjatölvu.

Leikjavísir

Ekkert dekrað við börn Donalds Trump

Börn milljarðamæringsins Donalds Trump, þau Donald Trump yngri og Ivanka, vörðu föður sinn í deilu hans við sjónvarpskonuna Rosie O'Donnel, í spjallþætti á dögunum. O'Donnel réðst harkalega á föður þeirra, í þætti sínum, fyrir að reka ekki fegurðardísina Töru Conner, eftir að upp komst um óhóflegt líferni hennar.

Leikjavísir

Vandmál með Wii

Nýlega var opnuð heimasíðan www.wiihaveaproblem.com, en hún heldur utan um öll þau slys sem eigendur leikjatölvunnar Nintendo Wii lenda í, en þau eru mörg.

Leikjavísir

Playstation 3 ekki í góðum málum

Margir markaðssérfræðingar segja að fá fyrirtæki í ár hafi klúðrað málunum jafn gróflega og Sony. Sony átti stærstu hlutdeildina í tölvuleikjamarkaðnum fyrir stuttu, en þar réði Playstation 2 ríkjum.

Leikjavísir

Algjörlega byggður á myndasögunum

Í þessari viku kemur út leikurinn Superman Returns á Playstation 2 og segja menn að nú sé loks kominn alvöru Superman-leikur. Þótt nafnið gefi til kynna að leikurinn sé byggður á kvikmyndinni þá er það ekki alveg rétt.

Leikjavísir

Nintendo Wii uppseld í Japan

Leikjatölvan Nintendo Wii kom á markað í Japan um síðustu helgi, en tvær vikur eru síðan tölvan var sett á markað í Bandaríkjunum. Rúmlega 400 þúsund eintök voru í fyrsta upplagi tölvunnar sem kom á laugardaginn var og seldust þau öll upp samdægurs.

Leikjavísir

Wii-tölvan uppseld

Nýjasta leikjatölvan frá Nintendo, Wii, rauk hraðar út en heitar lummur þegar fyrsta sendingin kom til landsins á fimmtudag í síðustu viku. Fjöldi manns hafði lagt inn pöntun fyrir tölvunni en þar sem færri leikjatölvur bárust til landsins en vonir stóðu til varð að draga úr hatti hverjir fengju eintak.

Leikjavísir

Engin Playstation 4

Eftir allt braskið við gerð Playstation 3 efast forsvarsmenn Sony um að fjórða tölvan verði gerð. Ljóst er að Playstation 3 og Nintendo Wii verða helstu leikjatölvur ársins og næstu ára og hafa greiningardeildir spáð báðum fyrirtækjum ýmist himinháum gróða eða bullandi tapi.

Leikjavísir