Lífið

Krabbamein og allt sem því fylgir algjör hlandfata

Fimmtudagskvöldið, 4 nóvember, heldur Kraftur Kraftmikla strákastund á Kexinu. Markmiðið með stundinni er að karlmenn sem hafa verið snertir af krabbameini hvort sem þeir hafa greinst með krabbamein eða eru makar, synir, feður, afar, vinir eða jafnvel samstarfsaðilar hittist, deili reynslu sinni og heyri í öðrum jafningjum.

Lífið

Poppgyðjan Þórunn Antonía gerði allt vitlaust í Grósku

Icelandic Startups í samstarfi við Nýsköpunar- og frumkvöðlanefnd Háskóla Íslands héldu stærstu vísindaferð frá upphafi í Grósku á dögunum og mættu þar yfir 500 háskólanemar til að kynna sér Gulleggið – stærstu frumkvöðlakeppni landsins.

Lífið

Eurovision-myndin um Hatara aftur í bíósal

A Song Called Hate eða Lagið um hatrið, heimildarmyndin sem fylgir meðlimum Hatara á Eurovision-ferð til Ísrael og Palestínu, verður sýnd á hátíðlegri styrktarsýningu í Bíó Paradís um helgina.

Lífið

Verður fyrstur Vinanna til að skrifa sjálfs­ævi­sögu

Kanadísk-bandaríski leikarinn Matthew Perry hefur ákveðið að setjast við skriftir og rita ævisögu sína og veita þannig lesendum innsýn í tökurnar á Vinum, sjónvarpsþáttunum vinsælu  sem framleiddir voru á árunum 1994 til 2004 og skutu Perry upp á stjörnuhimininn.

Lífið

List án landamæra opnuð í Ráðhúsinu

List án landamæra var opnuð við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Athöfnin var bæði fjölmenn sem góðmenn og var eftirvæntingin áþreifanleg eftir að fá loksins að upplifa og njóta bæði listarinnar og samverunnar, samkvæmt tilkynningu sem send var á fjölmiðla.

Lífið

Ronaldo á von á tvíburum í annað sinn

Knattspyrnukappinn Cristiano Ronaldo á von á tvíburum með kærustu sinni spænsku fyrirsætunni Georginu Rodríguez. Ronaldo tilkynnti um barnalánið á Instagram-síðu sinni í dag þar sem skötuhjúin liggja undir sæng og sína sónarmynd.

Lífið

Gæsahúðarútgáfa af Nangíjala úr Rómeó og Júlíu

Sýningin Rómeó og Júlía, sem hefur verið á fjölunum í Þjóðleikhúsinu í haust, hefur vakið mikla athygli og heillað leikhúsgesti unga sem aldna. Sviðsetningin er sannkölluð sjónræn veisla eins og fjallað hefur verið um hér á Vísi.

Lífið

Tólf manna óhefðbundin fjölskylda við Esjuna

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á Stöð 2 á dögunum en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Lífið

Dópsali í sautján ára fangelsi vegna dauða Mac Miller

Þrír menn voru ákærðir í tengslum við dauða rapparans Mac Miller. Einn hefur nú játað sekt sína að hluta og fallist á sautján ára fangelsisvist með dómsátt. Mac Miller lést árið 2018 eftir að hafa tekið of stóran skammt af fíkniefnum.

Lífið

Rokk­hljóm­sveitin SOMA með lang­þráða endur­komu

Hljómsveitin SOMA hefur snúið aftur eftir að hún hætti skyndilega árið 1998 og hefur legið í dvala síðan þá. Hljómsveitin fagnar endurkomunni með tónleikum á Ölver næstkomandi föstudag þar sem öll gamla platan verður spiluð ásamt nýju efni.

Lífið

Ætti að vera bannað að skilja á meðan börnin eru lítil

Þau Hjálmar Örn og Ljósa hittust fyrst á tvöföldu stefnumóti sem skólasystir Ljósu plataði hana á. Eftir stefnumótið sagðist Hjálmar gjarnan vilja hitta Ljósu aftur en tilkynnti henni þó að hann ætti stefnumót við aðra dömu daginn eftir. Ljósa var því óviss hvort hún myndi nokkurn tíman heyra frá Hjálmari aftur. Hann var hins vegar fljótur að átta sig á því að hann vildi kynnast Ljósu betur.

Lífið

Íslendingur uppnefndur Eminem í orðastríði á Old Trafford

Birkir Snær Sigurðsson, leikmaður Grindavíkur í 4. deild og stuðningsmaður Manchester United í enska boltanum, varð fyrir aðkasti á léttum nótum um liðna helgi. Hans menn biðu lægri hlut gegn erkifjendunum í Liverpool, var í raun slátrað 5-0 á Old Trafford.

Lífið