Lífið

Hug­rún Hall­dórs­dóttir komin á fast

Fjölmiðlakonan og fegurðardísin Hugrún Halldórsdóttir hefur lengi verið á meðal eftirsóttustu kvenna landsins. Hún hefur nú fundið ástina í örmum Vals Hrafns Einarssonar tæknistjóra hugbúnaðarfyrirtækisins Stokks Software, en þau störfuðu lengi saman á Stöð 2 og Vísi.

Lífið

Mælir með að geyma snípinn þar til síðast

Æfingin skapar meistarann er setning sem flestir kannast við og á hún ekki síður við í kynlífi en öðru, hvað þá í munnmökum. Ítarlegar leiðbeiningar um píkuunað sem ættu að geta gagnast kynlífsiðkendum eru aðgengilegar á samfélagsmiðlum kynlífstækjaverslunarinnar Losta. 

Lífið

Lét örið ekki stöðva sig að láta drauminn rætast

Ísabella Þorvaldsdóttir var einungis þriggja ára þegar hún gekk undir líffæraígræðslu. Ísabella sem fæddist með óvirk nýru þáði líffæragjöf frá föður sínum og er hún yngsti einstaklingurinn hér á landi til að gangast undir slíka aðgerð.

Lífið

Sjö egg í laup krummapars á Selfossi

Enn og aftur hafa hrafnarnir Hrefna og Hrafn gert sér laup við verslun Byko á Selfossi og þar er Hrefna búin að verpa sjö eggjum. En þetta er ekki eini laupurinn á Selfossi.

Lífið

Í koss­af­lensi einu og hálfu ári eftir sam­bands­slitin

Svo virðist vera sem ástin sé búin að kvikna aftur hjá tónlistarfólkinu Shawn Mendes og Camilla Cabello þar sem þau sáust kyssast á Coachella tónlistarhátíðinni í gær. Það vakti mikla athygli fólks sökum þess að Mendes og Cabello hættu saman fyrir um einu og hálfu ári síðan. 

Lífið

Ungur strákur skipti á giftingarhring fyrir Pokémon

Ungur drengur kom heim úr Melaskóla í gær með giftingarhring sem hann hafði fengið í skiptum fyrir Pokémon-spil. Foreldrar drengsins leita nú að eiganda hringsins en fjölmargir hafa haft samband og forvitnast um hvort um þeirra hring sé að ræða.

Lífið

Fór einhleyp í brúðkaupsferð til Íslands

Lacie Gooch er ung kona frá Nebraska sem varð fyrir áfalli þegar unnusti hennar sagði henni upp, degi fyrir brúðkaupið. Parið hafði ráðgert að fara í brúðkaupsferð til Íslands, sem fyrrum tengdaforeldrar Lacie höfðu greitt fyrir. Lacie stóð nú uppi ein, en ákvað að taka til sinna ráða.

Lífið